Djokovic vann Federer-banann og er kominn í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 07:30 Novak Djokovic fagnar sigri og þakkar John Millman fyrir leikinn. Vísir/Getty Novak Djokovic hefur aldrei tapað í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis og það breyttist heldur ekki í nótt þegar hann komst í ellefta sinn í undaúrslit risamótsins í New York. Novak Djokovic vann Ástralann John Millman í þremur settum, 6-3 6-4 6-4, en Millman hafði slegið úr svissnesku tennisgoðsögnina Roger Federer í leiknum á undan. Leikurinn tók tvo klukkutíma og 49 mínútur. Hinn 31 árs gamli Djokovic er á eftir sínum þriðja titli á Opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur unnið allar ellefu viðureignir sínar í átta manna úrslitum á US Open.The Djoker Prevails!@DjokerNole gets past Millman 6-3, 6-4, 6-4 to set up a semifinal encounter against Kei Nishikori...#USOpenpic.twitter.com/NE59ZndaE6 — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2018Novak Djokovic mætir Japananum Kei Nishikori í undanúrslitunum á morgun. Novak hefur unnið sjö af ellefu undanúrslitaviðureignum sínum á Opna bandaríska meistaramótinu í gegnum tíðina. Það er aðeins meira undir en bara sigur á risamóti fyrir Novak Djokovic. Með sigri á þessu móti myndi hann ná sínum fjórtánda sigri á risamóti og komast upp að hlið þeirra Pete Sampras og Ivan Lendl. Þá hefðu aðeins tveir unnið fleiri risamót en Serbinn eða þeir Roger Federer (20) og Rafael Nadal (17). Hin bandaríska Madison Keys tryggði sér sæti í undanúrslitum kvenna með sigri á Carla Suárez Navarro frá Spáni. Þá varð Naomi Osaka fyrsta japanska tenniskonan til að komast í undanúrslit á US Open þegar hún vann Lesia Tsurenko frá Úkraínu. Undanúrslit kvenna fara fram í dag. Þar mætast annarsvegar Serena Williams frá Bandaríkjunum og Anastasija Sevastova frá Lettlandi og hins vegar þær Madison Keys og Naomi Osaka. Báðir leikirnir fara fram á Arthur Ashe Stadium. Tennis Tengdar fréttir Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30 Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30 Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Novak Djokovic hefur aldrei tapað í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis og það breyttist heldur ekki í nótt þegar hann komst í ellefta sinn í undaúrslit risamótsins í New York. Novak Djokovic vann Ástralann John Millman í þremur settum, 6-3 6-4 6-4, en Millman hafði slegið úr svissnesku tennisgoðsögnina Roger Federer í leiknum á undan. Leikurinn tók tvo klukkutíma og 49 mínútur. Hinn 31 árs gamli Djokovic er á eftir sínum þriðja titli á Opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur unnið allar ellefu viðureignir sínar í átta manna úrslitum á US Open.The Djoker Prevails!@DjokerNole gets past Millman 6-3, 6-4, 6-4 to set up a semifinal encounter against Kei Nishikori...#USOpenpic.twitter.com/NE59ZndaE6 — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2018Novak Djokovic mætir Japananum Kei Nishikori í undanúrslitunum á morgun. Novak hefur unnið sjö af ellefu undanúrslitaviðureignum sínum á Opna bandaríska meistaramótinu í gegnum tíðina. Það er aðeins meira undir en bara sigur á risamóti fyrir Novak Djokovic. Með sigri á þessu móti myndi hann ná sínum fjórtánda sigri á risamóti og komast upp að hlið þeirra Pete Sampras og Ivan Lendl. Þá hefðu aðeins tveir unnið fleiri risamót en Serbinn eða þeir Roger Federer (20) og Rafael Nadal (17). Hin bandaríska Madison Keys tryggði sér sæti í undanúrslitum kvenna með sigri á Carla Suárez Navarro frá Spáni. Þá varð Naomi Osaka fyrsta japanska tenniskonan til að komast í undanúrslit á US Open þegar hún vann Lesia Tsurenko frá Úkraínu. Undanúrslit kvenna fara fram í dag. Þar mætast annarsvegar Serena Williams frá Bandaríkjunum og Anastasija Sevastova frá Lettlandi og hins vegar þær Madison Keys og Naomi Osaka. Báðir leikirnir fara fram á Arthur Ashe Stadium.
Tennis Tengdar fréttir Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30 Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30 Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30
Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30
Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30