Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir í fyrsta skipti Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2018 19:30 Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði upp á 560 milljónir króna á ári og fjölmiðlar í einkarekstri styrktir sérstaklega samkvæmt aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í dag. Þá verður fjórðungur kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka endurgreiddur af ríkinu. Aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, í dag miðar að því að efla hag íslenskunnar. Verja hana hvort sem er í bókum, fjölmiðlum eða í netheimum. Áætlað er að um 400 milljónir á ári fari til að greiða hluta kostnaðar ritstjórna einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpinu verður bannað að fá kostun á dagskrárliði og auglýsingatímar verða styttir úr átta mínútum á klukkustund í sex. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun leggja fram frumvarp um þetta á Alþingi strax upp úr áramótum. „Og við erum að fara með það í opið samráð í nóvember. Umfang þessarar aðgerðar er tæpur milljarður þegar við tökum saman þennan beina stuðning. Tölurnar benda til þess að þegar við setjum inn þessa fjárhæð séum við komin á sama stað og Norðurlöndin. Svo erum við að reyna að jafna samkeppnisstöðuna varðandi auglýsingamarkaðinn,“ segir Lilja.Frá fundinum í Vigdísarhúsi í dag.Vísir/BjörnTöluverður stuðningur er við einkarekina fjölmiðla á hinum Norðurlöndunum en hann hefur enginn verið hér á landi. Ríkisútvarpið fær hins vegar 4,6 milljarða í meðgjöf frá ríkinu og tekur inn um tvo milljarða á ári með auglýsingum. Þá verður virðisaukaskattur á rafrænar áskriftir lækkaður úr 24 prósentum í 11 prósent. Ráðherra mun einnig leggja fram frumvarp um stuðning við útgáfu íslenskra bóka, sem felur í sér endurgreiðslu á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bókanna, í stað þess að fara þá leið að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta þyrfti að ná yfir allar bækur (líka erlendar). Þá hefði aðgerðin orðið dýrari, ekki eins markviss. Þannig að við erum að fara nýja leið. Aðalatriðið er að við erum að ná markmiðinu sem ég er mjög ánægð með,“ segir Lilja. Auk þess verður gripið til aðgerða til að efla íslenskuna í netmiðlum, bæði talaða og skrifaða og menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir að kenslustundum í íslensku verði fjölgað, svo fátt eitt sé nefnt.Hér má sjá kynningu menntamálaráðherra í heild sinni. Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38 Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði upp á 560 milljónir króna á ári og fjölmiðlar í einkarekstri styrktir sérstaklega samkvæmt aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í dag. Þá verður fjórðungur kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka endurgreiddur af ríkinu. Aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, í dag miðar að því að efla hag íslenskunnar. Verja hana hvort sem er í bókum, fjölmiðlum eða í netheimum. Áætlað er að um 400 milljónir á ári fari til að greiða hluta kostnaðar ritstjórna einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpinu verður bannað að fá kostun á dagskrárliði og auglýsingatímar verða styttir úr átta mínútum á klukkustund í sex. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun leggja fram frumvarp um þetta á Alþingi strax upp úr áramótum. „Og við erum að fara með það í opið samráð í nóvember. Umfang þessarar aðgerðar er tæpur milljarður þegar við tökum saman þennan beina stuðning. Tölurnar benda til þess að þegar við setjum inn þessa fjárhæð séum við komin á sama stað og Norðurlöndin. Svo erum við að reyna að jafna samkeppnisstöðuna varðandi auglýsingamarkaðinn,“ segir Lilja.Frá fundinum í Vigdísarhúsi í dag.Vísir/BjörnTöluverður stuðningur er við einkarekina fjölmiðla á hinum Norðurlöndunum en hann hefur enginn verið hér á landi. Ríkisútvarpið fær hins vegar 4,6 milljarða í meðgjöf frá ríkinu og tekur inn um tvo milljarða á ári með auglýsingum. Þá verður virðisaukaskattur á rafrænar áskriftir lækkaður úr 24 prósentum í 11 prósent. Ráðherra mun einnig leggja fram frumvarp um stuðning við útgáfu íslenskra bóka, sem felur í sér endurgreiðslu á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bókanna, í stað þess að fara þá leið að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta þyrfti að ná yfir allar bækur (líka erlendar). Þá hefði aðgerðin orðið dýrari, ekki eins markviss. Þannig að við erum að fara nýja leið. Aðalatriðið er að við erum að ná markmiðinu sem ég er mjög ánægð með,“ segir Lilja. Auk þess verður gripið til aðgerða til að efla íslenskuna í netmiðlum, bæði talaða og skrifaða og menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir að kenslustundum í íslensku verði fjölgað, svo fátt eitt sé nefnt.Hér má sjá kynningu menntamálaráðherra í heild sinni.
Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38 Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38
Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26
Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30