Setjum tappann í! Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. september 2018 07:00 Honum er viss vorkunn, kaupsýslumanninum sem fjárfesti í vídeóleigu um aldamótin. Hvernig átti hann að vita að nokkrum árum síðar yrðu vídeóleigurnar dauðar? Það getur nefnilega verið erfitt að átta sig á grundvallarbreytingum í samfélaginu á meðan þær eru að eiga sér stað. Líklegt er að eins fari með fjárfestingu í mengandi olíuiðnaði og vídeóleigurnar. Að fólki þyki skrýtið í baksýnisspeglinum að einhverjum hafi dottið til hugar að setja meiri pening í dauðvona olíuhagkerfið í byrjun 21. aldarinnar. Þó eru það endalok sem er auðveldara að sjá fyrir.Kallar á samhent átak Baráttan gegn loftslagsvánni kallar á samhent átak allra jarðarbúa. Hagsmunirnir eru sameiginlegir. Þess vegna hafa ríki heims gert með sér samkomulag um aðgerðir í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið snýst um að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C. Þetta hefur margt í för með sér, hvort sem er varðandi stefnu stjórnvalda, framleiðslu fyrirtækja eða neyslu einstaklinga. Eitt af því er að skilja þarf stærstan hluta af þekktum birgðum jarðefnaeldsneytis eftir í jörðinni. Ríki heims hafa þannig í raun komið sér saman um endalok olíualdarinnar. Ef ekki er ráðlegt að nýta þá olíu sem vitað er um þarf enn síður að finna nýjar olíulindir. Það er því skrýtið að hugsa til þess að ekki séu nema fimm ár liðin síðan reynt var að setja íslenska olíuævintýrið af stað með útgáfu sérleyfa til að leita að kolvetni á Drekasvæðinu. Svipað og að kaupa sér vídeóleigu rétt áður en sá markaður hætti að vera til.Horfumst í augu við orðinn hlut Fyrr á þessu ári rann síðasta sérleyfið til olíuleitar úr gildi. Til að sýna að Íslandi sé full alvara í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eigum við að horfast í augu við orðinn hlut og setja tappann í. Sammælumst um að sú olía sem kann að vera undir hafsbotni verði þar óhreyfð um aldur og ævi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Honum er viss vorkunn, kaupsýslumanninum sem fjárfesti í vídeóleigu um aldamótin. Hvernig átti hann að vita að nokkrum árum síðar yrðu vídeóleigurnar dauðar? Það getur nefnilega verið erfitt að átta sig á grundvallarbreytingum í samfélaginu á meðan þær eru að eiga sér stað. Líklegt er að eins fari með fjárfestingu í mengandi olíuiðnaði og vídeóleigurnar. Að fólki þyki skrýtið í baksýnisspeglinum að einhverjum hafi dottið til hugar að setja meiri pening í dauðvona olíuhagkerfið í byrjun 21. aldarinnar. Þó eru það endalok sem er auðveldara að sjá fyrir.Kallar á samhent átak Baráttan gegn loftslagsvánni kallar á samhent átak allra jarðarbúa. Hagsmunirnir eru sameiginlegir. Þess vegna hafa ríki heims gert með sér samkomulag um aðgerðir í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið snýst um að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C. Þetta hefur margt í för með sér, hvort sem er varðandi stefnu stjórnvalda, framleiðslu fyrirtækja eða neyslu einstaklinga. Eitt af því er að skilja þarf stærstan hluta af þekktum birgðum jarðefnaeldsneytis eftir í jörðinni. Ríki heims hafa þannig í raun komið sér saman um endalok olíualdarinnar. Ef ekki er ráðlegt að nýta þá olíu sem vitað er um þarf enn síður að finna nýjar olíulindir. Það er því skrýtið að hugsa til þess að ekki séu nema fimm ár liðin síðan reynt var að setja íslenska olíuævintýrið af stað með útgáfu sérleyfa til að leita að kolvetni á Drekasvæðinu. Svipað og að kaupa sér vídeóleigu rétt áður en sá markaður hætti að vera til.Horfumst í augu við orðinn hlut Fyrr á þessu ári rann síðasta sérleyfið til olíuleitar úr gildi. Til að sýna að Íslandi sé full alvara í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eigum við að horfast í augu við orðinn hlut og setja tappann í. Sammælumst um að sú olía sem kann að vera undir hafsbotni verði þar óhreyfð um aldur og ævi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar