Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2018 22:30 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands og formaður jafnaðarmannaflokksins Siumut. Vísir/AFP Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. Borgarstjórnin í Nuuk fagnar samningi við Dani um flugvallauppbyggingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstjórn Grænlands sprakk um síðustu helgi þegar forsætisráðherrann og leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, Kim Kielsen, ákvað að skrifa upp á samning við danska forsætisráðherrann um að Danir leggi til tugi milljarða króna til uppbyggingar flugvallakerfis landsins. Einn fjögurra stjórnarflokka yfirgaf stjórnarsamstarfið og efndi til mótmæla og einnig hefur einn þingmanna Siumut lýst yfir andstöðu við samninginn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu flugvallasamninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk í byrjun vikunnar.Mynd/TV-2, Danmörku.Borgarstjórnin í Nuuk, langstærsta sveitarfélaginu, lýsti hins vegar yfir einróma stuðningi við samninginn. Borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, segir hann skapa vonir og jákvæðar væntingar um hagvöxt með aukinni ferðaþjónustu og fleiri menntuðum störfum.Borgarstjóri Nuuk, Asii Chemnitz Narup.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kim Kielsen segist bæði ætla að afla meirihlutastuðnings fyrir flugvallasamningnum á grænlenska þinginu jafnframt því að mynda nýjan meirihluta. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn hefur á meðan flækt stöðuna með því að kynna nýja og breytta útfærslu á flugvallamálinu, en sú hugmynd hefur hlotið blendin viðbrögð. Mitt í þessari stjórnarkreppu slá grænlenskir fjölmiðlar því upp að ekki náist í Kim Kielsen, hann sé horfinn til fjalla, farinn á hreindýraveiðar, og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir lok næstu viku. Ritari Siumut-flokksins réttlætir þetta með því að Kim sé þannig maður að honum gangi best að hugsa þegar hann sé aleinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. Borgarstjórnin í Nuuk fagnar samningi við Dani um flugvallauppbyggingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstjórn Grænlands sprakk um síðustu helgi þegar forsætisráðherrann og leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, Kim Kielsen, ákvað að skrifa upp á samning við danska forsætisráðherrann um að Danir leggi til tugi milljarða króna til uppbyggingar flugvallakerfis landsins. Einn fjögurra stjórnarflokka yfirgaf stjórnarsamstarfið og efndi til mótmæla og einnig hefur einn þingmanna Siumut lýst yfir andstöðu við samninginn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu flugvallasamninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk í byrjun vikunnar.Mynd/TV-2, Danmörku.Borgarstjórnin í Nuuk, langstærsta sveitarfélaginu, lýsti hins vegar yfir einróma stuðningi við samninginn. Borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, segir hann skapa vonir og jákvæðar væntingar um hagvöxt með aukinni ferðaþjónustu og fleiri menntuðum störfum.Borgarstjóri Nuuk, Asii Chemnitz Narup.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kim Kielsen segist bæði ætla að afla meirihlutastuðnings fyrir flugvallasamningnum á grænlenska þinginu jafnframt því að mynda nýjan meirihluta. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn hefur á meðan flækt stöðuna með því að kynna nýja og breytta útfærslu á flugvallamálinu, en sú hugmynd hefur hlotið blendin viðbrögð. Mitt í þessari stjórnarkreppu slá grænlenskir fjölmiðlar því upp að ekki náist í Kim Kielsen, hann sé horfinn til fjalla, farinn á hreindýraveiðar, og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir lok næstu viku. Ritari Siumut-flokksins réttlætir þetta með því að Kim sé þannig maður að honum gangi best að hugsa þegar hann sé aleinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15