Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2018 05:30 Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Vísir/Vilhelm Afar ólíklegt er talið að stóru bankarnir þrír muni koma að fjármögnun WOW air, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en forsvarmenn þess hafa meðal annars leitað liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. Á síðustu dögum hafa Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi, komið í auknum mæli að þeirri vinnu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,3 prósent í viðskiptum gærdagsins en viðmælendur Fréttablaðsins segja að hækkunina megi að hluta rekja til væntinga fjárfesta um að WOW air takist að ljúka útboðinu. Flugfélagið skilaði inn ársreikningi vegna síðasta árs til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra í fyrradag en þess hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu. Olíukostnaður WOW air nam 122,3 milljónum dala, sem jafngildir 13,8 milljörðum króna, á síðasta ári og meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári þegar hann var 60,8 milljónir dala, jafnvirði 6,9 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi flugfélagsins. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 20 prósent á síðasta ári en hækkunin hefur verið enn meiri, yfir 30 prósent, það sem af er þessu ári. Olíukostnaðurinn nam ríflega 25 prósentum af tekjum WOW air í fyrra en hlutfallið var 19,8 prósent árið 2016. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Afar ólíklegt er talið að stóru bankarnir þrír muni koma að fjármögnun WOW air, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en forsvarmenn þess hafa meðal annars leitað liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. Á síðustu dögum hafa Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi, komið í auknum mæli að þeirri vinnu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,3 prósent í viðskiptum gærdagsins en viðmælendur Fréttablaðsins segja að hækkunina megi að hluta rekja til væntinga fjárfesta um að WOW air takist að ljúka útboðinu. Flugfélagið skilaði inn ársreikningi vegna síðasta árs til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra í fyrradag en þess hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu. Olíukostnaður WOW air nam 122,3 milljónum dala, sem jafngildir 13,8 milljörðum króna, á síðasta ári og meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári þegar hann var 60,8 milljónir dala, jafnvirði 6,9 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi flugfélagsins. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 20 prósent á síðasta ári en hækkunin hefur verið enn meiri, yfir 30 prósent, það sem af er þessu ári. Olíukostnaðurinn nam ríflega 25 prósentum af tekjum WOW air í fyrra en hlutfallið var 19,8 prósent árið 2016.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira