Krefjast breytinga á bótakerfinu: Stjórnvöld verði að mæta kröfum launafólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2018 13:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ef ekki yrði hlustað á kröfur Verkalýðshreyfingarinnar þá stefnir í hörð átök á komandi vetri. Hann sagði kerfisbreytingar þurfa að eiga sér stað og vísar þá í þær kröfur að lægstu laun verði skattfrjáls og skoða þurfi tekjutengingar barna- og vaxtabótakerfisins. „Varðandi bótakerfin, þegar við erum að gera kjarasamninga og reyna að auka ráðstöfunartekjur fólks, eins og þetta snýst alltaf um. Þegar við erum með tekjutengingar á bótunum eins og hefur verið er ekki hægt að heimfæra þetta eingöngu á stefnu stjórnvalda í það að minnka bætur, það gerist bara sjálfkrafa út af tekjutengingum þar sem þær fylgja ekki launaþróuninni,” segir Ragnar. Hann segir að koma þurfi barnabótakerfinu og húsnæðisstuðningi til þeirra sem þurfa mest á því að halda. „Líka það þegar við erum að semja um launahækkanir og laun almennt. Að við séum ekki að horfa á þessar kaupmáttarkrónur, oft þær fáu sem við náum í gegnum kjarasamninga, vera étnar upp annars staðar í kerfinu. Það er það sem við erum að kalla eftir að breytist,” segir hann. Forystumenn atvinnulífsins hafa ítrekað varað við því ef farið verði fram á of miklar launakröfur muni það leiða til óðaverðbólgu og draga úr kaupmætti. „Ef að þetta er það sem er til skiptanna. Það sem kemur núna frá ríkisstjórninni í gegnum fjárlagafrumvarpið og yfirlýsingar Seðlabanka og atvinnulífsins þá er það ávísun á mjög hörð átök,” segir hann.Hlusta má á kafla Sprengisands sem fréttin snýr að hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn. Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ef ekki yrði hlustað á kröfur Verkalýðshreyfingarinnar þá stefnir í hörð átök á komandi vetri. Hann sagði kerfisbreytingar þurfa að eiga sér stað og vísar þá í þær kröfur að lægstu laun verði skattfrjáls og skoða þurfi tekjutengingar barna- og vaxtabótakerfisins. „Varðandi bótakerfin, þegar við erum að gera kjarasamninga og reyna að auka ráðstöfunartekjur fólks, eins og þetta snýst alltaf um. Þegar við erum með tekjutengingar á bótunum eins og hefur verið er ekki hægt að heimfæra þetta eingöngu á stefnu stjórnvalda í það að minnka bætur, það gerist bara sjálfkrafa út af tekjutengingum þar sem þær fylgja ekki launaþróuninni,” segir Ragnar. Hann segir að koma þurfi barnabótakerfinu og húsnæðisstuðningi til þeirra sem þurfa mest á því að halda. „Líka það þegar við erum að semja um launahækkanir og laun almennt. Að við séum ekki að horfa á þessar kaupmáttarkrónur, oft þær fáu sem við náum í gegnum kjarasamninga, vera étnar upp annars staðar í kerfinu. Það er það sem við erum að kalla eftir að breytist,” segir hann. Forystumenn atvinnulífsins hafa ítrekað varað við því ef farið verði fram á of miklar launakröfur muni það leiða til óðaverðbólgu og draga úr kaupmætti. „Ef að þetta er það sem er til skiptanna. Það sem kemur núna frá ríkisstjórninni í gegnum fjárlagafrumvarpið og yfirlýsingar Seðlabanka og atvinnulífsins þá er það ávísun á mjög hörð átök,” segir hann.Hlusta má á kafla Sprengisands sem fréttin snýr að hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn.
Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira