Brasilíustjórn leitar aðstoðar við að byggja safnið upp á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. september 2018 07:00 Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. vísir/epa Ríkisstjórn Brasilíu leitar nú á náðir fyrirtækja og banka um aðstoð við að byggja þjóðminjasafnið í Rio de Janeiro aftur upp á ný eftir að húsnæði safnsins og 90 prósent gripa þess eyðilögðust í eldsvoða á sunnudaginn. Þetta sagði í tilkynningu frá Michel Temer forseta í gær. Sagði þar enn fremur að viðræður við fulltrúa stærstu banka landsins og fyrirtækja væru nú þegar hafnar og rætt væri um hvernig hægt væri að reisa safnið úr rústum á ný eins fljótt og auðið er. Rossieli Soares menntamálaráðherra sagði svo í gær að til viðbótar hefði verið leitað til menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á blaðamannafundi fyrir utan hina ónýtu byggingu sagði Soares að ríkisstjórnin hefði lagt til hliðar fimmtán milljónir ríala, andvirði nærri 400 milljóna króna, fyrir enduruppbygginguna. Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að ekkert vatn var að fá úr brunahönum við safnið. Ríkisstjórnin hefur í því samhengi verið sökuð um að bera ábyrgð á eldsvoðanum vegna þeirra niðurskurðaraðgerða sem ráðist var í í kringum Ólympíuleikana sem haldnir voru í borginni árið 2016. Mótmælendur hafa safnast saman undanfarna daga í kringum brunarústirnar. Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho fangaði tilfinningar mótmælenda vel í grein sem hann skrifaði í The Guardian í gær. Þar sagði hann að eldsvoðinn væri táknrænn fyrir ríki þar sem skortur á menningu og menntun sé eitt stærsta vandamálið. En Coelho spurði einnig hvers vegna þjóðminjasafnið, „glæsilegasta safn Suður-Ameríku“, fengi bara 154.000 heimsóknir á dag. „Við kennum ríkisstjórninni um að vanrækja sögu okkar. En við, brasilíska þjóðin, vanrækjum hana líka. Brasilía er frábært land, fallegt land, en við eigum við mikinn skort á menntun að stríða. Fátækir Brasilíumenn fara ekki í skóla, hvað þá á söfn. Ríka fólkið fer á söfn. En þau söfn eru í Lundúnum, New York eða París. Ekki í Rio eða Sao Paulo. „Fjármagnið sem fór í að reisa hvern og einn leikvang. Bara fjórðungur af því hefði verið nóg til að tryggja öryggi safnsins,“ sagði Luiz Fernando Dias Duarte aðstoðarsafnstjóri í viðtali við brasilískar sjónvarpsstöðvar fyrir framan rústirnar. Rannsakendur þurftu enn að bíða í gær eftir leyfi til þess að fara inn í rústirnar. Verkfræðingar hafa undanfarna daga gert prufur á húsinu til þess að ganga úr skugga um að það hrynji ekki á rannsakendur er þeir fá að fara inn. Þá hafa yfirvöld á svæðinu gefið út að veggir byggingarinnar og hlutar þaksins séu að hruni komnir vegna eldsvoðans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 „Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Ríkisstjórn Brasilíu leitar nú á náðir fyrirtækja og banka um aðstoð við að byggja þjóðminjasafnið í Rio de Janeiro aftur upp á ný eftir að húsnæði safnsins og 90 prósent gripa þess eyðilögðust í eldsvoða á sunnudaginn. Þetta sagði í tilkynningu frá Michel Temer forseta í gær. Sagði þar enn fremur að viðræður við fulltrúa stærstu banka landsins og fyrirtækja væru nú þegar hafnar og rætt væri um hvernig hægt væri að reisa safnið úr rústum á ný eins fljótt og auðið er. Rossieli Soares menntamálaráðherra sagði svo í gær að til viðbótar hefði verið leitað til menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á blaðamannafundi fyrir utan hina ónýtu byggingu sagði Soares að ríkisstjórnin hefði lagt til hliðar fimmtán milljónir ríala, andvirði nærri 400 milljóna króna, fyrir enduruppbygginguna. Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að ekkert vatn var að fá úr brunahönum við safnið. Ríkisstjórnin hefur í því samhengi verið sökuð um að bera ábyrgð á eldsvoðanum vegna þeirra niðurskurðaraðgerða sem ráðist var í í kringum Ólympíuleikana sem haldnir voru í borginni árið 2016. Mótmælendur hafa safnast saman undanfarna daga í kringum brunarústirnar. Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho fangaði tilfinningar mótmælenda vel í grein sem hann skrifaði í The Guardian í gær. Þar sagði hann að eldsvoðinn væri táknrænn fyrir ríki þar sem skortur á menningu og menntun sé eitt stærsta vandamálið. En Coelho spurði einnig hvers vegna þjóðminjasafnið, „glæsilegasta safn Suður-Ameríku“, fengi bara 154.000 heimsóknir á dag. „Við kennum ríkisstjórninni um að vanrækja sögu okkar. En við, brasilíska þjóðin, vanrækjum hana líka. Brasilía er frábært land, fallegt land, en við eigum við mikinn skort á menntun að stríða. Fátækir Brasilíumenn fara ekki í skóla, hvað þá á söfn. Ríka fólkið fer á söfn. En þau söfn eru í Lundúnum, New York eða París. Ekki í Rio eða Sao Paulo. „Fjármagnið sem fór í að reisa hvern og einn leikvang. Bara fjórðungur af því hefði verið nóg til að tryggja öryggi safnsins,“ sagði Luiz Fernando Dias Duarte aðstoðarsafnstjóri í viðtali við brasilískar sjónvarpsstöðvar fyrir framan rústirnar. Rannsakendur þurftu enn að bíða í gær eftir leyfi til þess að fara inn í rústirnar. Verkfræðingar hafa undanfarna daga gert prufur á húsinu til þess að ganga úr skugga um að það hrynji ekki á rannsakendur er þeir fá að fara inn. Þá hafa yfirvöld á svæðinu gefið út að veggir byggingarinnar og hlutar þaksins séu að hruni komnir vegna eldsvoðans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 „Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56
„Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33
Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38