Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 16:30 Naomi Osaka grætur í leikslok. Vísir/Getty Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. Það var vissulega allt til alls til að tenisheimurinn og aðrir myndu missa sig yfir sigri Naomi Osaka. Tvítug stelpa sem er líkleg til afreka í framtíðinni var þarna að vinna átrúnaðargoðið sitt í tveimur settum í sínum fyrsta úrslitaleik á risamóti. Frábær frammistaða og frábær sigur.Naomi Osaka deserves her moment in the spotlight after Serena Williams' US Open row took gloss off dream victory | @simonrbriggshttps://t.co/yfZOu0BUHS — Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 10, 2018Það voru aftur á móti fáir að tala um frábæra spilamennsku hennar og sögulegan sigur eftir leikinn. Serena Williams hafði skíttapað fyrir henni í úrslitaleiknum en stal engu að síður öllum fyrirsögnunum. Með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu tvöfaldaði Naomi Osaka verðlaunaféð sem hún hafði unnið á öllum ferlinum fram að þessu móti.$3,232,734: Naomi Osaka’s career on-court earnings before the 2018 US Open. $3,800,000: Check she will receive for winning the 2018 US Open. — Darren Rovell (@darrenrovell) September 8, 2018Naomi Osaka grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði. Við hlið hennar stóð öskureið Serena Williams og áhorfendaskarinn baulaði. Ótrúlegar kingumstæður og hin unga tenniskona gat ekki varist tárunum. Hin tapsára Serena Williams hafði algjörlega misst sig í samskiptunum við dómara leiksins. Dómarinn var harður og kannski smámunasamur en allir dómar hans voru eftir bókinni. Serena taldi sig hins vegar eiga rétt á stjörnumeðferð þegar kom að því að fara eftir reglunum og hefur síðan talað um að karlmaður af hennar „stjörnugráðu“ hefði aldrei fengið svona dóm. Það er örugglega eitthvað til í því en réttlætir það samt svona hegðun hjá konu sem er að flestra mati sú besta sem hefur spilað tennisíþróttina. Serena Williams fékk skiljanlega stóra sekt en hún mun aldrei geta bætt fyrir það tjón að stela sigurstundinni af Naomi Osaka.Four years ago, Naomi Osaka took a selfie with her favorite player, Serena Williams. Today, she beat her to win the U.S. Open. pic.twitter.com/9efTTBSVOY — Darren Rovell (@darrenrovell) September 8, 2018Naomi Osaka upplifði drauminn sinn að vinna goðið sitt í úrslitaleik á risamóti en horfði gleðistundina breytast í martröð. Serena fékk vissulega fólkið til að hætta að baula og Naomi Osaka gat lyft bikarnum í friði fyrir „baulinu“ en það breytir því ekki að háttalag sigursælustu tenniskonu allra tíma og viðbrögð áhorfendanna voru búin að stela sigurstundinni af Naomi Osaka. Tennis Tengdar fréttir Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00 Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. Það var vissulega allt til alls til að tenisheimurinn og aðrir myndu missa sig yfir sigri Naomi Osaka. Tvítug stelpa sem er líkleg til afreka í framtíðinni var þarna að vinna átrúnaðargoðið sitt í tveimur settum í sínum fyrsta úrslitaleik á risamóti. Frábær frammistaða og frábær sigur.Naomi Osaka deserves her moment in the spotlight after Serena Williams' US Open row took gloss off dream victory | @simonrbriggshttps://t.co/yfZOu0BUHS — Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 10, 2018Það voru aftur á móti fáir að tala um frábæra spilamennsku hennar og sögulegan sigur eftir leikinn. Serena Williams hafði skíttapað fyrir henni í úrslitaleiknum en stal engu að síður öllum fyrirsögnunum. Með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu tvöfaldaði Naomi Osaka verðlaunaféð sem hún hafði unnið á öllum ferlinum fram að þessu móti.$3,232,734: Naomi Osaka’s career on-court earnings before the 2018 US Open. $3,800,000: Check she will receive for winning the 2018 US Open. — Darren Rovell (@darrenrovell) September 8, 2018Naomi Osaka grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði. Við hlið hennar stóð öskureið Serena Williams og áhorfendaskarinn baulaði. Ótrúlegar kingumstæður og hin unga tenniskona gat ekki varist tárunum. Hin tapsára Serena Williams hafði algjörlega misst sig í samskiptunum við dómara leiksins. Dómarinn var harður og kannski smámunasamur en allir dómar hans voru eftir bókinni. Serena taldi sig hins vegar eiga rétt á stjörnumeðferð þegar kom að því að fara eftir reglunum og hefur síðan talað um að karlmaður af hennar „stjörnugráðu“ hefði aldrei fengið svona dóm. Það er örugglega eitthvað til í því en réttlætir það samt svona hegðun hjá konu sem er að flestra mati sú besta sem hefur spilað tennisíþróttina. Serena Williams fékk skiljanlega stóra sekt en hún mun aldrei geta bætt fyrir það tjón að stela sigurstundinni af Naomi Osaka.Four years ago, Naomi Osaka took a selfie with her favorite player, Serena Williams. Today, she beat her to win the U.S. Open. pic.twitter.com/9efTTBSVOY — Darren Rovell (@darrenrovell) September 8, 2018Naomi Osaka upplifði drauminn sinn að vinna goðið sitt í úrslitaleik á risamóti en horfði gleðistundina breytast í martröð. Serena fékk vissulega fólkið til að hætta að baula og Naomi Osaka gat lyft bikarnum í friði fyrir „baulinu“ en það breytir því ekki að háttalag sigursælustu tenniskonu allra tíma og viðbrögð áhorfendanna voru búin að stela sigurstundinni af Naomi Osaka.
Tennis Tengdar fréttir Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00 Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00
Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00
Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30