Hvimleitt að ferðamenn virði ekki merkingar við Gullfoss Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. september 2018 06:00 Böndin sem girða af göngustígana eru ekki mikil hindrun fyrir þá sem vilja komast sem næst Gullfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er hvimleitt vandamál og er það auðvitað víða um land. Ástandið hérna er samt alveg innan marka miðað við þann mikla fjölda sem hingað kemur,“ segir Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á Gullfossi og Geysi, um það að ferðamenn fari ekki eftir öryggisreglum. Valdimar segir að oft sé um hjarðhegðun að ræða. Fari einn yfir böndin sem afmarka göngustíginn fylgi oft fleiri í kjölfarið. Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en að sögn Valdimars koma þangað að jafnaði um 2.800 manns á degi hverjum. Í sumar hafi þessi fjöldi stundum verið milli fjögur og fimm þúsund manns. „Fólki er stýrt mjög vel hérna. Við erum með upplýsingaskilti og bönd sem girða af göngustíga. Samt höfum við ekki mannskap til að elta uppi hvern og einn ferðamann sem fer ekki eftir fyrirmælum.“Ferðamenn vilja komast sem næst fossinum til að ná sem bestum myndum.Valdimar segir að tveir til þrír landverðir séu á vakt að jafnaði og sinna þeir bæði Gullfossi og Geysi. „Hingað er að koma fólk allan sólarhringinn en við erum bara með vakt á daginn.“ Aðspurður hvort hægt sé að koma frekar til móts við þá ferðamenn sem vilji komast sem næst fossinum segir Valdimar að huga þurfi að öryggi ferðamanna og gróðurvernd. „Við erum búin að teygja þetta ansi vel og reynum að vera eins sanngjörn og við getum. Það eru samt takmörk á því þar sem það er hætta á grjóthruni.“ Umhverfisstofnun fer með málefni friðlýstra svæða en Gullfoss var friðlýstur árið 1979. Í nóvember 2016 var samþykkt stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið sem gildir til 2025. Þar kemur fram að auka skuli meðvitund ferðamanna um þær hættur sem séu til staðar með aukinni fræðslu. Þá er lögð áhersla á að ferðamenn virði merkingar og öryggislínur og fylgi göngustígum.Þessir ferðamenn lögðu sig í hættu enda brúnirnar ótraustar. fréttablaðið/eyþór„Aðgerðirnar sem þarna eru tilteknar eru á áætlun. Við erum í stöðugri vinnu við að bæta aðstöðuna hér vegna vaxandi fjölda ferðamanna.“ Svavar Njarðarson, framkvæmdastjóri Gullfosskaffis, telur að bæta þurfi merkingar og afmörkun göngustíga. „Svo veltir maður því fyrir sér hvort það þyrfti ekki að skoða sektarheimildir. Það hefur engar afleiðingar í dag ef fólk fer ekki eftir reglum.“ Hann segir að Umhverfisstofnun sé alltaf að bæta aðstöðuna. „Það er allavega ekki stöðnun eða afturför hérna. Í framtíðinni mætti svo kannski efla gæslu á svæðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Þetta er hvimleitt vandamál og er það auðvitað víða um land. Ástandið hérna er samt alveg innan marka miðað við þann mikla fjölda sem hingað kemur,“ segir Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á Gullfossi og Geysi, um það að ferðamenn fari ekki eftir öryggisreglum. Valdimar segir að oft sé um hjarðhegðun að ræða. Fari einn yfir böndin sem afmarka göngustíginn fylgi oft fleiri í kjölfarið. Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en að sögn Valdimars koma þangað að jafnaði um 2.800 manns á degi hverjum. Í sumar hafi þessi fjöldi stundum verið milli fjögur og fimm þúsund manns. „Fólki er stýrt mjög vel hérna. Við erum með upplýsingaskilti og bönd sem girða af göngustíga. Samt höfum við ekki mannskap til að elta uppi hvern og einn ferðamann sem fer ekki eftir fyrirmælum.“Ferðamenn vilja komast sem næst fossinum til að ná sem bestum myndum.Valdimar segir að tveir til þrír landverðir séu á vakt að jafnaði og sinna þeir bæði Gullfossi og Geysi. „Hingað er að koma fólk allan sólarhringinn en við erum bara með vakt á daginn.“ Aðspurður hvort hægt sé að koma frekar til móts við þá ferðamenn sem vilji komast sem næst fossinum segir Valdimar að huga þurfi að öryggi ferðamanna og gróðurvernd. „Við erum búin að teygja þetta ansi vel og reynum að vera eins sanngjörn og við getum. Það eru samt takmörk á því þar sem það er hætta á grjóthruni.“ Umhverfisstofnun fer með málefni friðlýstra svæða en Gullfoss var friðlýstur árið 1979. Í nóvember 2016 var samþykkt stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið sem gildir til 2025. Þar kemur fram að auka skuli meðvitund ferðamanna um þær hættur sem séu til staðar með aukinni fræðslu. Þá er lögð áhersla á að ferðamenn virði merkingar og öryggislínur og fylgi göngustígum.Þessir ferðamenn lögðu sig í hættu enda brúnirnar ótraustar. fréttablaðið/eyþór„Aðgerðirnar sem þarna eru tilteknar eru á áætlun. Við erum í stöðugri vinnu við að bæta aðstöðuna hér vegna vaxandi fjölda ferðamanna.“ Svavar Njarðarson, framkvæmdastjóri Gullfosskaffis, telur að bæta þurfi merkingar og afmörkun göngustíga. „Svo veltir maður því fyrir sér hvort það þyrfti ekki að skoða sektarheimildir. Það hefur engar afleiðingar í dag ef fólk fer ekki eftir reglum.“ Hann segir að Umhverfisstofnun sé alltaf að bæta aðstöðuna. „Það er allavega ekki stöðnun eða afturför hérna. Í framtíðinni mætti svo kannski efla gæslu á svæðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira