Missti auga eftir að golfkúla skaust í andlit hans Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2018 20:14 Frá Keilisvellinum, ekki fjarri þeim stað þar sem slysið átti sér stað. Kylfingurinn á myndinni, sem ekki tengist fréttinni, er einmitt að slá kúlu sína úr hrauninu. visir/jakob bjarnar Kylfingur missti augað eftir að hafa fengið golfkúlu í sig. Atvikið átti sér stað á Keilisvellinum í Hafnarfirði á opnu móti sem haldið var þar fyrir tæpum hálfum mánuði. Kylfingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri, þaulvanur golfari með um 11 í forgjöf. Hið skelfilega óhapp átti sér stað á 5. braut, á þeim hluta vallarins sem kallast Hraunið – nafn með rentu. Kylfingurinn, sem þá þegar var kominn með gott skorkort, sló kúluna út í hraun í upphafshögginu og freistaði þess að ná henni inná flöt í öðru höggi. En, um er að ræða fremur langa par fjögur holu.Fullt högg með sexjárni Kylfingurinn sló fullt högg með sexjárni, öflug kylfa en ekki vildi betur til en kúlan fór í stein sem var í rétt rúmlega 1 metra fjarlægð, skaust til baka og beint í auga mannsins. Kúlan lá vel þegar slegið var og verður atvikið að skrifast á skelfilega óheppni en steinninn stóð ekki nema um 10 sentímetra uppúr jörðinni. Flestir kylfingar hefðu reynt þetta sama og fyrirfram hefði höggið seint flokkast sem hættuspil.Ólafur Þór hjá Keili. Hann segir að um skelfilega óheppni hafi verið að ræða og ekkert nándar eins alvarlegt atvik hafi komið upp á Keilisvellinum.visir/jakobTalsvert blæddi úr auganu og andlit hans bólgnaði upp. Var sjúkrabíll kallaður til þegar eftir að óhappið hafði átt sér stað. Maðurinn fór þá í aðgerð en ekki tókst að bjarga auganu sem var illa leikið eftir golfkúluna. Samkvæmt heimilum Vísis telja læknar manninn þó að einhverju leyti heppinn því ef kúlan hefði til að mynda farið í gagnauga hans hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.Starfsfólk Keilis í sjokki Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir að hann og hans fólk hafi fengið áfall við tíðindin, „Að jafn alvarlegt slys skyldi gerast hjá okkur.“ Hann segir að þetta sé til allrar hamingju ekki algengt. „En það hendir að fólk slái, hvort heldur er á skógarvelli eða hraunvelli eins og hjá okkur, þannig að kúlan hrökkvi í það. En, þetta er það langalvarlegasta sem við höfum lent í á okkar velli. Ekkert sem kemst í líkingu við þetta. En, menn hafa verið nálægt því. Eins í þessari íþrótt og öllum öðrum íþróttum, slysin gerast og gera ekki boð á undan sér.“ Ólafur Þór segir að um óheppni hafi verið að ræða og kylfingurinn hafi ekki einu sinni séð steininn sem kúlan fór í. „Þetta er skelfileg óheppni.“ Dómaranefnd Keilis er með til skoðunar að fjölga fallreitum í hrauninu megi það verða til þess að minnka hættu á því svæði vallarins. Golf Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Kylfingur missti augað eftir að hafa fengið golfkúlu í sig. Atvikið átti sér stað á Keilisvellinum í Hafnarfirði á opnu móti sem haldið var þar fyrir tæpum hálfum mánuði. Kylfingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri, þaulvanur golfari með um 11 í forgjöf. Hið skelfilega óhapp átti sér stað á 5. braut, á þeim hluta vallarins sem kallast Hraunið – nafn með rentu. Kylfingurinn, sem þá þegar var kominn með gott skorkort, sló kúluna út í hraun í upphafshögginu og freistaði þess að ná henni inná flöt í öðru höggi. En, um er að ræða fremur langa par fjögur holu.Fullt högg með sexjárni Kylfingurinn sló fullt högg með sexjárni, öflug kylfa en ekki vildi betur til en kúlan fór í stein sem var í rétt rúmlega 1 metra fjarlægð, skaust til baka og beint í auga mannsins. Kúlan lá vel þegar slegið var og verður atvikið að skrifast á skelfilega óheppni en steinninn stóð ekki nema um 10 sentímetra uppúr jörðinni. Flestir kylfingar hefðu reynt þetta sama og fyrirfram hefði höggið seint flokkast sem hættuspil.Ólafur Þór hjá Keili. Hann segir að um skelfilega óheppni hafi verið að ræða og ekkert nándar eins alvarlegt atvik hafi komið upp á Keilisvellinum.visir/jakobTalsvert blæddi úr auganu og andlit hans bólgnaði upp. Var sjúkrabíll kallaður til þegar eftir að óhappið hafði átt sér stað. Maðurinn fór þá í aðgerð en ekki tókst að bjarga auganu sem var illa leikið eftir golfkúluna. Samkvæmt heimilum Vísis telja læknar manninn þó að einhverju leyti heppinn því ef kúlan hefði til að mynda farið í gagnauga hans hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.Starfsfólk Keilis í sjokki Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir að hann og hans fólk hafi fengið áfall við tíðindin, „Að jafn alvarlegt slys skyldi gerast hjá okkur.“ Hann segir að þetta sé til allrar hamingju ekki algengt. „En það hendir að fólk slái, hvort heldur er á skógarvelli eða hraunvelli eins og hjá okkur, þannig að kúlan hrökkvi í það. En, þetta er það langalvarlegasta sem við höfum lent í á okkar velli. Ekkert sem kemst í líkingu við þetta. En, menn hafa verið nálægt því. Eins í þessari íþrótt og öllum öðrum íþróttum, slysin gerast og gera ekki boð á undan sér.“ Ólafur Þór segir að um óheppni hafi verið að ræða og kylfingurinn hafi ekki einu sinni séð steininn sem kúlan fór í. „Þetta er skelfileg óheppni.“ Dómaranefnd Keilis er með til skoðunar að fjölga fallreitum í hrauninu megi það verða til þess að minnka hættu á því svæði vallarins.
Golf Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira