DR fækkar starfsfólki, sjónvarps- og útvarpsstöðvum Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2018 10:02 Höfuðstöðvar danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Mynd/Wikipedia Commons Starfsfólki Danska ríkisútvarpsins (DR) mun fækka um fjögur hundruð, sjónvarpsstöðvum verður fækkað úr sex í þrjár og rekstri þriggja útvarpsstöðva verður hætt. Niðurskurðartillögur DR voru kynntar í morgun en með tillögunum er vonast til að hægt verði hægt að spara 420 milljónir danskra króna, um 7,2 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur árum. Í frétt á vef DR kemur fram að búast megi við miklum breytingum á rekstri DR á næstu fimm árum þegar stofnuninni er ætlað að skera niður í rekstri sínum um 20 prósent.Sjónvarps- og útvarpsstöðvum DR fækka Þetta hafi meðal annars í för með sér að sex sjónvarpsstöðvar DR verði þrjár. Einungis verði hægt að streyma DR3 og DR Ultra frá árinu 2020, auk þess að DR2 og DR K verði sameinaðar í eina stöð þar sem áhersla verði lögð á samfélagsleg málefni og menningu. Þá stendur til að fækka útvarpsstöðvum úr átta í fimm. Þannig verði P6 Beat, P7 Mix og P8 Jazz lagðar niður. Loks stendur til að fækka starfsfólki um milli 375 og 400. 25 yfirmannsstöður verða lagðar niður. Fjölmiðlar Norðurlönd Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Starfsfólki Danska ríkisútvarpsins (DR) mun fækka um fjögur hundruð, sjónvarpsstöðvum verður fækkað úr sex í þrjár og rekstri þriggja útvarpsstöðva verður hætt. Niðurskurðartillögur DR voru kynntar í morgun en með tillögunum er vonast til að hægt verði hægt að spara 420 milljónir danskra króna, um 7,2 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur árum. Í frétt á vef DR kemur fram að búast megi við miklum breytingum á rekstri DR á næstu fimm árum þegar stofnuninni er ætlað að skera niður í rekstri sínum um 20 prósent.Sjónvarps- og útvarpsstöðvum DR fækka Þetta hafi meðal annars í för með sér að sex sjónvarpsstöðvar DR verði þrjár. Einungis verði hægt að streyma DR3 og DR Ultra frá árinu 2020, auk þess að DR2 og DR K verði sameinaðar í eina stöð þar sem áhersla verði lögð á samfélagsleg málefni og menningu. Þá stendur til að fækka útvarpsstöðvum úr átta í fimm. Þannig verði P6 Beat, P7 Mix og P8 Jazz lagðar niður. Loks stendur til að fækka starfsfólki um milli 375 og 400. 25 yfirmannsstöður verða lagðar niður.
Fjölmiðlar Norðurlönd Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira