Hvert stefnir Reykjavík? Eyþór Arnalds skrifar 13. september 2018 10:00 Margir bundu þær vonir við Viðreisn að hugað yrði að þörfum atvinnulífsins í borginni. Mörg fyrirtæki sligast undan háum fasteignasköttum sem hafa hækkað mikið. Lofað er lækkun um 0,05% en bara í lok kjörtímabilsins. Gagnast fólki kannski á næsta kjörtímabili en þangað til hækkar fasteignamat og húsaleiga. Fáir möguleikar eru fyrir stofnanir og fyrirtæki á að fá lóðir í Reykjavík. Íslandsbanki fór í Kópavog. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór í Kópavog. WOW er að fara í Kópavog. Skiptir þetta máli? Já. Í fyrsta lagi missum við störf annað og veikjum þar með borgina sem búsetukost. Í öðru lagi missir borgin tekjur. Í þriðja lagi eykur þetta enn á samgönguvandann sem er í eðli sínu skipulagsvandi. Við lögðum til að Keldnalandið yrði skipulagt fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þannig getum við endurheimt samkeppnishæfni borgarinnar í atvinnumálum sem hefur hrakað á síðustu árum. Ekkert slíkt er að finna í stefnu þeirra flokka sem nú fara með völd.Það sem vantar Það er ekki bara að helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar „Miklabraut í stokk“ hafi horfið. Lítið er að finna um áherslur Viðreisnar í skólamálum, en fyrir kosningar var þessu lofað: „Við ætlum að draga úr miðstýringu og auka faglegt frelsi grunnskólakennara til að gera tilraunir með ólík kennsluform.“ Nú er sagt: „Megináhersla verður lögð á borgarreknar menntastofnanir.“ Ekki er að sjá að auka eigi faglegt frelsi og styrkja sjálfstæða skóla. Ekki er að finna nein markmið um skuldalækkun. Eða markmið um hagræðingu. Engin markmið eru um skilvirkari stjórnsýslu. Hvað þá um árangur í skólamálum. Markmið í ferðatíma og um minnkun tafatíma finnast ekki. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum fram tillögu um að loftgæði fari ekki yfir heilsufarsmörk. Það var samþykkt sem markmið. Við munum áfram stunda málefnalega baráttu fyrir bættri borg og benda á ágalla. Koma með málefnalegar tillögur til lausna. Það er okkar hlutverk.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Margir bundu þær vonir við Viðreisn að hugað yrði að þörfum atvinnulífsins í borginni. Mörg fyrirtæki sligast undan háum fasteignasköttum sem hafa hækkað mikið. Lofað er lækkun um 0,05% en bara í lok kjörtímabilsins. Gagnast fólki kannski á næsta kjörtímabili en þangað til hækkar fasteignamat og húsaleiga. Fáir möguleikar eru fyrir stofnanir og fyrirtæki á að fá lóðir í Reykjavík. Íslandsbanki fór í Kópavog. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór í Kópavog. WOW er að fara í Kópavog. Skiptir þetta máli? Já. Í fyrsta lagi missum við störf annað og veikjum þar með borgina sem búsetukost. Í öðru lagi missir borgin tekjur. Í þriðja lagi eykur þetta enn á samgönguvandann sem er í eðli sínu skipulagsvandi. Við lögðum til að Keldnalandið yrði skipulagt fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þannig getum við endurheimt samkeppnishæfni borgarinnar í atvinnumálum sem hefur hrakað á síðustu árum. Ekkert slíkt er að finna í stefnu þeirra flokka sem nú fara með völd.Það sem vantar Það er ekki bara að helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar „Miklabraut í stokk“ hafi horfið. Lítið er að finna um áherslur Viðreisnar í skólamálum, en fyrir kosningar var þessu lofað: „Við ætlum að draga úr miðstýringu og auka faglegt frelsi grunnskólakennara til að gera tilraunir með ólík kennsluform.“ Nú er sagt: „Megináhersla verður lögð á borgarreknar menntastofnanir.“ Ekki er að sjá að auka eigi faglegt frelsi og styrkja sjálfstæða skóla. Ekki er að finna nein markmið um skuldalækkun. Eða markmið um hagræðingu. Engin markmið eru um skilvirkari stjórnsýslu. Hvað þá um árangur í skólamálum. Markmið í ferðatíma og um minnkun tafatíma finnast ekki. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum fram tillögu um að loftgæði fari ekki yfir heilsufarsmörk. Það var samþykkt sem markmið. Við munum áfram stunda málefnalega baráttu fyrir bættri borg og benda á ágalla. Koma með málefnalegar tillögur til lausna. Það er okkar hlutverk.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun