Icelandair óstundvísast á styttri leiðum í Bretlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2018 09:52 Icelandair stóð sig verst á styttri flugleiðum frá Bretlandi í fyrra. Vísir/Vilhelm Stundvísi flugferða Icelandair frá Bretlandseyjum hefur versnað hratt á síðastliðnu ári, ef marka má úttekt bresku neytendasamtakana. Á tímabilinu júní 2017 fram í júní 2018 seinkaði 1,7 prósent flugferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir, á leiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Að sögn neytendasamtakanna hefur þetta hlutfall hækkað um 350 prósent hjá Icelandair frá sama tímabili árinu áður. Aukningin varð til þess að ekkert flugfélag á síðasta ári var hlutfallslega óstundvísara í styttri flugferðum frá Bretlandseyjum en Icelandair. Neytendasamtökin litu aðeins á ferðir sem seinkaði um meira en þrjár klukkustundir og skiptu þau flugferðum frá Bretlandseyjum í þrjá flokka; flug sem eru lengri en 3500 kílómetrar, flug á bilinu 1500 til 3500 kílómetrar og svo flug sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Sem fyrr segir stendur Icelandair sig verst í síðastnefnda flokknum, seinkunarhlutfall félagsins var 1,7%. Næst á eftir kom Aurigny Air með 1,6% seinkunarhlutfall og TUI Airways með 1,4%. Á leiðum sem eru á bilinu 1500 til 3500 kílómetra langar stóðu Thomas Cook Airlines, TUI Airways og Saudi Arabian Airlines sig verst - öll með rúmlega 1% seinkunarhlutfall. Á lengstu leiðunum stóð Norwegian Airlines sig áberandi verst. Alls seinkaði 2,4% ferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir í fyrra. Þar á eftir kom Thomas Cook með 1,8% og TUI með 1,6%. Úttekt neytendasamtakanna leiðir einnig í ljós að alls seinkaði flugferðum 1,3 milljóna farþega í landinu í fyrra um meira en þrár klukkustundir. Lággjaldaflugfélögin Easyjet og Ryanair, auk Britsh Airways, bera ábyrgð á flestum seinkunum í Bretlandi á síðasta ári - en í ljósi þessu hversu stórtæk þau eru var seinkunarhlutfall þeirra nokkuð nálægt meðaltalinu, sem er 0,7%. Hér má sjá frammistöðu Icelandair á flugleiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Stundvísi flugferða Icelandair frá Bretlandseyjum hefur versnað hratt á síðastliðnu ári, ef marka má úttekt bresku neytendasamtakana. Á tímabilinu júní 2017 fram í júní 2018 seinkaði 1,7 prósent flugferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir, á leiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Að sögn neytendasamtakanna hefur þetta hlutfall hækkað um 350 prósent hjá Icelandair frá sama tímabili árinu áður. Aukningin varð til þess að ekkert flugfélag á síðasta ári var hlutfallslega óstundvísara í styttri flugferðum frá Bretlandseyjum en Icelandair. Neytendasamtökin litu aðeins á ferðir sem seinkaði um meira en þrjár klukkustundir og skiptu þau flugferðum frá Bretlandseyjum í þrjá flokka; flug sem eru lengri en 3500 kílómetrar, flug á bilinu 1500 til 3500 kílómetrar og svo flug sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Sem fyrr segir stendur Icelandair sig verst í síðastnefnda flokknum, seinkunarhlutfall félagsins var 1,7%. Næst á eftir kom Aurigny Air með 1,6% seinkunarhlutfall og TUI Airways með 1,4%. Á leiðum sem eru á bilinu 1500 til 3500 kílómetra langar stóðu Thomas Cook Airlines, TUI Airways og Saudi Arabian Airlines sig verst - öll með rúmlega 1% seinkunarhlutfall. Á lengstu leiðunum stóð Norwegian Airlines sig áberandi verst. Alls seinkaði 2,4% ferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir í fyrra. Þar á eftir kom Thomas Cook með 1,8% og TUI með 1,6%. Úttekt neytendasamtakanna leiðir einnig í ljós að alls seinkaði flugferðum 1,3 milljóna farþega í landinu í fyrra um meira en þrár klukkustundir. Lággjaldaflugfélögin Easyjet og Ryanair, auk Britsh Airways, bera ábyrgð á flestum seinkunum í Bretlandi á síðasta ári - en í ljósi þessu hversu stórtæk þau eru var seinkunarhlutfall þeirra nokkuð nálægt meðaltalinu, sem er 0,7%. Hér má sjá frammistöðu Icelandair á flugleiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28