Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2018 10:57 Skúli Mogesen frá borðaklippingu við upphaf áætlunarflugs Wow Air til Miami. WOW Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. Þetta kemur fram í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við fyrirspurn Vísis um gengi mála. Ekki fengust svör við því fyrir hve mikið væri búið að selja og á hvaða vöxtum. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, tjáði fréttastofu Bloomberg í síðustu vku að útboðinu myndi ljúka öðru hvoru megin við helgina. Það hefur því dregist. Hann sagði að útboðinu hefði verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum. Föstudaginn 31. ágúst sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gæfu tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, myndi nást. Það væri þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla.Skráning á markað í Frankfurt á dagskrá Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðsins, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ Samkvæmt skilmálunum þarf Wow Air að standast ströng álagspróf vegna eiginfjár og lausafjár og þarf að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í Wow Air og dótturfélaga þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent en er ekki tilgreint í skilmálunum sjálfum. Vextir upp á 9 prósent þykir býsna gott eins og aðstæður eru núna að sögn sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Vísir hefur rætt við. Eins og fram hefur komið er það norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem annast skuldabréfaútboðið fyrir Wow Air. WOW Air Tengdar fréttir Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58 Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Sjá meira
Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. Þetta kemur fram í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við fyrirspurn Vísis um gengi mála. Ekki fengust svör við því fyrir hve mikið væri búið að selja og á hvaða vöxtum. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, tjáði fréttastofu Bloomberg í síðustu vku að útboðinu myndi ljúka öðru hvoru megin við helgina. Það hefur því dregist. Hann sagði að útboðinu hefði verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum. Föstudaginn 31. ágúst sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gæfu tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, myndi nást. Það væri þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla.Skráning á markað í Frankfurt á dagskrá Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðsins, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ Samkvæmt skilmálunum þarf Wow Air að standast ströng álagspróf vegna eiginfjár og lausafjár og þarf að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í Wow Air og dótturfélaga þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent en er ekki tilgreint í skilmálunum sjálfum. Vextir upp á 9 prósent þykir býsna gott eins og aðstæður eru núna að sögn sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Vísir hefur rætt við. Eins og fram hefur komið er það norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem annast skuldabréfaútboðið fyrir Wow Air.
WOW Air Tengdar fréttir Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58 Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Sjá meira
Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00
Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58
Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00