Skúli nálgast endamarkið Hörður Ægisson skrifar 14. september 2018 06:00 Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútboðinu ljúki í dag, föstudag, en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra. Vísir/vilhelm WOW air er á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn svo að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, 50 milljónir evra, jafnvirði um 6,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar félagsins voru í gærkvöldi, skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun, þannig búnir að fá erlenda fjárfesta til að skrá sig fyrir að lágmarki um 45 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútboðinu ljúki í dag, föstudag, en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra. Samkvæmt tveimur heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, þá er jafnframt stefnt að því að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, fái inn fjárfesti að flugfélaginu sem myndi leggja því til nýtt hlutafé upp á tugi milljóna evra samhliða því að skuldabréfaútboðið verður klárað. Ekki liggur fyrir hversu stóran hlut hann myndi eignast í félaginu verði þau áform að veruleika. Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent um mitt þetta ár og eigið fé þess um 20 milljónir Bandaríkjadala. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því á síðustu dögum að fá erlenda fjárfesta til að taka þátt í útboði WOW air eru Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, en fyrir tilstuðlan félagsins hefur bandarískur fjárfestingarsjóður skráð sig fyrir um 10 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto, sem hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, hefur hins vegar tryggt fjármagn frá erlendum fjárfestum fyrir um 35 milljónir evra. Ráðgjafar flugfélagsins, meðal annars frá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance, sem hefur hjálpað WOW air við að kynna útboðið hér á landi fyrir fjárfestum, unnu að því hörðum höndum síðla dags í gær að fá íslenska fjárfesta til að leggja félaginu til fjármagn. Þannig var leitað liðsinnis ýmissa umsvifamikilla einkafjárfesta og þá var rætt við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna en ekki lá fyrir í gærkvöldi hvort þeir myndu hafa einhverja aðkomu að útboðinu. Einn af þeim möguleikum sem stjórnendur og ráðgjafar WOW air skoðuðu af alvöru í vikunni var að fá stóru viðskiptabankana þrjá til að koma að fjármögnun félagsins í tengslum við skuldabréfaútboðið. Þær hugmyndir fólust í sambankaláni, sem myndi tryggja að lágmarksstærð útboðsins yrði náð, en fljótlega varð hins vegar ljóst að ekkert yrði af þeim áformum þar sem mismikill áhugi var fyrir því hjá bönkunum að hafa aðkomu að slíkri lánveitingu. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé á 20 til 25 prósenta afslætti, þegar félagið verður skráð á markað, sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna en kauprétturinn verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en greinendur Pareto spá því að félagið skili tapi upp á 3,4 milljarða króna í ár. Samkvæmt áætlunum WOW air er gert ráð fyrir verulegum viðsnúningi á næstu mánuðum og misserum og að félagið skili þannig hagnaði upp á um tvo milljarða króna á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
WOW air er á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn svo að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, 50 milljónir evra, jafnvirði um 6,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar félagsins voru í gærkvöldi, skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun, þannig búnir að fá erlenda fjárfesta til að skrá sig fyrir að lágmarki um 45 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútboðinu ljúki í dag, föstudag, en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra. Samkvæmt tveimur heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, þá er jafnframt stefnt að því að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, fái inn fjárfesti að flugfélaginu sem myndi leggja því til nýtt hlutafé upp á tugi milljóna evra samhliða því að skuldabréfaútboðið verður klárað. Ekki liggur fyrir hversu stóran hlut hann myndi eignast í félaginu verði þau áform að veruleika. Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent um mitt þetta ár og eigið fé þess um 20 milljónir Bandaríkjadala. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því á síðustu dögum að fá erlenda fjárfesta til að taka þátt í útboði WOW air eru Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, en fyrir tilstuðlan félagsins hefur bandarískur fjárfestingarsjóður skráð sig fyrir um 10 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto, sem hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, hefur hins vegar tryggt fjármagn frá erlendum fjárfestum fyrir um 35 milljónir evra. Ráðgjafar flugfélagsins, meðal annars frá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance, sem hefur hjálpað WOW air við að kynna útboðið hér á landi fyrir fjárfestum, unnu að því hörðum höndum síðla dags í gær að fá íslenska fjárfesta til að leggja félaginu til fjármagn. Þannig var leitað liðsinnis ýmissa umsvifamikilla einkafjárfesta og þá var rætt við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna en ekki lá fyrir í gærkvöldi hvort þeir myndu hafa einhverja aðkomu að útboðinu. Einn af þeim möguleikum sem stjórnendur og ráðgjafar WOW air skoðuðu af alvöru í vikunni var að fá stóru viðskiptabankana þrjá til að koma að fjármögnun félagsins í tengslum við skuldabréfaútboðið. Þær hugmyndir fólust í sambankaláni, sem myndi tryggja að lágmarksstærð útboðsins yrði náð, en fljótlega varð hins vegar ljóst að ekkert yrði af þeim áformum þar sem mismikill áhugi var fyrir því hjá bönkunum að hafa aðkomu að slíkri lánveitingu. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé á 20 til 25 prósenta afslætti, þegar félagið verður skráð á markað, sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna en kauprétturinn verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en greinendur Pareto spá því að félagið skili tapi upp á 3,4 milljarða króna í ár. Samkvæmt áætlunum WOW air er gert ráð fyrir verulegum viðsnúningi á næstu mánuðum og misserum og að félagið skili þannig hagnaði upp á um tvo milljarða króna á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira