Egg í sömu körfu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. september 2018 09:00 Umrót eru í viðskiptalífinu svo ekki sé meira sagt. Stóru flugfélögin, Wow og Icelandair eru fyrirferðarmest. Hið fyrrnefnda náði mikilvægum fjármögnunaráfanga í vikunni og virðist, ef marka má orð stjórnenda, vera komið fyrir vind fram að fyrirhugaðri skráningu félagsins á næstu 18 til 24 mánuðum. Icelandair birti sína aðra afkomuviðvörun á réttum sex vikum. Í kjölfarið axlaði forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, ábyrgð á slælegu gengi og hætti störfum. Mikið hefur verið rætt um kerfislega áhættu sem af kunni að hljótast ef annað flugfélaganna, eða bæði, lenda í rekstrarvandræðum eða gjaldþroti. Ferðamannaiðnaðurinn er okkar stærsta útflutningsgrein. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin ef verulegur hluti ferðamanna sem hingað ætla sér að koma komast ekki. Að þessu leyti eru flugfélögin tvö á sama báti. Bæði eru þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir land og þjóð. Að öðru leyti eru þau gerólík. Wow er ungt fyrirtæki sem vaxið hefur gríðarlega undir stjórn forstjóra þess, og eina eiganda, Skúla Mogensen. Lengi hefur verið á allra vitorði að Skúli og Wow hafi spilað djarft. Það fylgir því einfaldlega að vera ungt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti. Tímabundin lausafjárvandræði eru þekkt stærð á þeirri vegferð. Icelandair er rótgróið íslenskt stórfyrirtæki, upprunalega stofnað 1937, og að mörgu leyti samofið auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Flugleiðir, eins og Icelandair hét lengi vel, er flaggskipsflugfélag, rétt eins og BA í Bretlandi eða SAS á Norðurlöndunum. Vandræði Icelandair rista einfaldlega dýpra í þjóðarsálinni. En kannski er það einmitt þessi staða Icelandair sem eins af krúnudjásnunum í íslensku viðskiptalífi sem er rót vandans. Félagið er nánast einvörðungu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, og því á forræði fólks sem sýslar með annarra manna fé. Ýmislegt bendir til þess að skjólstæðingar lífeyrissjóðanna hafi látið áhrif og völd í stórfyrirtækinu afvegaleiða sig frá því meginhlutverki að fylgjast með rekstrinum og veita aðhald. Icelandair missti á meðan sjónar á rekstrarkostnaði, og fór í auknum mæli að fjárfesta í óskyldum rekstri. Hvers vegna, fyrst lífeyrissjóðirnir hafa slíka trú á flugrekstri, voru öll eggin sett í Icelandairkörfuna? Hefði ekki verið eðlilegt að dreifa áhættunni og fjárfesta samtímis í öðrum innlendum og erlendum flugfélögum? Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 60% á einu ári, 80% yfir tveggja ára tímabil. Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Er ekki eðlilegt að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verðmætabruni endurtaki sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Umrót eru í viðskiptalífinu svo ekki sé meira sagt. Stóru flugfélögin, Wow og Icelandair eru fyrirferðarmest. Hið fyrrnefnda náði mikilvægum fjármögnunaráfanga í vikunni og virðist, ef marka má orð stjórnenda, vera komið fyrir vind fram að fyrirhugaðri skráningu félagsins á næstu 18 til 24 mánuðum. Icelandair birti sína aðra afkomuviðvörun á réttum sex vikum. Í kjölfarið axlaði forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, ábyrgð á slælegu gengi og hætti störfum. Mikið hefur verið rætt um kerfislega áhættu sem af kunni að hljótast ef annað flugfélaganna, eða bæði, lenda í rekstrarvandræðum eða gjaldþroti. Ferðamannaiðnaðurinn er okkar stærsta útflutningsgrein. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin ef verulegur hluti ferðamanna sem hingað ætla sér að koma komast ekki. Að þessu leyti eru flugfélögin tvö á sama báti. Bæði eru þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir land og þjóð. Að öðru leyti eru þau gerólík. Wow er ungt fyrirtæki sem vaxið hefur gríðarlega undir stjórn forstjóra þess, og eina eiganda, Skúla Mogensen. Lengi hefur verið á allra vitorði að Skúli og Wow hafi spilað djarft. Það fylgir því einfaldlega að vera ungt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti. Tímabundin lausafjárvandræði eru þekkt stærð á þeirri vegferð. Icelandair er rótgróið íslenskt stórfyrirtæki, upprunalega stofnað 1937, og að mörgu leyti samofið auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Flugleiðir, eins og Icelandair hét lengi vel, er flaggskipsflugfélag, rétt eins og BA í Bretlandi eða SAS á Norðurlöndunum. Vandræði Icelandair rista einfaldlega dýpra í þjóðarsálinni. En kannski er það einmitt þessi staða Icelandair sem eins af krúnudjásnunum í íslensku viðskiptalífi sem er rót vandans. Félagið er nánast einvörðungu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, og því á forræði fólks sem sýslar með annarra manna fé. Ýmislegt bendir til þess að skjólstæðingar lífeyrissjóðanna hafi látið áhrif og völd í stórfyrirtækinu afvegaleiða sig frá því meginhlutverki að fylgjast með rekstrinum og veita aðhald. Icelandair missti á meðan sjónar á rekstrarkostnaði, og fór í auknum mæli að fjárfesta í óskyldum rekstri. Hvers vegna, fyrst lífeyrissjóðirnir hafa slíka trú á flugrekstri, voru öll eggin sett í Icelandairkörfuna? Hefði ekki verið eðlilegt að dreifa áhættunni og fjárfesta samtímis í öðrum innlendum og erlendum flugfélögum? Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 60% á einu ári, 80% yfir tveggja ára tímabil. Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Er ekki eðlilegt að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verðmætabruni endurtaki sig?
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun