Hneyksluð á endurkomu Atla Rafns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2018 10:30 Hildur Lilliendahl lætur sig mál Atla Rafn Sigurðarsonar leikara varða. Fréttablaðið/Stefán Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar og einn mest áberandi og um leið umdeildasti femínisti landsins, segist vita fyrir víst að í leiklistarbransanum séu konur sem ekki geti farið á leiksýningar með Atla Rafni Sigurðarsyni. Atli Rafn sneri á dögunum aftur til starfa í Þjóðleikhúsinu eftir ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Reyndar varð lítið af því að hann léki í Borgarleikhúsinu en þaðan var honum sagt upp í desember vegna ásakana í tengslum við #metoo byltinguna. „Erum við ekki bara öll sammála um að það sé eðlilegt eftir #metoo að drágarnir taki sér smápásu frá sviðsljósinu, segjum kannski 8-10 mánuði, og mæti svo bara aftur að því loknu eins og ekkert hafi gerst? Er það ekki svona sirka ferlið?“ spyr Hildur á Facebook-vegg sínum.Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkEngar kvartanir í Þjóðleikhúsinu að sögn Ara Óhætt er að segja að um mikið hitamál sé að ræða. Mál Atla Rafns var líklega það sem vakti mesta athygli í #metoo byltingunni hér á landi. Atli Rafn sagði að honum hefði verið sagt upp vegna nafnlausra ábendinga en fyrir það þvertók Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. Ábendingar hefðu meðal annars verið frá samstarfsfólki. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir engar kvartanir hafa borist vegna Atla Rafns inn á sitt borð. Ekkert annað hafi því verið í stöðunni en að hann sneri aftur til starfa í Þjóðleikhúsinu að loknu ársleyfi sínu, þann 20. ágúst. Mikil umræða hefur skapast á þræði Hildar á Facebook þar sem flestir hneykslast á því að leikarinn sé snúinn aftur til starfa. Aðrir spyrja hvað Atli Rafn ætti að gera. Hann sé menntaður leikari og hafi ekki verið ákærður fyrir meint brot sín.Atla Rafn Sigurðarson mætti aftur til vinnu í Þjóðleikhúsið þann 20. ágúst þegar ársleyfi hans lauk.Fréttablaðið/Ernir„Hann má moka skurði eða skúra gólf“ „Ef karlar sem hafa brotið á konum kynferðislega, svo ekki sé talað um þegar það er á allra vitorði, raunverulega iðrast gjörða sinna, þá sýna þeir þolendum sínum og þolendum kynferðisbrota almennt þá lágmarksvirðingu að halda sig utan sviðsljóssins og opinberra þjónustustarfa þar sem þolendur eru bókstaflega í sífelldri hættu á að rekast á þá,“ segir Hildur. „Hann má moka skurði eða skúra gólf eða smíða skartgripi mér að meinalausu.“ Hildur segist vita fyrir víst að til séu konur sem geta ekki mætt á viðburði þar sem hætta sé á að hann sé og sömuleiðis ekki kveikt á sjónvarpinu heima hjá sér ef hætta sé á því að hann sé þar. „Þetta gildir um konur á öllum sviðum vegna allskonar karla sem samfélagið hefur ákveðið að eigi óskoraðan rétt á að vera í sviðsljósinu af því að þeir hafa ekki verið dæmdir eða að öðrum kosti þegar tekið út refsingu sína. Ég þekki óteljandi konur sem eru að einu eða öðru eða öllu leyti í stofufangelsi vegna þess að þessir karlar hafa svo mikinn rétt á að keyra strætó eða vera í sjónvarpinu. Og aaaaaldrei snýst umræðan um rétt þessara kvenna til að fokking taka strætó, kveikja á sjónvarpinu eða mæta í leikhús án þess að verða alvarlega veikar. Veistu af hverju ekki? Af því að feðraveldi.“Jónsmessunæturdraumur í vetur Atli Rafn verður í hlutverki í Jónsmessunæturdraumi í Þjóðleikhúsinu í vetur og öðrum verkefnum í leikhúsinu. Hildur telur að Þjóðleikhúsið hefði getað brugðist öðruvísi við málinu. Ólíklegt sé að samningur hans kveði á um að hann verði að fá tiltekin hlutverk í leikhúsinu. „Auk þess sem það er alltaf hægt að falla á sverðið og borga þann pening sem það kostar að reka opinberan starfsmann sem hið opinbera vill ekki hafa í vinnu. Sá leikur hefur margoft verið leikinn. Ef alþjóðaaktívismi kvenna eins og me too skilar ekki öðru en að gúbbar drulla sér í nokkurra mánaða híði, þá erum við bara vopnlausar og svona tone policing gerir okkur ennþá reiðari og vondaufari.“Erum við ekki bara öll sammála um að það sé eðlilegt eftir #metoo að drágarnir taki sér smápásu frá sviðsljósinu, segjum...Posted by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir on Monday, September 3, 2018 Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Tengdar fréttir Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar og einn mest áberandi og um leið umdeildasti femínisti landsins, segist vita fyrir víst að í leiklistarbransanum séu konur sem ekki geti farið á leiksýningar með Atla Rafni Sigurðarsyni. Atli Rafn sneri á dögunum aftur til starfa í Þjóðleikhúsinu eftir ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Reyndar varð lítið af því að hann léki í Borgarleikhúsinu en þaðan var honum sagt upp í desember vegna ásakana í tengslum við #metoo byltinguna. „Erum við ekki bara öll sammála um að það sé eðlilegt eftir #metoo að drágarnir taki sér smápásu frá sviðsljósinu, segjum kannski 8-10 mánuði, og mæti svo bara aftur að því loknu eins og ekkert hafi gerst? Er það ekki svona sirka ferlið?“ spyr Hildur á Facebook-vegg sínum.Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkEngar kvartanir í Þjóðleikhúsinu að sögn Ara Óhætt er að segja að um mikið hitamál sé að ræða. Mál Atla Rafns var líklega það sem vakti mesta athygli í #metoo byltingunni hér á landi. Atli Rafn sagði að honum hefði verið sagt upp vegna nafnlausra ábendinga en fyrir það þvertók Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. Ábendingar hefðu meðal annars verið frá samstarfsfólki. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir engar kvartanir hafa borist vegna Atla Rafns inn á sitt borð. Ekkert annað hafi því verið í stöðunni en að hann sneri aftur til starfa í Þjóðleikhúsinu að loknu ársleyfi sínu, þann 20. ágúst. Mikil umræða hefur skapast á þræði Hildar á Facebook þar sem flestir hneykslast á því að leikarinn sé snúinn aftur til starfa. Aðrir spyrja hvað Atli Rafn ætti að gera. Hann sé menntaður leikari og hafi ekki verið ákærður fyrir meint brot sín.Atla Rafn Sigurðarson mætti aftur til vinnu í Þjóðleikhúsið þann 20. ágúst þegar ársleyfi hans lauk.Fréttablaðið/Ernir„Hann má moka skurði eða skúra gólf“ „Ef karlar sem hafa brotið á konum kynferðislega, svo ekki sé talað um þegar það er á allra vitorði, raunverulega iðrast gjörða sinna, þá sýna þeir þolendum sínum og þolendum kynferðisbrota almennt þá lágmarksvirðingu að halda sig utan sviðsljóssins og opinberra þjónustustarfa þar sem þolendur eru bókstaflega í sífelldri hættu á að rekast á þá,“ segir Hildur. „Hann má moka skurði eða skúra gólf eða smíða skartgripi mér að meinalausu.“ Hildur segist vita fyrir víst að til séu konur sem geta ekki mætt á viðburði þar sem hætta sé á að hann sé og sömuleiðis ekki kveikt á sjónvarpinu heima hjá sér ef hætta sé á því að hann sé þar. „Þetta gildir um konur á öllum sviðum vegna allskonar karla sem samfélagið hefur ákveðið að eigi óskoraðan rétt á að vera í sviðsljósinu af því að þeir hafa ekki verið dæmdir eða að öðrum kosti þegar tekið út refsingu sína. Ég þekki óteljandi konur sem eru að einu eða öðru eða öllu leyti í stofufangelsi vegna þess að þessir karlar hafa svo mikinn rétt á að keyra strætó eða vera í sjónvarpinu. Og aaaaaldrei snýst umræðan um rétt þessara kvenna til að fokking taka strætó, kveikja á sjónvarpinu eða mæta í leikhús án þess að verða alvarlega veikar. Veistu af hverju ekki? Af því að feðraveldi.“Jónsmessunæturdraumur í vetur Atli Rafn verður í hlutverki í Jónsmessunæturdraumi í Þjóðleikhúsinu í vetur og öðrum verkefnum í leikhúsinu. Hildur telur að Þjóðleikhúsið hefði getað brugðist öðruvísi við málinu. Ólíklegt sé að samningur hans kveði á um að hann verði að fá tiltekin hlutverk í leikhúsinu. „Auk þess sem það er alltaf hægt að falla á sverðið og borga þann pening sem það kostar að reka opinberan starfsmann sem hið opinbera vill ekki hafa í vinnu. Sá leikur hefur margoft verið leikinn. Ef alþjóðaaktívismi kvenna eins og me too skilar ekki öðru en að gúbbar drulla sér í nokkurra mánaða híði, þá erum við bara vopnlausar og svona tone policing gerir okkur ennþá reiðari og vondaufari.“Erum við ekki bara öll sammála um að það sé eðlilegt eftir #metoo að drágarnir taki sér smápásu frá sviðsljósinu, segjum...Posted by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir on Monday, September 3, 2018
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Tengdar fréttir Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00
Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00
Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32