Svipting atvinnuréttinda Þórður Ingi Bjarnason skrifar 5. september 2018 10:11 Í lok febrúar 2015 samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á umferðarlögum sem meðal annars kveða á um skyldur atvinnubílstjóra til endurmenntunar. Breytingin snýr að ákvæðum sem fela í sér innleiðingu eða leiðréttingu á innleiðingu EES-reglugerðar sem Ísland hefur skuldbundið sig til að veita gildi innan ákveðins frests. Gefinn er frestur til næstkomandi mánudags, 10. september fyrir atvinnubílstjóra til að ljúka endurmenntun sem þarf að fara fram á fimm ára fresti. Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti sem veitir bílstjóra atvinnuleyfi í EES ríkjunum. Námskeiðið samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert um sig stendur yfir í sjö klukkustundir og kostar hvert námskeið um kr. 20.000 og heildarkostnaður er því um kr. 100.000. Sjálfur hef ég ekið hópferðabílum frá árinu 1994 eða í 24 ár og tel ég mig hafa öðlast mikla reynslu á þessu sviði um þjóðvegi landsins. Á næstu dögum missi ég mín atvinnuréttindi með einni löggjöf og velti ég því fyrir mér hvort það sé réttlætanlegt að bílstjóri þurfi að greiða á fimm ára fresti um 100.000 krónur til að halda atvinnu sinni. Bílstjórar sem sækja ekki endurmenntun mega aka áfram öllum þeim bifreiðum sem meiraprófið nær til en mega ekki hafa það að atvinnu. Ég get því tekið 60 manna rútu á leigu og ekið með fjölskyldu og vini en ef ég ætlaði að aka sama bíl í atvinnuskyni þá er ég réttindalaus. Ég veit ekki til þess að aðrar starfsstéttir þurfi að endurnýja þau próf sem starfsmenn hafa tekið til að halda sínu starfi og tel ég því að um mikla mismunum sé að ræða á milli ólíkra starfsstétta. Þar sem um er að ræða innleiðingu á samræmdri EES reglugerð hefði mér þótt að lágmarki eðlilegt að þeir sem hafa nú þegar aukin ökuréttindi myndu halda þeim hér innanlands en sækja endurmenntun ef til stæði að keyra í atvinnuskyni annars staðar í Evrópu. Þarna hefðu íslensk stjórnvöld átt að standa í lappirnar og verja þessa stétt sem nú þegar er erfitt að manna með sífellt aukinni eftirspurn atvinnubílstjóra, meðal annars vegna sífelldrar fjölgunar ferðamanna. Síðustu ár hefur verið skortur á bílstjórum og tel ég að þessi breyting muni auka þann vanda. Margir hafa unnið aukalega á hópferðabílum í nokkrar vikur á ári þegar álagið er sem mest og er ólíklegt að þeir munu fara á endurmenntunarnámskeið til að endurnýja sín réttindi þar sem laun í þessum geira hafa nú ekki verið mikil hingað til, hvað þá ef bæta þarf þessum kostnaði við. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að við tökum við öllum EES reglugerðum og samþykkjum þær án þess að velta fyrir okkur hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur Íslendinga. Okkar sérstaða er mikil og því þarf að taka tillit til þess áður en ákvarðanir sem þessar eru teknar. Þórður Ingi Bjarnason Ferðamálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í lok febrúar 2015 samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á umferðarlögum sem meðal annars kveða á um skyldur atvinnubílstjóra til endurmenntunar. Breytingin snýr að ákvæðum sem fela í sér innleiðingu eða leiðréttingu á innleiðingu EES-reglugerðar sem Ísland hefur skuldbundið sig til að veita gildi innan ákveðins frests. Gefinn er frestur til næstkomandi mánudags, 10. september fyrir atvinnubílstjóra til að ljúka endurmenntun sem þarf að fara fram á fimm ára fresti. Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti sem veitir bílstjóra atvinnuleyfi í EES ríkjunum. Námskeiðið samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert um sig stendur yfir í sjö klukkustundir og kostar hvert námskeið um kr. 20.000 og heildarkostnaður er því um kr. 100.000. Sjálfur hef ég ekið hópferðabílum frá árinu 1994 eða í 24 ár og tel ég mig hafa öðlast mikla reynslu á þessu sviði um þjóðvegi landsins. Á næstu dögum missi ég mín atvinnuréttindi með einni löggjöf og velti ég því fyrir mér hvort það sé réttlætanlegt að bílstjóri þurfi að greiða á fimm ára fresti um 100.000 krónur til að halda atvinnu sinni. Bílstjórar sem sækja ekki endurmenntun mega aka áfram öllum þeim bifreiðum sem meiraprófið nær til en mega ekki hafa það að atvinnu. Ég get því tekið 60 manna rútu á leigu og ekið með fjölskyldu og vini en ef ég ætlaði að aka sama bíl í atvinnuskyni þá er ég réttindalaus. Ég veit ekki til þess að aðrar starfsstéttir þurfi að endurnýja þau próf sem starfsmenn hafa tekið til að halda sínu starfi og tel ég því að um mikla mismunum sé að ræða á milli ólíkra starfsstétta. Þar sem um er að ræða innleiðingu á samræmdri EES reglugerð hefði mér þótt að lágmarki eðlilegt að þeir sem hafa nú þegar aukin ökuréttindi myndu halda þeim hér innanlands en sækja endurmenntun ef til stæði að keyra í atvinnuskyni annars staðar í Evrópu. Þarna hefðu íslensk stjórnvöld átt að standa í lappirnar og verja þessa stétt sem nú þegar er erfitt að manna með sífellt aukinni eftirspurn atvinnubílstjóra, meðal annars vegna sífelldrar fjölgunar ferðamanna. Síðustu ár hefur verið skortur á bílstjórum og tel ég að þessi breyting muni auka þann vanda. Margir hafa unnið aukalega á hópferðabílum í nokkrar vikur á ári þegar álagið er sem mest og er ólíklegt að þeir munu fara á endurmenntunarnámskeið til að endurnýja sín réttindi þar sem laun í þessum geira hafa nú ekki verið mikil hingað til, hvað þá ef bæta þarf þessum kostnaði við. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að við tökum við öllum EES reglugerðum og samþykkjum þær án þess að velta fyrir okkur hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur Íslendinga. Okkar sérstaða er mikil og því þarf að taka tillit til þess áður en ákvarðanir sem þessar eru teknar. Þórður Ingi Bjarnason Ferðamálafræðingur
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun