Tvöfaldur Ólympíumeistari lamaðist á æfingu: „Ég lærði að það er í lagi að gráta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2018 08:30 Kristina Vogel verður í hjólastól það sem að eftir er. vísir/getty Kristina Vogel er einn besti innanhúshjólreiðamaður seinni tíma en hún vann bæði gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og í Ríó árið 2016. Hún keppir ekki aftur í íþróttinni sem hún elskar því að hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í lok júní á þessu ári sem varð til þess að hún lamaðist og er nú í hjólastól. „Það stóra í þessu var að læra að það er í lagi að gráta. Ég var aldrei týpan sem að grét mikið, sérstaklega ekki þegar að ég vann gullverðlaunin. Ég grét aldrei,“ segir Vogel í viðtali við BBC.Vogel með gullið í Ríó.vísir/gettyMænan í sundur „Stór hluti fjölskyldu minnar og vina hafði aldrei séð mig gráta. En það er í lagi að gráta og líða illa út af þessu. Þetta er slæmt. Ég mun aldrei ganga aftur. Stundum hringi ég í vini mína og við grátum saman í nokkrar mínútur en svo þverra ég tárin og við höldum áfram,“ segir Vogel. Það var 26. júní á þessu ári á hefðbundinni æfingu í Cottbus í Þýskalandi sem að líf Kristinu Vogel breyttist að eilífu. Hraðinn í innanhúshjólreiðum er gífurlegur og lenti hún í árekstri við hollenskan hjólreiðagarp á 65 kílómetra hraða. Höggið varð til þess að mænan á Vogel klipptist í sundur við sjöunda hryggjarlið og afleiðingarnar hefðu vart getað verið verri.Kristina Vogel var ein sú besta.vísir/gettyAllt svart „Þetta var venjulegur dagur. Við vorum búin að undirbúa ýmislegt vegna afmælis Max Levys félaga míns. Ég var að æfa með öðrum liðsfélaga mínum, Pauline Grabosch. Hún var á undan mér, síðan fór hún af stað og síðan man ég ekki meira. Allt verður svart,“ segir Vogel. „Ég rankaði við mér á brautinni og hugsaði bara: „Andaðu, andaðu.“ Skórnir voru teknir af mér og ég fann ekki fyrir fótunum.“ „Ég missti mig ekkert. Ég bað Max Levy bara um að halda í höndina á mér. Ég var hræddari við að vera ein en að geta aldrei gengið aftur. Ég vildi bara að einhver væri hjá mér. Það er kannski svolítið heimskulegt, eða hvað?“ segir Kristina VogeL. Á mögnuðum ferli varð Kristna Vogel tvöfaldur Ólympíumeistari og þá vann hún ellefu heimsmeistaratitla. Aðrar íþróttir Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Kristina Vogel er einn besti innanhúshjólreiðamaður seinni tíma en hún vann bæði gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og í Ríó árið 2016. Hún keppir ekki aftur í íþróttinni sem hún elskar því að hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í lok júní á þessu ári sem varð til þess að hún lamaðist og er nú í hjólastól. „Það stóra í þessu var að læra að það er í lagi að gráta. Ég var aldrei týpan sem að grét mikið, sérstaklega ekki þegar að ég vann gullverðlaunin. Ég grét aldrei,“ segir Vogel í viðtali við BBC.Vogel með gullið í Ríó.vísir/gettyMænan í sundur „Stór hluti fjölskyldu minnar og vina hafði aldrei séð mig gráta. En það er í lagi að gráta og líða illa út af þessu. Þetta er slæmt. Ég mun aldrei ganga aftur. Stundum hringi ég í vini mína og við grátum saman í nokkrar mínútur en svo þverra ég tárin og við höldum áfram,“ segir Vogel. Það var 26. júní á þessu ári á hefðbundinni æfingu í Cottbus í Þýskalandi sem að líf Kristinu Vogel breyttist að eilífu. Hraðinn í innanhúshjólreiðum er gífurlegur og lenti hún í árekstri við hollenskan hjólreiðagarp á 65 kílómetra hraða. Höggið varð til þess að mænan á Vogel klipptist í sundur við sjöunda hryggjarlið og afleiðingarnar hefðu vart getað verið verri.Kristina Vogel var ein sú besta.vísir/gettyAllt svart „Þetta var venjulegur dagur. Við vorum búin að undirbúa ýmislegt vegna afmælis Max Levys félaga míns. Ég var að æfa með öðrum liðsfélaga mínum, Pauline Grabosch. Hún var á undan mér, síðan fór hún af stað og síðan man ég ekki meira. Allt verður svart,“ segir Vogel. „Ég rankaði við mér á brautinni og hugsaði bara: „Andaðu, andaðu.“ Skórnir voru teknir af mér og ég fann ekki fyrir fótunum.“ „Ég missti mig ekkert. Ég bað Max Levy bara um að halda í höndina á mér. Ég var hræddari við að vera ein en að geta aldrei gengið aftur. Ég vildi bara að einhver væri hjá mér. Það er kannski svolítið heimskulegt, eða hvað?“ segir Kristina VogeL. Á mögnuðum ferli varð Kristna Vogel tvöfaldur Ólympíumeistari og þá vann hún ellefu heimsmeistaratitla.
Aðrar íþróttir Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira