Skoraði fernu í gær og dreymir um að verða Íslendingur í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 16:00 Cloe Lacasse. Vísir/Ernir Cloe Lacasse átti frábæran leik í gær þegar Eyjakonur unnu 5-1 sigur á HK/Víkingi í 17. umferð Pepsideild kvenna í fótbolta. Cloe Lacasse skoraði fernu fyrir ÍBV í leiknum og er þar með kominn með tíu mörk á þriðja tímabilinu í röð. Þetta er önnur ferna hennar í Pepsideildinni því hún skoraði einnig fernu á móti Fylki 16. júní 2017. Cloe Lacasse hefur alls skorað 43 mörk fyrir ÍBV á fjórum tímabilum í Pepsideild kvenna. Cloe Lacasse vinnur nú að því að verða íslenskur ríkisborgari. Hún var í viðtali hjá Fótbolta.net í tilefni af því að vera valin besti leikmaðurinn 17. umferð. Hin 25 ára gamla Cloe byrjaði í fyrra að vinna í að fá íslenskan ríkisborgararétt og nú sér fyrir endann á þeirri vinnu. „Ferlið að ná í ríkisborgararétt gengur vel. Allir hjá ÍBV hafa hjálpað mér mikið í þessu mjög langa og flókna ferli. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá ætti ég að verða orðin íslenskur ríkisborgari í lok desember," sagði Cloe í viðtalinu við fótbolta.net. Cloe vill samt ekki gefa upp hvort hún spili áfram með ÍBV liðinu í Pepsideildinni næsta sumar. „Ég vil ekki tjá mig um það," sagði Cloe en hún vildi heldur ekki tjá sig um það hvort hún hafi rætt við önnur félög í þessu viðtali við Fótbolta.net. Cloe Lacasse gæti mögulega spilað með íslenska kvennalandsliðinu í næstu undankeppni en hún hefur ekki spilað landsleik fyrir kanadíska A-landsliðið. Hún er enn bara 25 ára og ætti því að eiga nóg eftir til að geta hjálpað íslenska landsliðinu í framtíðinni. View this post on InstagramPósta þessari mynd svo ég hafi ástæðu til að æfa íslenskuna mína fyrir stóra prófið á morgun - þetta tók klukkutíma.. A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Aug 26, 2018 at 8:45am PDT Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Cloe Lacasse átti frábæran leik í gær þegar Eyjakonur unnu 5-1 sigur á HK/Víkingi í 17. umferð Pepsideild kvenna í fótbolta. Cloe Lacasse skoraði fernu fyrir ÍBV í leiknum og er þar með kominn með tíu mörk á þriðja tímabilinu í röð. Þetta er önnur ferna hennar í Pepsideildinni því hún skoraði einnig fernu á móti Fylki 16. júní 2017. Cloe Lacasse hefur alls skorað 43 mörk fyrir ÍBV á fjórum tímabilum í Pepsideild kvenna. Cloe Lacasse vinnur nú að því að verða íslenskur ríkisborgari. Hún var í viðtali hjá Fótbolta.net í tilefni af því að vera valin besti leikmaðurinn 17. umferð. Hin 25 ára gamla Cloe byrjaði í fyrra að vinna í að fá íslenskan ríkisborgararétt og nú sér fyrir endann á þeirri vinnu. „Ferlið að ná í ríkisborgararétt gengur vel. Allir hjá ÍBV hafa hjálpað mér mikið í þessu mjög langa og flókna ferli. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá ætti ég að verða orðin íslenskur ríkisborgari í lok desember," sagði Cloe í viðtalinu við fótbolta.net. Cloe vill samt ekki gefa upp hvort hún spili áfram með ÍBV liðinu í Pepsideildinni næsta sumar. „Ég vil ekki tjá mig um það," sagði Cloe en hún vildi heldur ekki tjá sig um það hvort hún hafi rætt við önnur félög í þessu viðtali við Fótbolta.net. Cloe Lacasse gæti mögulega spilað með íslenska kvennalandsliðinu í næstu undankeppni en hún hefur ekki spilað landsleik fyrir kanadíska A-landsliðið. Hún er enn bara 25 ára og ætti því að eiga nóg eftir til að geta hjálpað íslenska landsliðinu í framtíðinni. View this post on InstagramPósta þessari mynd svo ég hafi ástæðu til að æfa íslenskuna mína fyrir stóra prófið á morgun - þetta tók klukkutíma.. A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Aug 26, 2018 at 8:45am PDT
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira