Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. september 2018 07:30 Borgarfulltrúar eru í dag 23. Grunnlaun þeirra eru 726.748 krónur auk margvíslegra aukagreiðslna. Fréttablaðið/Anton Brink Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161. Umdeild hækkun kjararáðs upp á ríflega 44 prósent til handa kjörnum fulltrúum í lok október 2016 skapaði miklar illdeilur í samfélaginu og var ákveðið í borgarstjórn að frysta launin. Í apríl í fyrra varð niðurstaðan að borgarfulltrúar myndu afþakka hækkun kjararáðs og binda laun sín í framtíðinni við þróun launavísitölu sem uppfærist í janúar og júlí ár hvert. Þegar kjararáð kvað upp hinn umdeilda úrskurð sinn sem hefði hækkað laun borgarfulltrúa verulega vegna tengingar launa þeirra við þingfarakaup, námu grunnlaun borgarfulltrúa 593.720 krónum á mánuði. Hefðu borgarfulltrúar þegið hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun farið upp í 856.949 krónur, í stað 633.022 króna. Á móti kemur að borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í vor. Grunnlaun borgarfulltrúa segja þó aðeins hluta kjarasögunnar því ofan á þau leggst starfskostnaður, og hinar ýmsu álagsgreiðslur sem numið geta hundruðum þúsunda á mánuði í einhverjum tilfella. Svo dæmi sé tekið fá borgarfulltrúar sem gegna formennsku í fagráði eða borgarstjórnarflokki greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, eða 181.000 krónur. Borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum fá sömuleiðis 25 prósenta álag. Borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði fá greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, formaður borgarráðs fær 40 prósenta álag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir í sumar að hún myndi ekki þiggja álagsgreiðslurnar þótt hún gæti ekki afsalað sér þeim. Ekki liggur fyrir hvort fleiri borgarfulltrúar fylgi því fordæmi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161. Umdeild hækkun kjararáðs upp á ríflega 44 prósent til handa kjörnum fulltrúum í lok október 2016 skapaði miklar illdeilur í samfélaginu og var ákveðið í borgarstjórn að frysta launin. Í apríl í fyrra varð niðurstaðan að borgarfulltrúar myndu afþakka hækkun kjararáðs og binda laun sín í framtíðinni við þróun launavísitölu sem uppfærist í janúar og júlí ár hvert. Þegar kjararáð kvað upp hinn umdeilda úrskurð sinn sem hefði hækkað laun borgarfulltrúa verulega vegna tengingar launa þeirra við þingfarakaup, námu grunnlaun borgarfulltrúa 593.720 krónum á mánuði. Hefðu borgarfulltrúar þegið hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun farið upp í 856.949 krónur, í stað 633.022 króna. Á móti kemur að borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í vor. Grunnlaun borgarfulltrúa segja þó aðeins hluta kjarasögunnar því ofan á þau leggst starfskostnaður, og hinar ýmsu álagsgreiðslur sem numið geta hundruðum þúsunda á mánuði í einhverjum tilfella. Svo dæmi sé tekið fá borgarfulltrúar sem gegna formennsku í fagráði eða borgarstjórnarflokki greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, eða 181.000 krónur. Borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum fá sömuleiðis 25 prósenta álag. Borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði fá greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, formaður borgarráðs fær 40 prósenta álag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir í sumar að hún myndi ekki þiggja álagsgreiðslurnar þótt hún gæti ekki afsalað sér þeim. Ekki liggur fyrir hvort fleiri borgarfulltrúar fylgi því fordæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30
Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00
Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00