Fyrrverandi kosningastjóri Trump sagður semja við saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2018 11:14 Paul Manafort, þegar hann stýrði framboði Trump. Vísir/Getty Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er nú sagður ræða við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um játningarkaup í máli sem varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Manafort hefur þegar verið sakfelldur í öðru máli fyrir fjársvik.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Manafort sé nærri því að ná samkomulagi við saksóknarana. Ekki liggur fyrir hvort að slíkt samkomulag fæli í sér að Manafort veitti sérstaka rannsakandanum upplýsingar sem gætu nýst honum í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússar fyrir kosningarnar árið 2016. Réttarhöld í máli gegn Manafort þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti á fjármunum sem hann fékk fyrir störf fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlends ríkis eiga að hefjast í Washington-borg í þessum mánuði. Nái Manafort samkomulagi um að játa á sig brot gegn vægari refsingu myndi hann forðast önnur réttarhöld. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir skattalagabrot og að svíkja út bankalán í Virginíu. Fyrir þau brot gæti hann átt átta til tíu ára fangelsi yfir höfði sér en Manafort er 69 ára gamall. Manafort var kosningarstjóri Trump um fimm mánaða skeið en lét af störfum í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá ríkisstjórn Janúkóvitsj sem var höll undir stjórnvöld í Rússlandi. Trump forseti hefur lofað Manafort fyrir að vinna ekki með saksóknurum, ólíkt Michael Cohen, fyrrverandi persónulegum lögmanni forsetans. Miklar vangaveltur hafa verið um að Manafort gæti kosið að hjálpa rannsókn Mueller ekki í þeirri von að Trump náði hann. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitaði að útiloka þann möguleika við Politico fyrr í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er nú sagður ræða við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um játningarkaup í máli sem varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Manafort hefur þegar verið sakfelldur í öðru máli fyrir fjársvik.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Manafort sé nærri því að ná samkomulagi við saksóknarana. Ekki liggur fyrir hvort að slíkt samkomulag fæli í sér að Manafort veitti sérstaka rannsakandanum upplýsingar sem gætu nýst honum í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússar fyrir kosningarnar árið 2016. Réttarhöld í máli gegn Manafort þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti á fjármunum sem hann fékk fyrir störf fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlends ríkis eiga að hefjast í Washington-borg í þessum mánuði. Nái Manafort samkomulagi um að játa á sig brot gegn vægari refsingu myndi hann forðast önnur réttarhöld. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir skattalagabrot og að svíkja út bankalán í Virginíu. Fyrir þau brot gæti hann átt átta til tíu ára fangelsi yfir höfði sér en Manafort er 69 ára gamall. Manafort var kosningarstjóri Trump um fimm mánaða skeið en lét af störfum í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá ríkisstjórn Janúkóvitsj sem var höll undir stjórnvöld í Rússlandi. Trump forseti hefur lofað Manafort fyrir að vinna ekki með saksóknurum, ólíkt Michael Cohen, fyrrverandi persónulegum lögmanni forsetans. Miklar vangaveltur hafa verið um að Manafort gæti kosið að hjálpa rannsókn Mueller ekki í þeirri von að Trump náði hann. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitaði að útiloka þann möguleika við Politico fyrr í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30
Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24