Tætir í sig „framsækna“ sáttatillögu Eyþórs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2018 10:41 Anna Sigrún segist ekki hafa verið í beinu sambandi við breska manninn enda sé kona hans sú virka í stuðningshópnum. Vísir/GVA Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, virðist lítið spennt fyrir tillögu sem Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar eftir hádegi. Fjallað er um tillöguna í Morgunblaðinu í dag þar sem Eyþór segir tillögu sína framsækna en um leið sáttatillögu. Eyþór leggur til að borgin „hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í borginni með tilliti til samgangna, íbúa- og atvinnuþróunar og öryggismála. Starfshópur yrði skipaður undir forystu Reykjavíkurborgar með það í huga að niðurstaða gæti legið fyrir um mitt ár 2019,“ segir um tillöguna í Morgunblaðinu í dag. Anna Sigrún virðist snúast í hringi varðandi tillöguna.Skautað hratt yfir sögu byggingu nýs spítala við Hringbraut.„Nú veit ég ekki hverjir eiga að sættast með þessari tillögu en hún er amk ekki framsækin. Þeir sem eru ósáttir við staðsetningu við Hringbraut verða það àfram svo ekki eru það þeir,“ segir Anna Sigrún. „Hins vegar er áhersla Eyþórs á lækna í þessu vísbending um að þarna er á ferðinni tillaga um uppbyggingu sjúkrahúss fyrir sérgreinalækna og líklega liggur þar hundurinn grafinn. Þetta er ekki framsækið þar sem sú hugmynd hefur áður verið viðruð og horft til gamla Borgarspítalans í því tilliti.“ Anna Sigrún segir það fásinnu að Reykjavíkurborg taki forystu og þannig afstöðu í þeim hugmyndafræðilegu átökum sem geysi í ríkisstjórnarsamstarfinu, eins og hún kemst að orði.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/VilhelmHagfræðistofnun Háskóla Íslands og endurskoðunarfyrirtækið KPMG skiluðu skýrslum árið 2015 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að núverandi staðarval væri heppilegast fyrir nýjan spítala. Ríkisstjórnin hyggst verja 7,2 milljörðum króna á næsta ári til framkvæmda við nýjan Landspítala samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á dögunum. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan meðferðarkjarna á Hringbrautinni. Verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Þingmenn Miðflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu í janúar um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Borgarstjórn Landspítalinn Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, virðist lítið spennt fyrir tillögu sem Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar eftir hádegi. Fjallað er um tillöguna í Morgunblaðinu í dag þar sem Eyþór segir tillögu sína framsækna en um leið sáttatillögu. Eyþór leggur til að borgin „hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í borginni með tilliti til samgangna, íbúa- og atvinnuþróunar og öryggismála. Starfshópur yrði skipaður undir forystu Reykjavíkurborgar með það í huga að niðurstaða gæti legið fyrir um mitt ár 2019,“ segir um tillöguna í Morgunblaðinu í dag. Anna Sigrún virðist snúast í hringi varðandi tillöguna.Skautað hratt yfir sögu byggingu nýs spítala við Hringbraut.„Nú veit ég ekki hverjir eiga að sættast með þessari tillögu en hún er amk ekki framsækin. Þeir sem eru ósáttir við staðsetningu við Hringbraut verða það àfram svo ekki eru það þeir,“ segir Anna Sigrún. „Hins vegar er áhersla Eyþórs á lækna í þessu vísbending um að þarna er á ferðinni tillaga um uppbyggingu sjúkrahúss fyrir sérgreinalækna og líklega liggur þar hundurinn grafinn. Þetta er ekki framsækið þar sem sú hugmynd hefur áður verið viðruð og horft til gamla Borgarspítalans í því tilliti.“ Anna Sigrún segir það fásinnu að Reykjavíkurborg taki forystu og þannig afstöðu í þeim hugmyndafræðilegu átökum sem geysi í ríkisstjórnarsamstarfinu, eins og hún kemst að orði.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/VilhelmHagfræðistofnun Háskóla Íslands og endurskoðunarfyrirtækið KPMG skiluðu skýrslum árið 2015 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að núverandi staðarval væri heppilegast fyrir nýjan spítala. Ríkisstjórnin hyggst verja 7,2 milljörðum króna á næsta ári til framkvæmda við nýjan Landspítala samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á dögunum. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan meðferðarkjarna á Hringbrautinni. Verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Þingmenn Miðflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu í janúar um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.
Borgarstjórn Landspítalinn Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira