Skúli nálgast endamarkið Hörður Ægisson skrifar 14. september 2018 06:00 Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútboðinu ljúki í dag, föstudag, en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra. Vísir/vilhelm WOW air er á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn svo að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, 50 milljónir evra, jafnvirði um 6,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar félagsins voru í gærkvöldi, skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun, þannig búnir að fá erlenda fjárfesta til að skrá sig fyrir að lágmarki um 45 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútboðinu ljúki í dag, föstudag, en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra. Samkvæmt tveimur heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, þá er jafnframt stefnt að því að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, fái inn fjárfesti að flugfélaginu sem myndi leggja því til nýtt hlutafé upp á tugi milljóna evra samhliða því að skuldabréfaútboðið verður klárað. Ekki liggur fyrir hversu stóran hlut hann myndi eignast í félaginu verði þau áform að veruleika. Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent um mitt þetta ár og eigið fé þess um 20 milljónir Bandaríkjadala. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því á síðustu dögum að fá erlenda fjárfesta til að taka þátt í útboði WOW air eru Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, en fyrir tilstuðlan félagsins hefur bandarískur fjárfestingarsjóður skráð sig fyrir um 10 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto, sem hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, hefur hins vegar tryggt fjármagn frá erlendum fjárfestum fyrir um 35 milljónir evra. Ráðgjafar flugfélagsins, meðal annars frá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance, sem hefur hjálpað WOW air við að kynna útboðið hér á landi fyrir fjárfestum, unnu að því hörðum höndum síðla dags í gær að fá íslenska fjárfesta til að leggja félaginu til fjármagn. Þannig var leitað liðsinnis ýmissa umsvifamikilla einkafjárfesta og þá var rætt við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna en ekki lá fyrir í gærkvöldi hvort þeir myndu hafa einhverja aðkomu að útboðinu. Einn af þeim möguleikum sem stjórnendur og ráðgjafar WOW air skoðuðu af alvöru í vikunni var að fá stóru viðskiptabankana þrjá til að koma að fjármögnun félagsins í tengslum við skuldabréfaútboðið. Þær hugmyndir fólust í sambankaláni, sem myndi tryggja að lágmarksstærð útboðsins yrði náð, en fljótlega varð hins vegar ljóst að ekkert yrði af þeim áformum þar sem mismikill áhugi var fyrir því hjá bönkunum að hafa aðkomu að slíkri lánveitingu. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé á 20 til 25 prósenta afslætti, þegar félagið verður skráð á markað, sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna en kauprétturinn verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en greinendur Pareto spá því að félagið skili tapi upp á 3,4 milljarða króna í ár. Samkvæmt áætlunum WOW air er gert ráð fyrir verulegum viðsnúningi á næstu mánuðum og misserum og að félagið skili þannig hagnaði upp á um tvo milljarða króna á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
WOW air er á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn svo að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, 50 milljónir evra, jafnvirði um 6,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar félagsins voru í gærkvöldi, skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun, þannig búnir að fá erlenda fjárfesta til að skrá sig fyrir að lágmarki um 45 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútboðinu ljúki í dag, föstudag, en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra. Samkvæmt tveimur heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, þá er jafnframt stefnt að því að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, fái inn fjárfesti að flugfélaginu sem myndi leggja því til nýtt hlutafé upp á tugi milljóna evra samhliða því að skuldabréfaútboðið verður klárað. Ekki liggur fyrir hversu stóran hlut hann myndi eignast í félaginu verði þau áform að veruleika. Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent um mitt þetta ár og eigið fé þess um 20 milljónir Bandaríkjadala. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því á síðustu dögum að fá erlenda fjárfesta til að taka þátt í útboði WOW air eru Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, en fyrir tilstuðlan félagsins hefur bandarískur fjárfestingarsjóður skráð sig fyrir um 10 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto, sem hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, hefur hins vegar tryggt fjármagn frá erlendum fjárfestum fyrir um 35 milljónir evra. Ráðgjafar flugfélagsins, meðal annars frá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance, sem hefur hjálpað WOW air við að kynna útboðið hér á landi fyrir fjárfestum, unnu að því hörðum höndum síðla dags í gær að fá íslenska fjárfesta til að leggja félaginu til fjármagn. Þannig var leitað liðsinnis ýmissa umsvifamikilla einkafjárfesta og þá var rætt við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna en ekki lá fyrir í gærkvöldi hvort þeir myndu hafa einhverja aðkomu að útboðinu. Einn af þeim möguleikum sem stjórnendur og ráðgjafar WOW air skoðuðu af alvöru í vikunni var að fá stóru viðskiptabankana þrjá til að koma að fjármögnun félagsins í tengslum við skuldabréfaútboðið. Þær hugmyndir fólust í sambankaláni, sem myndi tryggja að lágmarksstærð útboðsins yrði náð, en fljótlega varð hins vegar ljóst að ekkert yrði af þeim áformum þar sem mismikill áhugi var fyrir því hjá bönkunum að hafa aðkomu að slíkri lánveitingu. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé á 20 til 25 prósenta afslætti, þegar félagið verður skráð á markað, sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna en kauprétturinn verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en greinendur Pareto spá því að félagið skili tapi upp á 3,4 milljarða króna í ár. Samkvæmt áætlunum WOW air er gert ráð fyrir verulegum viðsnúningi á næstu mánuðum og misserum og að félagið skili þannig hagnaði upp á um tvo milljarða króna á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira