Hvimleitt að ferðamenn virði ekki merkingar við Gullfoss Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. september 2018 06:00 Böndin sem girða af göngustígana eru ekki mikil hindrun fyrir þá sem vilja komast sem næst Gullfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er hvimleitt vandamál og er það auðvitað víða um land. Ástandið hérna er samt alveg innan marka miðað við þann mikla fjölda sem hingað kemur,“ segir Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á Gullfossi og Geysi, um það að ferðamenn fari ekki eftir öryggisreglum. Valdimar segir að oft sé um hjarðhegðun að ræða. Fari einn yfir böndin sem afmarka göngustíginn fylgi oft fleiri í kjölfarið. Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en að sögn Valdimars koma þangað að jafnaði um 2.800 manns á degi hverjum. Í sumar hafi þessi fjöldi stundum verið milli fjögur og fimm þúsund manns. „Fólki er stýrt mjög vel hérna. Við erum með upplýsingaskilti og bönd sem girða af göngustíga. Samt höfum við ekki mannskap til að elta uppi hvern og einn ferðamann sem fer ekki eftir fyrirmælum.“Ferðamenn vilja komast sem næst fossinum til að ná sem bestum myndum.Valdimar segir að tveir til þrír landverðir séu á vakt að jafnaði og sinna þeir bæði Gullfossi og Geysi. „Hingað er að koma fólk allan sólarhringinn en við erum bara með vakt á daginn.“ Aðspurður hvort hægt sé að koma frekar til móts við þá ferðamenn sem vilji komast sem næst fossinum segir Valdimar að huga þurfi að öryggi ferðamanna og gróðurvernd. „Við erum búin að teygja þetta ansi vel og reynum að vera eins sanngjörn og við getum. Það eru samt takmörk á því þar sem það er hætta á grjóthruni.“ Umhverfisstofnun fer með málefni friðlýstra svæða en Gullfoss var friðlýstur árið 1979. Í nóvember 2016 var samþykkt stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið sem gildir til 2025. Þar kemur fram að auka skuli meðvitund ferðamanna um þær hættur sem séu til staðar með aukinni fræðslu. Þá er lögð áhersla á að ferðamenn virði merkingar og öryggislínur og fylgi göngustígum.Þessir ferðamenn lögðu sig í hættu enda brúnirnar ótraustar. fréttablaðið/eyþór„Aðgerðirnar sem þarna eru tilteknar eru á áætlun. Við erum í stöðugri vinnu við að bæta aðstöðuna hér vegna vaxandi fjölda ferðamanna.“ Svavar Njarðarson, framkvæmdastjóri Gullfosskaffis, telur að bæta þurfi merkingar og afmörkun göngustíga. „Svo veltir maður því fyrir sér hvort það þyrfti ekki að skoða sektarheimildir. Það hefur engar afleiðingar í dag ef fólk fer ekki eftir reglum.“ Hann segir að Umhverfisstofnun sé alltaf að bæta aðstöðuna. „Það er allavega ekki stöðnun eða afturför hérna. Í framtíðinni mætti svo kannski efla gæslu á svæðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
„Þetta er hvimleitt vandamál og er það auðvitað víða um land. Ástandið hérna er samt alveg innan marka miðað við þann mikla fjölda sem hingað kemur,“ segir Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á Gullfossi og Geysi, um það að ferðamenn fari ekki eftir öryggisreglum. Valdimar segir að oft sé um hjarðhegðun að ræða. Fari einn yfir böndin sem afmarka göngustíginn fylgi oft fleiri í kjölfarið. Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en að sögn Valdimars koma þangað að jafnaði um 2.800 manns á degi hverjum. Í sumar hafi þessi fjöldi stundum verið milli fjögur og fimm þúsund manns. „Fólki er stýrt mjög vel hérna. Við erum með upplýsingaskilti og bönd sem girða af göngustíga. Samt höfum við ekki mannskap til að elta uppi hvern og einn ferðamann sem fer ekki eftir fyrirmælum.“Ferðamenn vilja komast sem næst fossinum til að ná sem bestum myndum.Valdimar segir að tveir til þrír landverðir séu á vakt að jafnaði og sinna þeir bæði Gullfossi og Geysi. „Hingað er að koma fólk allan sólarhringinn en við erum bara með vakt á daginn.“ Aðspurður hvort hægt sé að koma frekar til móts við þá ferðamenn sem vilji komast sem næst fossinum segir Valdimar að huga þurfi að öryggi ferðamanna og gróðurvernd. „Við erum búin að teygja þetta ansi vel og reynum að vera eins sanngjörn og við getum. Það eru samt takmörk á því þar sem það er hætta á grjóthruni.“ Umhverfisstofnun fer með málefni friðlýstra svæða en Gullfoss var friðlýstur árið 1979. Í nóvember 2016 var samþykkt stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið sem gildir til 2025. Þar kemur fram að auka skuli meðvitund ferðamanna um þær hættur sem séu til staðar með aukinni fræðslu. Þá er lögð áhersla á að ferðamenn virði merkingar og öryggislínur og fylgi göngustígum.Þessir ferðamenn lögðu sig í hættu enda brúnirnar ótraustar. fréttablaðið/eyþór„Aðgerðirnar sem þarna eru tilteknar eru á áætlun. Við erum í stöðugri vinnu við að bæta aðstöðuna hér vegna vaxandi fjölda ferðamanna.“ Svavar Njarðarson, framkvæmdastjóri Gullfosskaffis, telur að bæta þurfi merkingar og afmörkun göngustíga. „Svo veltir maður því fyrir sér hvort það þyrfti ekki að skoða sektarheimildir. Það hefur engar afleiðingar í dag ef fólk fer ekki eftir reglum.“ Hann segir að Umhverfisstofnun sé alltaf að bæta aðstöðuna. „Það er allavega ekki stöðnun eða afturför hérna. Í framtíðinni mætti svo kannski efla gæslu á svæðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira