Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2018 13:05 Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 Vísir/Vilhelm Engar forsendur eru fyrir því að stöðva viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Icelandair að mati forstjóra Kauphallarinnar. Greint var frá því á vef Túrista í gær að virði Icelandair hefði rokið upp um tíu prósent í viðskiptum og var það rakið til óvissunnar vegna flugfélagsins WOW Air. Beðið er fregna af skuldabréfaútboði WOW og var því velt upp á vef Túrista að Kauphöllin myndi jafnvel stöðva viðskipti með hlutabréf Icelandair þangað til fregnir berast af WOW. Sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, að fregna væri að vænta í vikulok. Hlutabréf í Icelandair hafa farið upp um fjögur prósent í dag en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Vísi að það standi ekki til að stöðva viðskiptin því engar forsendur séu fyrir því.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vísir/VilhelmPáll segir aðalröksemdina að baki þeirri ákvörðun vera að það sé ávallt opið fyrir viðskipti með skráð hlutabréf. „Það er út frá þessu fjárfestaverndar sjónarmiði sem skráningin á að veita. Það er að segja að hluthafar hafi aðgang að þessum vettvangi hverju sinni og það er ein af þessari sérstöðu skráðra bréfa. Við stöndum þess vegna vörð um hana. Í því fellst fjárfestavernd, að það sé opið fyrir viðskipti,“ segir Páll. Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir Páll sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 „Yfirleitt þegar er lokað fyrir viðskipti með einstaka bréf, sem gerist sára sjaldan, þá er mögulega að vænta einhverra nýrra upplýsinga sem skipta verulegu máli og félögin hafa látið okkur vita af því og það er hætta á ójafnræði af þeim sökum, eða það hafa lekið út upplýsingar sem skapa hættu á ójafnræði,“ segir Páll. Í þeim tilvikum sé um að ræða annars konar tilvik þar sem aðstandendur Kauphallarinnar vita að upplýsingarnar eru á forræði skráða félagsins og það sé hægt að greiða úr þeim málum fljótt. „Og þar af leiðandi, ef það er lokað, þá vitum við að lokunin varir í skamman tíma. Þannig að þau tilvik eru allt annars eðlis.“ Eins og áður hefur verið greint frá er beðið eftir fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air en Páll telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð ef upplýsingar um útboðið leka út. „Ég tel ólíklegt að það yrði tilefni til stöðvunar viðskipta.“ Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Engar forsendur eru fyrir því að stöðva viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Icelandair að mati forstjóra Kauphallarinnar. Greint var frá því á vef Túrista í gær að virði Icelandair hefði rokið upp um tíu prósent í viðskiptum og var það rakið til óvissunnar vegna flugfélagsins WOW Air. Beðið er fregna af skuldabréfaútboði WOW og var því velt upp á vef Túrista að Kauphöllin myndi jafnvel stöðva viðskipti með hlutabréf Icelandair þangað til fregnir berast af WOW. Sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, að fregna væri að vænta í vikulok. Hlutabréf í Icelandair hafa farið upp um fjögur prósent í dag en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Vísi að það standi ekki til að stöðva viðskiptin því engar forsendur séu fyrir því.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vísir/VilhelmPáll segir aðalröksemdina að baki þeirri ákvörðun vera að það sé ávallt opið fyrir viðskipti með skráð hlutabréf. „Það er út frá þessu fjárfestaverndar sjónarmiði sem skráningin á að veita. Það er að segja að hluthafar hafi aðgang að þessum vettvangi hverju sinni og það er ein af þessari sérstöðu skráðra bréfa. Við stöndum þess vegna vörð um hana. Í því fellst fjárfestavernd, að það sé opið fyrir viðskipti,“ segir Páll. Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir Páll sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 „Yfirleitt þegar er lokað fyrir viðskipti með einstaka bréf, sem gerist sára sjaldan, þá er mögulega að vænta einhverra nýrra upplýsinga sem skipta verulegu máli og félögin hafa látið okkur vita af því og það er hætta á ójafnræði af þeim sökum, eða það hafa lekið út upplýsingar sem skapa hættu á ójafnræði,“ segir Páll. Í þeim tilvikum sé um að ræða annars konar tilvik þar sem aðstandendur Kauphallarinnar vita að upplýsingarnar eru á forræði skráða félagsins og það sé hægt að greiða úr þeim málum fljótt. „Og þar af leiðandi, ef það er lokað, þá vitum við að lokunin varir í skamman tíma. Þannig að þau tilvik eru allt annars eðlis.“ Eins og áður hefur verið greint frá er beðið eftir fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air en Páll telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð ef upplýsingar um útboðið leka út. „Ég tel ólíklegt að það yrði tilefni til stöðvunar viðskipta.“
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05
Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57
Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18