Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði að erfitt hefði verið að fylgjast með Framsókn gefa eftir sín helstu kosningaloforð í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigmundur gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur fyrir að útlista aðeins „göfug stefnumál“ en að leggja ekki til neinar aðferðir. „Hvernig á að ná markmiðunum?“ spurði Sigmundur Davíð. Það litla sem hafi verið sagt um það hafi verið „í anda sýndarpólitíkur og kerfisvæðingar.“ Þá sagði hann jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar „stolnar fjaðrir“ og að hann minnti að Viðreisn hafi átt veg og vanda að henni á sínum tíma. „En málið er jafnvitlaust fyrir það,“ bætti Sigmundur þó við og uppskar hlátur úr sal.Átakanleg svik Framsóknarflokksins við landsbyggðina Sigmundur var einnig harðorður í garð nýrrar loftslagsáætlunar sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag. Hann sagði áætlunina aðallega snúast um bönn og sýndaraðgerðir. Þá væri fjölgun rafmagnsbíla vissulega göfugt markmið, en að fráleitt sé að bensín og díselbílar verði bannaðir. Einhverjar undanþágur yrðu þó fyrir fólk á einhverjum stöðum á landsbyggðinni. „Ætli þeir fái að koma til borgarinnar á bensínbílunum sínum eða verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Að síðustu sagði Sigmundur að þungbært væri að horfa upp á Framsóknarflokkinn gefa upp öll sín stærstu kosningaloforð fyrir þrjá ráðherrastóla. Um sé að ræða átakanleg svik Framsóknar við landsbyggðina og innlenda matvælaframleiðslu. Þá lauk hann ræðunni með lokaskoti á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: „Við erum með ríkisstjórn sem snýst bara um eitt, hún snýst bara um sjálfa sig.“ Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði að erfitt hefði verið að fylgjast með Framsókn gefa eftir sín helstu kosningaloforð í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigmundur gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur fyrir að útlista aðeins „göfug stefnumál“ en að leggja ekki til neinar aðferðir. „Hvernig á að ná markmiðunum?“ spurði Sigmundur Davíð. Það litla sem hafi verið sagt um það hafi verið „í anda sýndarpólitíkur og kerfisvæðingar.“ Þá sagði hann jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar „stolnar fjaðrir“ og að hann minnti að Viðreisn hafi átt veg og vanda að henni á sínum tíma. „En málið er jafnvitlaust fyrir það,“ bætti Sigmundur þó við og uppskar hlátur úr sal.Átakanleg svik Framsóknarflokksins við landsbyggðina Sigmundur var einnig harðorður í garð nýrrar loftslagsáætlunar sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag. Hann sagði áætlunina aðallega snúast um bönn og sýndaraðgerðir. Þá væri fjölgun rafmagnsbíla vissulega göfugt markmið, en að fráleitt sé að bensín og díselbílar verði bannaðir. Einhverjar undanþágur yrðu þó fyrir fólk á einhverjum stöðum á landsbyggðinni. „Ætli þeir fái að koma til borgarinnar á bensínbílunum sínum eða verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Að síðustu sagði Sigmundur að þungbært væri að horfa upp á Framsóknarflokkinn gefa upp öll sín stærstu kosningaloforð fyrir þrjá ráðherrastóla. Um sé að ræða átakanleg svik Framsóknar við landsbyggðina og innlenda matvælaframleiðslu. Þá lauk hann ræðunni með lokaskoti á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: „Við erum með ríkisstjórn sem snýst bara um eitt, hún snýst bara um sjálfa sig.“
Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00