

Tilvistarkreppa
Eitt til nefndi framkvæmdastjórinn. Atriði sem aðrir atvinnurekendur kannast síður við. Forsvarsmenn Haga þurfa ekki að berjast um starfsfólk og markaðshlutdeild við niðurgreidda ríkismatvörubúð. Eigendur tískuverslana þurfa heldur ekki að eiga við Tízkuverslun ríkisins í daglegu amstri. Sem betur fer ekki.
Fjölmiðlar þurfa hins vegar að etja kappi við ríkisrisann RÚV, sem ekki bara fær um fjóra milljarða í skattfé í vasann á ári hverju, heldur starfrækir öflugustu auglýsingasöludeild landsins og tekur þar vel á þriðja milljarð árlega til viðbótar. Sumarið var sérstaklega slæmt í þeim efnum. RÚV beitti óvönduðum meðulum við sölu á auglýsingum vegna HM í knattspyrnu. Auglýsingapakkar stofnunarinnar bundu auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti.
Einkamiðlarnir urðu því ekki bara af tekjum yfir blásumarið heldur frá því snemma í vor og langt fram á haustið. Allir frjálsir miðlar finna fyrir þessu nú um stundir. Þeir smærri, til dæmis N4 á Akureyri, kvörtuðu undan því að svona högg gæti riðið þeim að fullu. Eins og ritstjóri annars smærri miðils, Kjarnans, orðaði það svo smekklega, þá tekur RÚV súrefni frá öðrum á markaðnum.
Markmiðið með veru RÚV á markaði hlýtur að vera að efla frjálsa fjölmiðlun og þar með tjáningarfrelsið. Staðreyndin er hins vegar sú að RÚV tekur við almannafé með annarri hendinni, en murkar svo lífið úr einkareknu miðlunum með hinni. Svo mjög að eðlilegt er að spyrja hvort áhrif RÚV á opna og lýðræðislega umræðu í landinu séu yfir höfuð jákvæð þegar allt er talið.
Flest getum við sammælst um að RÚV eigi að vera starfrækt í einhverri mynd. Þar starfar margt frábært fagfólk og dagskrárgerð er í mörgu til fyrirmyndar. Ekki er við það fólk að sakast þótt stjórnmálamönnum hafi með aðgerðaleysi tekist að gera RÚV að útblásnu bákni í tilvistarkreppu. Vandræðagangur stjórnmálamannanna er aðför að tjáningarfrelsinu og hættulegt frjálsri fjölmiðlun.
Nú liggja fyrir ágætar tillögur fjölmiðlanefndar númer óteljandi. Síðast þegar fréttist hafði verið skipuð nefnd um niðurstöðu nefndarinnar. Kannski þarf svo nefnd um niðurstöðu þeirrar nefndar.
Gott fyrsta skref úr þessari heimatilbúnu tilvistarkreppu væri að koma ágætum tillögum þeirrar nefndar til framkvæmdar. Ef menntamálaráðherra myndi auðnast að taka það skref hefði hún tekið þau fleiri en allir forverar hennar samanlagt í þessum málaflokki.
Áfram gakk.
Skoðun

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar

Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum
Arna Magnea Danks skrifar

Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands
Herdís Sveinsdóttir skrifar

Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ!
Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar

Hafðu áhrif til hádegis
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu
Ástríður Stefánsdóttir skrifar

Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn
Haraldur Ólafsson skrifar

Tímaskekkjan skólaíþróttir
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Þegar fíllinn byltir sér....
Gunnar Pálsson skrifar

Leyfi til að syrgja
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð
Björn Ólafsson skrifar

VR-members, exercise your right to vote!
Christopher Eva skrifar

Stöðvum það sem gott er
Íris E. Gísladóttir skrifar

Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga
Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar

Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta
Magnús Karl Magnússon skrifar

Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft?
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar

Stöndum með börnum
Jón Pétur Zimsen skrifar

„Án orku verður ekki hagvöxtur“
Jón Skafti Gestsson skrifar

Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor
Engilbert Sigurðsson skrifar

Flosa í formanninn
Jónas Már Torfason skrifar

VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu
Harpa Sævarsdóttir skrifar

Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir
Gunnar Úlfarsson skrifar

Sólarhringur til stefnu
Flosi Eiríksson skrifar

Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar?
Þórhildur Halldórsdóttir skrifar

Sjálfbærni og mikilvægi háskóla
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Að kenna eða ekki kenna
Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar