Hagsmunamat Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. september 2018 08:00 Liðin vika hefur verið undirlögð fregnum af skuldabréfaútboði WOW air og framtíð félagsins. Ljóst er að ýmislegt hefur gengið á. Fjármálamarkaðir hafa sveiflast í takt við fréttir fjölmiðla af málinu. Krónan hefur ýmist styrkst eða veikst og hlutabréfaverð sveiflast. Í gær barst svo tilkynning um að fjármögnuninni væri um það bil lokið. Forsvarsmönnum WOW hefur því tekist, að minnsta kosti í bili, að létta því óvissuástandi sem hefur varað. Lengi hefur verið vitað að WOW stæði tæpt ef ekki fengist nýtt fé að félaginu. Fyrir síðustu helgi bárust fregnir af því að forsvarsmenn WOW hefðu fundað með stjórnvöldum. Þá var því lofað að mál myndu skýrast á þriðjudag, svo frestað fram á föstudag þar til tilkynning barst síðdegis í gær. Óvissa er aldrei jákvæð í fyrirtækjarekstri. Ómögulegt er annað en að ástandið hafi haft áhrif á miðapantanir hjá WOW. Venjulegt fólk vill ekki taka áhættu með fríið sitt. Slíkur ótti kann að vera óþarfur, en hann er mannlegur. Birgjar og aðrir sem eiga í viðskiptum við félagið hljóta sömuleiðis að hafa verið órólegir. Mikilvægt er að hraða för þegar svona aðstæður skapast. Óvissan ein og sér getur grandað fyrirtækjum ef ekki er varlega farið. Skera þarf á hnútinn. Af eða á. Það gerðu Skúli Mogensen og félagar í gær. Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað beri að gera í stöðu sem þessari þegar óvissa er uppi um rekstrarhæfi félags sem talist getur kerfislega mikilvægt. Í bankahruninu var stærð íslenska bankakerfisins slík að ríkissjóður hefði aldrei ráðið við að bjarga bönkunum. Sennilega varð það okkur til happs. Hvað varðar flugfélögin er staðan önnur, raunar vill það oft gleymast að íslenska ríkið hefur lagt Icelandair og forverum þess félags lið, til dæmis í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Hjá WOW starfa ríflega þúsund manns. Afleidd störf skipta nokkrum þúsundum. Flugfélagið flytur þriðja hvern farþega til landsins. Í tilviki Icelandair eru breyturnar enn stærri, og sveiflur í hlutabréfavirði undanfarna daga og misseri segja okkur að fjárfestar eru langt í frá sannfærðir um að viðsnúnings í rekstri félagsins sé að vænta. Fall annars eða beggja flugfélaganna myndi óhjákvæmilega hafa slæmar efnahagslegar afleiðingar. Að minnsta kosti til skamms tíma. Krónan myndi veikjast verulega. Eignaverð lækka. Efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu væri teflt í tvísýnu. Það gæti verið skynsamleg fjárfesting af hálfu ríkisins að veita flugfélagi liðsinni ef út í það færi. Staðreyndin er sú að fjárþörf WOW í tengslum við útboðið var ekki stórkostleg í samhengi við fjármál ríkisins. Nokkurra milljarða framlag til að koma félaginu fyrir horn hefði því getað verið skynsamleg ráðstöfun. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri, jafnvel þótt einhverjir í ríkisstjórninni myndu sennilega sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni. Vonandi hafa stjórnvöld lagt upp í svipaðar bollaleggingar og gert upp hug sinn ef til kæmi. Eins og svo oft í viðskiptum og lífinu almennt yrði hik sennilega sama og tap í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Liðin vika hefur verið undirlögð fregnum af skuldabréfaútboði WOW air og framtíð félagsins. Ljóst er að ýmislegt hefur gengið á. Fjármálamarkaðir hafa sveiflast í takt við fréttir fjölmiðla af málinu. Krónan hefur ýmist styrkst eða veikst og hlutabréfaverð sveiflast. Í gær barst svo tilkynning um að fjármögnuninni væri um það bil lokið. Forsvarsmönnum WOW hefur því tekist, að minnsta kosti í bili, að létta því óvissuástandi sem hefur varað. Lengi hefur verið vitað að WOW stæði tæpt ef ekki fengist nýtt fé að félaginu. Fyrir síðustu helgi bárust fregnir af því að forsvarsmenn WOW hefðu fundað með stjórnvöldum. Þá var því lofað að mál myndu skýrast á þriðjudag, svo frestað fram á föstudag þar til tilkynning barst síðdegis í gær. Óvissa er aldrei jákvæð í fyrirtækjarekstri. Ómögulegt er annað en að ástandið hafi haft áhrif á miðapantanir hjá WOW. Venjulegt fólk vill ekki taka áhættu með fríið sitt. Slíkur ótti kann að vera óþarfur, en hann er mannlegur. Birgjar og aðrir sem eiga í viðskiptum við félagið hljóta sömuleiðis að hafa verið órólegir. Mikilvægt er að hraða för þegar svona aðstæður skapast. Óvissan ein og sér getur grandað fyrirtækjum ef ekki er varlega farið. Skera þarf á hnútinn. Af eða á. Það gerðu Skúli Mogensen og félagar í gær. Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað beri að gera í stöðu sem þessari þegar óvissa er uppi um rekstrarhæfi félags sem talist getur kerfislega mikilvægt. Í bankahruninu var stærð íslenska bankakerfisins slík að ríkissjóður hefði aldrei ráðið við að bjarga bönkunum. Sennilega varð það okkur til happs. Hvað varðar flugfélögin er staðan önnur, raunar vill það oft gleymast að íslenska ríkið hefur lagt Icelandair og forverum þess félags lið, til dæmis í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Hjá WOW starfa ríflega þúsund manns. Afleidd störf skipta nokkrum þúsundum. Flugfélagið flytur þriðja hvern farþega til landsins. Í tilviki Icelandair eru breyturnar enn stærri, og sveiflur í hlutabréfavirði undanfarna daga og misseri segja okkur að fjárfestar eru langt í frá sannfærðir um að viðsnúnings í rekstri félagsins sé að vænta. Fall annars eða beggja flugfélaganna myndi óhjákvæmilega hafa slæmar efnahagslegar afleiðingar. Að minnsta kosti til skamms tíma. Krónan myndi veikjast verulega. Eignaverð lækka. Efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu væri teflt í tvísýnu. Það gæti verið skynsamleg fjárfesting af hálfu ríkisins að veita flugfélagi liðsinni ef út í það færi. Staðreyndin er sú að fjárþörf WOW í tengslum við útboðið var ekki stórkostleg í samhengi við fjármál ríkisins. Nokkurra milljarða framlag til að koma félaginu fyrir horn hefði því getað verið skynsamleg ráðstöfun. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri, jafnvel þótt einhverjir í ríkisstjórninni myndu sennilega sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni. Vonandi hafa stjórnvöld lagt upp í svipaðar bollaleggingar og gert upp hug sinn ef til kæmi. Eins og svo oft í viðskiptum og lífinu almennt yrði hik sennilega sama og tap í þeim efnum.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun