Þörf fyrir þrjár Blönduvirkjanir til ársins 2050 Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2018 07:00 Samkvæmt spá orkustofnunar mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050 Vísir/Anton Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar sem gildir til ársins 2050. Í skýrslu Orkustofnunar, sem unnin er á vegum orkuspárnefndar, er fjallað um raforkunotkun til ársins 2050 og spá frá árinu 2015 endurreiknuð út frá nýju gögnum og breyttum forsendum. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050. Árleg aukning notkunar er því um 1,8 prósent að meðaltali á ári hverju. Í heildina eykst því notkunin um rúmlega 2.800 gígavattstundir í orku og um 464 megavött í afli. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun um 670 megavött. Blönduvirkjun er um 150 megavött og því þarf að byggja um þrjár slíkar virkjanir á næstu 33 árum. Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur hjá Orkustofnun, segir þessa spá ekki gera ráð fyrir að neinir stórir og orkufrekir aðilar komi inn á markað. Aðeins að haldið verði í við aukna raforkunotkun landsmanna. „Hér erum við aðeins að skoða hvernig raforkukerfið muni líta út á spátímanum miðað við þann iðnað sem fyrir er. Hér gerum við ekki ráð fyrir því að nýir aðilar komi inn með orkufrekan iðnað en það mun þá breyta myndinni talsvert,“ segir Sigurður. Í spánni er einnig gert ráð fyrir aukningu í flutningi raforku til gagnavera og tekið tillit til að orkuskipti í samgöngum hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð var fyrir þremur árum. Á næsta aldarfjórðungi munu stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvers konar virkjanir verði reistar. Ein hugmyndin er Búrfellslundurinn svokallaði. Ofan Búrfells áformar Landsvirkjun stærðarinnar hóp vindrafstöðva. Uppsett afl þeirra er um 200 megavött og gætu þær því séð þjóðinni fyrir tæpum helmingi þessa afls sem upp á vantar til ársins 2050. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar sem gildir til ársins 2050. Í skýrslu Orkustofnunar, sem unnin er á vegum orkuspárnefndar, er fjallað um raforkunotkun til ársins 2050 og spá frá árinu 2015 endurreiknuð út frá nýju gögnum og breyttum forsendum. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050. Árleg aukning notkunar er því um 1,8 prósent að meðaltali á ári hverju. Í heildina eykst því notkunin um rúmlega 2.800 gígavattstundir í orku og um 464 megavött í afli. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun um 670 megavött. Blönduvirkjun er um 150 megavött og því þarf að byggja um þrjár slíkar virkjanir á næstu 33 árum. Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur hjá Orkustofnun, segir þessa spá ekki gera ráð fyrir að neinir stórir og orkufrekir aðilar komi inn á markað. Aðeins að haldið verði í við aukna raforkunotkun landsmanna. „Hér erum við aðeins að skoða hvernig raforkukerfið muni líta út á spátímanum miðað við þann iðnað sem fyrir er. Hér gerum við ekki ráð fyrir því að nýir aðilar komi inn með orkufrekan iðnað en það mun þá breyta myndinni talsvert,“ segir Sigurður. Í spánni er einnig gert ráð fyrir aukningu í flutningi raforku til gagnavera og tekið tillit til að orkuskipti í samgöngum hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð var fyrir þremur árum. Á næsta aldarfjórðungi munu stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvers konar virkjanir verði reistar. Ein hugmyndin er Búrfellslundurinn svokallaði. Ofan Búrfells áformar Landsvirkjun stærðarinnar hóp vindrafstöðva. Uppsett afl þeirra er um 200 megavött og gætu þær því séð þjóðinni fyrir tæpum helmingi þessa afls sem upp á vantar til ársins 2050.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira