Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2018 08:00 Hua Chunying, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, hafnaði ásökununum í gær. Vísir/Getty Ásakanir nefndar Sameinuðu þjóðanna um upprætingu kynþáttafordóma um að Kínverjar starfræki risavaxnar heilaþvottabúðir fyrir Uyghur-fólk í Xinjiang-héraði eru óábyrgar og byggðar á röngum upplýsingum. Þetta sagði Hua Chunying, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi í gær. Nefndin lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í skýrslu á fimmtudaginn. „Margar ábendingar hafa borist um fangelsun stórra hópa Uyghur-fólks og annarra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar. Fólki sé meinað að hafa samband við umheiminn í langan tíma án þess að hafa verið ákært fyrir nokkuð eða farið fyrir dómstóla. Þetta sé gert undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn hryðjuverkum og trúaröfgum,“ segir í skýrslu sem nefndin birti almenningi á fimmtudag. Ýmis hryðjuverkasamtök innan þjóðflokksins hafa gert árásir í Kína. Vitnað er til sönnunargagna frá Xinjiang í skýrslunni sem benda til þess að tugum þúsunda sé haldið í fangabúðum í héraðinu. Þar sé fólkið „endurmenntað“. Nefndin lagði til að Kommúnistaflokkur Kína sleppti þeim sem hefðu ekki verið ákærð eða hlotið dóm og rannsakaði vandlega og á óhlutdrægan hátt ásakanir um kynþáttafordóma í garð Uyghur-fólks og annarra múslima. Einnig fór nefndin fram á að Kínverjar greini opinberlega frá staðsetningu og ástandi flóttamanna úr Uyghur-þjóðflokknum sem kínverska ríkið krafðist að kæmu heim á undanförnum fimm árum. Farið var fram á skýringu á því hversu margir væru í fangabúðunum í Xinjiang, hvers vegna hver og einn hefði verið fluttur þangað og ástandi fanga og kennsluskrá „endurmenntunarinnar“. Newsnight, fréttaskýringaþáttur á BBC, fjallaði ítarlega um málið á fimmtudag. Meðal annars var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu að stórar fangabúðir hefðu nýlega verið byggðar og þá voru sýndar ljósmyndir af föngum sem áttu að hafa verið teknar í búðunum. Rætt var við tvo sjónarvotta, annar hafði verið í búðunum og hinn heimsótt þar ástvin. Frásögnum þeirra bar saman um að fólk væri látið kyrja söngva Kommúnistaflokksins, afneita trú sinni og þylja upp boðskap kínverska kommúnismans. Maðurinn sem hafði verið í búðunum sagðist hafa verið pyntaður og hengdur upp klukkutímum saman fyrir framan ýmis pyntingartæki. Sá sem heimsótti búðirnar sagði að vinir hans og vandamenn í búðunum hefðu virst eins og vélmenni. John Sweeney, blaðamaður BBC sem var með umfjöllunina, sagði að þótt Kínverjar hefðu talað um endurmenntun í útgefnu efni kallaðist starfsemin í búðunum í Xinjiang einfaldlega „heilaþvottur“ á mannamáli. Mannréttindabrotarannsakandi sem BBC ræddi við sagði að afar hóflegt væri að áætla að 100.000 væri haldið í búðum í Xinjiang. Mögulega væri talan mun nær milljón. Allnokkrir bandarískir þingmenn úr röðum beggja stóru flokkanna kölluðu eftir því í vikunni að ráðist yrði í þvingunaraðgerðir vegna málsins. „Í ljósi fangelsunar allt að milljón Uyghur-fólks og annarra múslima í „pólitískum endurmenntunarbúðum“ er nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið bregðist við af hörku,“ sagði í bréfi sem þingmennirnir sendu Mike Pompeo utanríkisráðherra. „Saga mannréttindamála í Kína er mun betri en í Bandaríkjunum þannig að Bandaríkin eru ekki í neinni stöðu til þess að dæma okkur. Kína er staðráðið í því að tryggja trúfrelsi kínverskra borgara,“ sagði Hua um bréfið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Ásakanir nefndar Sameinuðu þjóðanna um upprætingu kynþáttafordóma um að Kínverjar starfræki risavaxnar heilaþvottabúðir fyrir Uyghur-fólk í Xinjiang-héraði eru óábyrgar og byggðar á röngum upplýsingum. Þetta sagði Hua Chunying, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi í gær. Nefndin lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í skýrslu á fimmtudaginn. „Margar ábendingar hafa borist um fangelsun stórra hópa Uyghur-fólks og annarra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar. Fólki sé meinað að hafa samband við umheiminn í langan tíma án þess að hafa verið ákært fyrir nokkuð eða farið fyrir dómstóla. Þetta sé gert undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn hryðjuverkum og trúaröfgum,“ segir í skýrslu sem nefndin birti almenningi á fimmtudag. Ýmis hryðjuverkasamtök innan þjóðflokksins hafa gert árásir í Kína. Vitnað er til sönnunargagna frá Xinjiang í skýrslunni sem benda til þess að tugum þúsunda sé haldið í fangabúðum í héraðinu. Þar sé fólkið „endurmenntað“. Nefndin lagði til að Kommúnistaflokkur Kína sleppti þeim sem hefðu ekki verið ákærð eða hlotið dóm og rannsakaði vandlega og á óhlutdrægan hátt ásakanir um kynþáttafordóma í garð Uyghur-fólks og annarra múslima. Einnig fór nefndin fram á að Kínverjar greini opinberlega frá staðsetningu og ástandi flóttamanna úr Uyghur-þjóðflokknum sem kínverska ríkið krafðist að kæmu heim á undanförnum fimm árum. Farið var fram á skýringu á því hversu margir væru í fangabúðunum í Xinjiang, hvers vegna hver og einn hefði verið fluttur þangað og ástandi fanga og kennsluskrá „endurmenntunarinnar“. Newsnight, fréttaskýringaþáttur á BBC, fjallaði ítarlega um málið á fimmtudag. Meðal annars var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu að stórar fangabúðir hefðu nýlega verið byggðar og þá voru sýndar ljósmyndir af föngum sem áttu að hafa verið teknar í búðunum. Rætt var við tvo sjónarvotta, annar hafði verið í búðunum og hinn heimsótt þar ástvin. Frásögnum þeirra bar saman um að fólk væri látið kyrja söngva Kommúnistaflokksins, afneita trú sinni og þylja upp boðskap kínverska kommúnismans. Maðurinn sem hafði verið í búðunum sagðist hafa verið pyntaður og hengdur upp klukkutímum saman fyrir framan ýmis pyntingartæki. Sá sem heimsótti búðirnar sagði að vinir hans og vandamenn í búðunum hefðu virst eins og vélmenni. John Sweeney, blaðamaður BBC sem var með umfjöllunina, sagði að þótt Kínverjar hefðu talað um endurmenntun í útgefnu efni kallaðist starfsemin í búðunum í Xinjiang einfaldlega „heilaþvottur“ á mannamáli. Mannréttindabrotarannsakandi sem BBC ræddi við sagði að afar hóflegt væri að áætla að 100.000 væri haldið í búðum í Xinjiang. Mögulega væri talan mun nær milljón. Allnokkrir bandarískir þingmenn úr röðum beggja stóru flokkanna kölluðu eftir því í vikunni að ráðist yrði í þvingunaraðgerðir vegna málsins. „Í ljósi fangelsunar allt að milljón Uyghur-fólks og annarra múslima í „pólitískum endurmenntunarbúðum“ er nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið bregðist við af hörku,“ sagði í bréfi sem þingmennirnir sendu Mike Pompeo utanríkisráðherra. „Saga mannréttindamála í Kína er mun betri en í Bandaríkjunum þannig að Bandaríkin eru ekki í neinni stöðu til þess að dæma okkur. Kína er staðráðið í því að tryggja trúfrelsi kínverskra borgara,“ sagði Hua um bréfið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira