Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 08:50 Thomas Borgen, forstjóri bankans, til hægri. Vísir/Getty Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi.Bankinn hefur á undanförnum mánuðum orðið miðpunktur risastórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Bankinn kynnti í dag niðurstöður eigin rannsóknar vegna málsins. Í henni kom fram að bankanum hafi ekki tekist að ná utan um hversu mikið af fjármunumum sem streymdi í gegnum útibúið í Eistlandi hafi verið hluti af ólöglegu peningaþvætti.Þó sé ljóst að 200 milljarðar evra, um fimmtán hundruð milljarðar danskra króna, hafi streymt í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 en lögmaður bankans sagði á blaðamannafundi þar sem skýrslan var kynnt í morgun að stór hluti þeirrar upphæðar sé talinn tengjast peningaþvætti. Í frétt Bloomberg segir að upphæðin sé jafngildi nífaldrar landsframleiðslu Eistlands á síðasta ári. Virði hluta í Danske Bank hefur hríðfallið vegna málsins.Vísir/GettyÁtta starfsmenn tilkynntir til lögreglu Bankinn segist hafa rannsakað peningafærslur fimmtán þúsund viðskiptavina útibúsins í Eistlandi. Gögn um viðskiptavinina og færslur hafi verið afhentar yfirvöldum. Í yfirlýsingu segir Borgen að hann hafi sýnt af sér ábyrgðarleysi og vilji axla ábyrgð með því að segja af sér sem forstjóri bankans. Hann muni þó starfa áfram þar til eftirmaður hans verði fundinn. Þá hefur bankinn ákveðið að leggja 1,5 milljarð danskra króna, 25 milljarða íslenskra króna, í sérstakan sjóð sem ætlaður sé að berjast gegn alþjóðlegum efnahagsglæpum, þar með talið peningaþvætti. Þá hefur bankinn tilkynnt átta starfsmenn bankans til lögreglu vegna málsins auk þess sem að búast má við að bankanum verði gert að greiða háa sekt vegna málsins. Hlutabréf í bankanum hafa fallið talsvert vegna málsins og þá hafa hátt í 30 þúsund viðskiptavinir hætt viðskiptum við hann.Upphaf málsins má rekja til rússneska lögmannsins Sergei Magnitsky en um miðjan síðasta áratug sýndi hann fram á það að rússneskir embættis- og glæpamenn stunduðu það að stela skattfé og koma því undan með því að brúka evrópska banka. Talið er að brotin hafi staðið yfir frá 2007 til 2015 og að fé frá löndum á borð við Rússland, Moldóvu og Aserbaídsjan hafi farið skítugt inn í eistneska dótturfélagið en komið þaðan hreint út.Hér má nálgast beina lýsingu DR frá blaðamannafundi bankans. Danmörk Eistland Moldóva Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi.Bankinn hefur á undanförnum mánuðum orðið miðpunktur risastórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Bankinn kynnti í dag niðurstöður eigin rannsóknar vegna málsins. Í henni kom fram að bankanum hafi ekki tekist að ná utan um hversu mikið af fjármunumum sem streymdi í gegnum útibúið í Eistlandi hafi verið hluti af ólöglegu peningaþvætti.Þó sé ljóst að 200 milljarðar evra, um fimmtán hundruð milljarðar danskra króna, hafi streymt í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 en lögmaður bankans sagði á blaðamannafundi þar sem skýrslan var kynnt í morgun að stór hluti þeirrar upphæðar sé talinn tengjast peningaþvætti. Í frétt Bloomberg segir að upphæðin sé jafngildi nífaldrar landsframleiðslu Eistlands á síðasta ári. Virði hluta í Danske Bank hefur hríðfallið vegna málsins.Vísir/GettyÁtta starfsmenn tilkynntir til lögreglu Bankinn segist hafa rannsakað peningafærslur fimmtán þúsund viðskiptavina útibúsins í Eistlandi. Gögn um viðskiptavinina og færslur hafi verið afhentar yfirvöldum. Í yfirlýsingu segir Borgen að hann hafi sýnt af sér ábyrgðarleysi og vilji axla ábyrgð með því að segja af sér sem forstjóri bankans. Hann muni þó starfa áfram þar til eftirmaður hans verði fundinn. Þá hefur bankinn ákveðið að leggja 1,5 milljarð danskra króna, 25 milljarða íslenskra króna, í sérstakan sjóð sem ætlaður sé að berjast gegn alþjóðlegum efnahagsglæpum, þar með talið peningaþvætti. Þá hefur bankinn tilkynnt átta starfsmenn bankans til lögreglu vegna málsins auk þess sem að búast má við að bankanum verði gert að greiða háa sekt vegna málsins. Hlutabréf í bankanum hafa fallið talsvert vegna málsins og þá hafa hátt í 30 þúsund viðskiptavinir hætt viðskiptum við hann.Upphaf málsins má rekja til rússneska lögmannsins Sergei Magnitsky en um miðjan síðasta áratug sýndi hann fram á það að rússneskir embættis- og glæpamenn stunduðu það að stela skattfé og koma því undan með því að brúka evrópska banka. Talið er að brotin hafi staðið yfir frá 2007 til 2015 og að fé frá löndum á borð við Rússland, Moldóvu og Aserbaídsjan hafi farið skítugt inn í eistneska dótturfélagið en komið þaðan hreint út.Hér má nálgast beina lýsingu DR frá blaðamannafundi bankans.
Danmörk Eistland Moldóva Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00