Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 09:48 Verkfræðingarnir mættu með sérútbúin tæki. Vísir/Jói K. Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Það hvernig steinarnir rúlluðu niður hafi sýnt að mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þrír verkfræðingar frá Eflu ásamt starfsfólki skógræktarinnar héld af stað upp Esjuna í birtingu en starfsfólk skógræktarinnar lokaði göngustígnum svo tryggt væri að árrisult göngufólk væri ekki á leið upp fjallið á meðan björgunum yrði velt niður. Í samtali við Vísi segir Helgi að verkfræðingarnir þrír hafi séð um að velta björgunum niður með sérútbúnum tækjum. „Svo bara dúndruðust þessi björg hressilega niður. Það drundi svolítið í fjallinu,“ segir Helgi sem bætir við að mikil þörf hafi verið á því að losna við björgin. „Þetta var alveg á tæpasta vaði. Eins og þeir rúlluðu þá fóru þeir yfir göngustíginn.“Steininn eftir að hann hafði verið festur og skiltin rétt af.Skógræktarfélag Reykjavíkur/Jón Haukur SteingrímssonSprækir fjallgöngumenn komu að lokaðri Esjunni en fóru á Helgafellið í staðinnGreint var frá því í gær að Esjunni yrði lokað á meðan björgunum yrði velt niður en þau skilaboð virðast ekki hafa borist til allra.„Það voru eldsprækir íslenskir göngumenn sem ætluðu að snarast upp um sjö leytið. Þeir bara voru hinir ánægðustu og ákváðu að ganga á Helgafellið í staðinn,“ segir Helgi.Áhugafólk um Esjuna þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Steinninn vinsæli á Þverfellshorni Esjunnar, eitt helsta kennileiti fjallsins, fari eitt né neitt en hann hefur hallað mikið undanfarin ár og voru um tíma áhyggjur um að hann myndi fara niður fjallið.Menn á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fóru upp að Steini í gær þar semkeðjur voru strengdar í hann og hlaðið undir hann með púkki. Um leið var merkingin á honum og skilti rétt af.Hér að neðan má sjá eitt af björgunum fljúga niður fjallið. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Það hvernig steinarnir rúlluðu niður hafi sýnt að mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þrír verkfræðingar frá Eflu ásamt starfsfólki skógræktarinnar héld af stað upp Esjuna í birtingu en starfsfólk skógræktarinnar lokaði göngustígnum svo tryggt væri að árrisult göngufólk væri ekki á leið upp fjallið á meðan björgunum yrði velt niður. Í samtali við Vísi segir Helgi að verkfræðingarnir þrír hafi séð um að velta björgunum niður með sérútbúnum tækjum. „Svo bara dúndruðust þessi björg hressilega niður. Það drundi svolítið í fjallinu,“ segir Helgi sem bætir við að mikil þörf hafi verið á því að losna við björgin. „Þetta var alveg á tæpasta vaði. Eins og þeir rúlluðu þá fóru þeir yfir göngustíginn.“Steininn eftir að hann hafði verið festur og skiltin rétt af.Skógræktarfélag Reykjavíkur/Jón Haukur SteingrímssonSprækir fjallgöngumenn komu að lokaðri Esjunni en fóru á Helgafellið í staðinnGreint var frá því í gær að Esjunni yrði lokað á meðan björgunum yrði velt niður en þau skilaboð virðast ekki hafa borist til allra.„Það voru eldsprækir íslenskir göngumenn sem ætluðu að snarast upp um sjö leytið. Þeir bara voru hinir ánægðustu og ákváðu að ganga á Helgafellið í staðinn,“ segir Helgi.Áhugafólk um Esjuna þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Steinninn vinsæli á Þverfellshorni Esjunnar, eitt helsta kennileiti fjallsins, fari eitt né neitt en hann hefur hallað mikið undanfarin ár og voru um tíma áhyggjur um að hann myndi fara niður fjallið.Menn á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fóru upp að Steini í gær þar semkeðjur voru strengdar í hann og hlaðið undir hann með púkki. Um leið var merkingin á honum og skilti rétt af.Hér að neðan má sjá eitt af björgunum fljúga niður fjallið.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43