Fótbolti

Spænskir stuðningsmenn fá ferðakostnað niðurgreiddan vegna leikja í Bandaríkjunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Spila þessir í Flórída í janúar?
Spila þessir í Flórída í janúar? Vísir/Getty
Forráðamenn La Liga deildarinnar á Spáni ætla að greiða hluta af ferða- og gistingarkostnaði spænskra stuðningsmanna vegna leikja í deildinni sem spilaðir verða í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir mótmæli spænska knattspyrnusambandsins og leikmannasambandsins á Spáni ákváðu forráðamenn deildarinnar að spila einn leik á ári í Bandaríkjunum. Spænskir fjölmiðlar segja frá því að leikur Girona og Barcelona í janúar muni fara fram í Miami.

Heimildarmaður BBC sagði La Liga ætla að hjálpa til við kostnað þeirra stuðningsmanna heimaliðsins sem eru ársmiðahafar. Aðrir stuðningsmenn fá sárabætur fyrir því að missa af heimaleik.

Samkvæmt spænska blaðinu Sport munu 1500 stuðningsmenn geta fengið fulla endurgreiðslu á flugi og gistingu.

Þeir stuðningsmenn sem vilja ekki fara til Bandaríkjanna á leikinn fá frímiða á hinn leik liðanna í deildinni og þeir sem komast á hvorugan leikinn fá afslátt af ársmiðanum sínum.

Ekki hefur enn verið staðfest að leikurinn sem verði í Bandaríkjunum sé viðureign Girona og Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×