Sýkna dugar ekki til að mati verjenda málsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. september 2018 07:00 Sævar Marinó Ciesielski gefur vitnisburð við aðalmeðferð í Hæstarétti árið 1980. mynd/ljósmyndasafn Reykjavíkur „Ég fer fram á að skjólstæðingur minn verði ekki aðeins sýknaður heldur verði hann lýstur saklaus í forsendum dómsins,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Munnlegur málflutningur fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Þar sem bæði ákæruvaldið og ákærðu gera sýknukröfur í málinu er vandséð að Hæstiréttur geti sakfellt á ný. Ragnar segir að þrátt fyrir það skipti miklu máli hvernig forsendur sýknudóms verði orðaðar. Málflutningurinn í dag og á morgun snúist því um meira en sekt eða sýknu.Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Sævar Ciesielski,„Sýkna þýðir auðvitað ekkert annað en að ekki hafi tekist að sanna sektina,“ segir Ragnar. Í dómi þyrfti líka að gagnrýna málsmeðferðina alla, á rannsóknarstigi, fyrir sakadómi Reykjavíkur og fyrir Hæstarétti. „Það þarf að loka þessu máli og senda boð til framtíðarinnar svo þetta gerist síður aftur.“ Hann segir að í málflutningi í dag verði fjallað um óheiðarlega og ómálefnalega málsmeðferð og sönnunarmat; hvernig frásagnir voru fengnar fram og hvernig þær voru síðar metnar af dómstólunum. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinós Ciesielski, tekur undir með Ragnari. Hann segir dómþola og aðstandendur þeirra eiga rétt á því að horfst verði í augu við staðreyndir. „Það er algjörlega augljóst að það sem byggt var á á sínum tíma gerðist aldrei og það á að koma skýrt fram í forsendum dóms.“Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, fer fram á sýknu á grundvelli sönnunarskorts. Hann segir að þrátt fyrir að aðilar máls séu sammála um sýknukröfur hafi menn ólík sjónarmið um hvaða rök séu mikilvægust í því sambandi og hvernig þau verði sett fram. Búast megi við að málflutningurinn snúist um þessi atriði.Enn er ekki útilokað að Hæstiréttur vísi málinu frá á þeim grundvelli að úrskurður endurupptökunefndar sé ólögmætur. Verjendur telja þó ekki miklar líkur á frávísun enda hafi ekkert komið upp í undirbúningi málsins sem bendi til þess. Ragnar bendir þó á að rétturinn skammti málinu afar stuttan tíma í málflutningi og spyr sig hverju það sæti. „Það er óskiljanlegt að Hæstiréttur geti ekki lagt á sig örfáa klukkutíma í viðbót í þessu máli sem er skandall í sögu réttarins og reynt að rétta það við og ávinna sér traust meðal almennings.“Þeir Oddgeir eru sammála um að málið hefði þarfnast mun ítarlegri umfjöllunar. Þannig hafði Oddgeir til dæmis óskað eftir 5 klukkustundum til að gera grein fyrir máli Sævars, en aðeins fengið einn og hálfan tíma. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
„Ég fer fram á að skjólstæðingur minn verði ekki aðeins sýknaður heldur verði hann lýstur saklaus í forsendum dómsins,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Munnlegur málflutningur fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Þar sem bæði ákæruvaldið og ákærðu gera sýknukröfur í málinu er vandséð að Hæstiréttur geti sakfellt á ný. Ragnar segir að þrátt fyrir það skipti miklu máli hvernig forsendur sýknudóms verði orðaðar. Málflutningurinn í dag og á morgun snúist því um meira en sekt eða sýknu.Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Sævar Ciesielski,„Sýkna þýðir auðvitað ekkert annað en að ekki hafi tekist að sanna sektina,“ segir Ragnar. Í dómi þyrfti líka að gagnrýna málsmeðferðina alla, á rannsóknarstigi, fyrir sakadómi Reykjavíkur og fyrir Hæstarétti. „Það þarf að loka þessu máli og senda boð til framtíðarinnar svo þetta gerist síður aftur.“ Hann segir að í málflutningi í dag verði fjallað um óheiðarlega og ómálefnalega málsmeðferð og sönnunarmat; hvernig frásagnir voru fengnar fram og hvernig þær voru síðar metnar af dómstólunum. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinós Ciesielski, tekur undir með Ragnari. Hann segir dómþola og aðstandendur þeirra eiga rétt á því að horfst verði í augu við staðreyndir. „Það er algjörlega augljóst að það sem byggt var á á sínum tíma gerðist aldrei og það á að koma skýrt fram í forsendum dóms.“Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, fer fram á sýknu á grundvelli sönnunarskorts. Hann segir að þrátt fyrir að aðilar máls séu sammála um sýknukröfur hafi menn ólík sjónarmið um hvaða rök séu mikilvægust í því sambandi og hvernig þau verði sett fram. Búast megi við að málflutningurinn snúist um þessi atriði.Enn er ekki útilokað að Hæstiréttur vísi málinu frá á þeim grundvelli að úrskurður endurupptökunefndar sé ólögmætur. Verjendur telja þó ekki miklar líkur á frávísun enda hafi ekkert komið upp í undirbúningi málsins sem bendi til þess. Ragnar bendir þó á að rétturinn skammti málinu afar stuttan tíma í málflutningi og spyr sig hverju það sæti. „Það er óskiljanlegt að Hæstiréttur geti ekki lagt á sig örfáa klukkutíma í viðbót í þessu máli sem er skandall í sögu réttarins og reynt að rétta það við og ávinna sér traust meðal almennings.“Þeir Oddgeir eru sammála um að málið hefði þarfnast mun ítarlegri umfjöllunar. Þannig hafði Oddgeir til dæmis óskað eftir 5 klukkustundum til að gera grein fyrir máli Sævars, en aðeins fengið einn og hálfan tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira