Níu fingur komnir á bikarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2018 10:30 Leikmenn Breiðabliks fagna sigrinum á Þór/KA. Blikar eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Vísir/ernir Fótbolti Breiðablik er í dauðafæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sautjánda sinn eftir 3-0 sigur á Þór/KA í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildar kvenna á laugardaginn. Blikar eru nú með fimm stiga forskot á norðanstúlkur þegar tvær umferðir eru eftir. Þór/KA vann fyrri leikinn gegn Breiðabliki í sumar sem og báða deildarleiki liðanna í fyrra. Blikar náðu hins vegar fram hefndum á laugardaginn og sigur þeirra var á endanum öruggur. Fyrsta markið kom á 33. mínútu. Alexandra Jóhannsdóttir skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur frá hægri. Gestirnir frá Akureyri vildu fá vítaspyrnu á 66. mínútu þegar boltinn fór í hönd Guðrúnar Arnardóttur en Bríet Bragadóttir dæmdi ekki neitt.Lítil hamingja var með það á varamannabekk Þórs/KA og aðstoðarþjálfarinn Andri Hjörvar Albertsson var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli í annað skiptið í sumar. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Alexandra sitt annað mark eftir sendingu varamannsins Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Skömmu síðar fékk Bianca Sierra, varnarmaður Þórs/KA, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Í uppbótartíma skoraði Agla María Albertsdóttir svo þriðja mark Blika og gulltryggði sigur þeirra. Breiðablik hefur unnið alla átta heimaleiki sína í Pepsi-deildinni með markatölunni 21-2. Ef Breiðablik vinnur Selfoss í næstu umferð verður liðið meistari, hvernig sem leikur Þórs/KA og Vals á sama tíma fer. Þór/KA verður að vinna Val og treysta á að Selfoss taki stig af Breiðabliki til að eiga möguleika á að verja Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Nýliðarnir Selfoss og HK/Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á laugardaginn. Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfyssingum yfir á 32. mínútu en Kader Hancer jafnaði eftir tæplega klukkutíma leik. Bæði lið eru með 17 stig og örugg með sæti sitt í Pepsi-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn sem HK/Víkingur heldur sæti sínu í efstu deild. Í fyrri tvö skiptin sem liðið kom upp féll það strax aftur. Þá vann ÍBV 1-2 útisigur á Grindavík. Eyjakonur, sem eru ósigraðar í síðustu fjórum leikjum, eru í 5. sæti deildarinnar. Staða Grindvíkinga er hins vegar erfið. Þær eru með tíu stig í níunda og næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir KR-ingum sem eru í 8. sæti. Þá er markatala KR mun betri. Það verður því að teljast líklegast að Grindavík fylgi FH niður í Inkasso-deildina. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Fótbolti Breiðablik er í dauðafæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sautjánda sinn eftir 3-0 sigur á Þór/KA í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildar kvenna á laugardaginn. Blikar eru nú með fimm stiga forskot á norðanstúlkur þegar tvær umferðir eru eftir. Þór/KA vann fyrri leikinn gegn Breiðabliki í sumar sem og báða deildarleiki liðanna í fyrra. Blikar náðu hins vegar fram hefndum á laugardaginn og sigur þeirra var á endanum öruggur. Fyrsta markið kom á 33. mínútu. Alexandra Jóhannsdóttir skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur frá hægri. Gestirnir frá Akureyri vildu fá vítaspyrnu á 66. mínútu þegar boltinn fór í hönd Guðrúnar Arnardóttur en Bríet Bragadóttir dæmdi ekki neitt.Lítil hamingja var með það á varamannabekk Þórs/KA og aðstoðarþjálfarinn Andri Hjörvar Albertsson var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli í annað skiptið í sumar. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Alexandra sitt annað mark eftir sendingu varamannsins Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Skömmu síðar fékk Bianca Sierra, varnarmaður Þórs/KA, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Í uppbótartíma skoraði Agla María Albertsdóttir svo þriðja mark Blika og gulltryggði sigur þeirra. Breiðablik hefur unnið alla átta heimaleiki sína í Pepsi-deildinni með markatölunni 21-2. Ef Breiðablik vinnur Selfoss í næstu umferð verður liðið meistari, hvernig sem leikur Þórs/KA og Vals á sama tíma fer. Þór/KA verður að vinna Val og treysta á að Selfoss taki stig af Breiðabliki til að eiga möguleika á að verja Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Nýliðarnir Selfoss og HK/Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á laugardaginn. Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfyssingum yfir á 32. mínútu en Kader Hancer jafnaði eftir tæplega klukkutíma leik. Bæði lið eru með 17 stig og örugg með sæti sitt í Pepsi-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn sem HK/Víkingur heldur sæti sínu í efstu deild. Í fyrri tvö skiptin sem liðið kom upp féll það strax aftur. Þá vann ÍBV 1-2 útisigur á Grindavík. Eyjakonur, sem eru ósigraðar í síðustu fjórum leikjum, eru í 5. sæti deildarinnar. Staða Grindvíkinga er hins vegar erfið. Þær eru með tíu stig í níunda og næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir KR-ingum sem eru í 8. sæti. Þá er markatala KR mun betri. Það verður því að teljast líklegast að Grindavík fylgi FH niður í Inkasso-deildina.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira