„Það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2018 19:15 Líkt og fram hefur komið tókst WOW air í dag að verða sér út um 7,7 milljarða króna til að styrkja rekstur félagins með skuldabréfaútboði. Bæði innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í útboðinu en til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næstu tólf til átján mánuðum. Af heildarstærð skuldabréfaflokksins, sem nemur 60 milljónum evra, hafa 50 milljónir þegar verið seldar og 10 milljónir evra verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Forsvarsmenn WOW air vildu ekki veita viðtal í dag en í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, að niðurstaðan sé félaginu mikil hvatning til að halda áfram góðu starfi og til efla enn frekar alþjóðlegt flug og ferðaþjónustu hér á landi. Þá þakkar hann öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Eðlilegt skref Sveinn Þórarinsson, sem stýrir hlutabréfagreiningum hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir ekkert óvenjulegt við að WOW air hafi farið þessa leið. „Ef maður horfir bara á almennt, fyrirtæki sem eru að vaxa, þá er í rauninni það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt. Það var auðvitað ljóst á einhverjum tímapunkti að WOW myndi þurfa að sækja sér fjármögnun, það er bara eðlilegur hluti af því að vera, hvort sem þú vilt kalla það startup eða lítið fyrirtæki sem er núna orðið stórt. Þannig að í rauninni þessi skref sem að félagið er að taka eru þekkt og ósköp venjuleg,“ segir Sveinn. Burt séð frá rekstrarhorfum íslensku flugfélaganna tveggja sé þó nokkuð ljóst að flugfargjöld komi til með að hækka. „Það er í rauninni tvennt sem togast á, það er annars vegar bara olíuverðshækkanir, þú þarft ekkert að vera snillingur til þess að sjá það að þau þurfa aðeins að hækka. Hversu mikið er svo annað mál og hvaða áhrif það hefur á eftirspurnina er svo annar handleggur,“ segir Sveinn. Á hlutabréfamarkað eftir 12-18 mánuði Það er Pareto Securities hefur umsjón með skuldabréfaútboðinu fyrir hönd WOW air ásamt Arctica Finance. Bréfin verða gefin út með rafrænum hætti í Værdipapirsentralen ASA í Noregi og verða í framhaldinu skráð í Nasdaq kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréfin verða gefin út til þriggja ára og eru tryggð með veði í öllum hlutabréfum í WOW Air og dótturfélögum þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna. Þá hefur félagið ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins innan 12-18 mánaða, bæði hér á landi og erlendis. WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Líkt og fram hefur komið tókst WOW air í dag að verða sér út um 7,7 milljarða króna til að styrkja rekstur félagins með skuldabréfaútboði. Bæði innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í útboðinu en til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næstu tólf til átján mánuðum. Af heildarstærð skuldabréfaflokksins, sem nemur 60 milljónum evra, hafa 50 milljónir þegar verið seldar og 10 milljónir evra verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Forsvarsmenn WOW air vildu ekki veita viðtal í dag en í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, að niðurstaðan sé félaginu mikil hvatning til að halda áfram góðu starfi og til efla enn frekar alþjóðlegt flug og ferðaþjónustu hér á landi. Þá þakkar hann öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Eðlilegt skref Sveinn Þórarinsson, sem stýrir hlutabréfagreiningum hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir ekkert óvenjulegt við að WOW air hafi farið þessa leið. „Ef maður horfir bara á almennt, fyrirtæki sem eru að vaxa, þá er í rauninni það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt. Það var auðvitað ljóst á einhverjum tímapunkti að WOW myndi þurfa að sækja sér fjármögnun, það er bara eðlilegur hluti af því að vera, hvort sem þú vilt kalla það startup eða lítið fyrirtæki sem er núna orðið stórt. Þannig að í rauninni þessi skref sem að félagið er að taka eru þekkt og ósköp venjuleg,“ segir Sveinn. Burt séð frá rekstrarhorfum íslensku flugfélaganna tveggja sé þó nokkuð ljóst að flugfargjöld komi til með að hækka. „Það er í rauninni tvennt sem togast á, það er annars vegar bara olíuverðshækkanir, þú þarft ekkert að vera snillingur til þess að sjá það að þau þurfa aðeins að hækka. Hversu mikið er svo annað mál og hvaða áhrif það hefur á eftirspurnina er svo annar handleggur,“ segir Sveinn. Á hlutabréfamarkað eftir 12-18 mánuði Það er Pareto Securities hefur umsjón með skuldabréfaútboðinu fyrir hönd WOW air ásamt Arctica Finance. Bréfin verða gefin út með rafrænum hætti í Værdipapirsentralen ASA í Noregi og verða í framhaldinu skráð í Nasdaq kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréfin verða gefin út til þriggja ára og eru tryggð með veði í öllum hlutabréfum í WOW Air og dótturfélögum þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna. Þá hefur félagið ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins innan 12-18 mánaða, bæði hér á landi og erlendis.
WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21