Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2018 06:00 Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði undan farið. Ísland mætir Sviss ytra í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Landsliðið hefur verið við æfingar í Austurríki í vikunni. „Þetta er spennandi verkefni. Mjög erfitt en við erum búnir að vinna okkur þetta inn á síðustu árum og ég vil frekar spila þessa leiki heldur en fara inn í einhverja æfingaleiki,“ sagði Ari við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum ekki unnið þá marga síðustu árin svo ég kýs þetta frekar.“ Ari er á mála hjá belgíska liðinu Lokeren en hann hefur ekki fengið mikið að spila undan farið. „Ég er ekki búinn að fá mínútur í síðustu leikjum sem er mjög skrítið. Ég hef ekki verið í þessari stöðu í nokkur ár og er nýtt fyrir mér. En fótboltinn er svona og maður þarf bara að berjast.“ Ari á æfingu með landsliðinu í gærvísir/arnarHörður Björgvin Magnússon tók sæti Ara í stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu síðustu misseri en miðað við æfingar liðsins í þessari viku má ætla að Ari gæti byrjað leikinn gegn Sviss á laugardag. „Ég vona það. Ég fer í hvert einasta landsliðsverkefni með þá hugsun að byrja leikinn en svo er það undir þjálfurunum komið hvern þeir velja.“ „Vonandi, ég er klár í slaginn og gíra mig þannig upp.“ Leikurinn á laugardaginn er sá fyrsti undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem tók við liðinu fyrir mánuði síðan. „Það er skrítið ef við förum að breyta öllu kerfinu en við höldum í það góða og gott að fá ferskleika inn í þetta og aðeins nýja taktík.“ „Ég þekkti hann ekki neitt en fylgdist með sænska landsliðinu og vissi aðeins hvað hann hafði gert með sínum liðu.“ Aðspurður hvað Ísland þurfi að gera til þess að ná í sigur í þessum leik gegn Sviss var svar Ara einfalt „Vinna.“ „Við viljum vinna alla leiki en við þurfum að halda okkar skipulagi og sýna hversu góðir við erum. Við vorum ekki í okkar besta formi á HM.“ „Við trúum á okkur og vitum nákvæmlega hvað við getum gert. Það verður mjög spennandi að sjá hvað við gerum með nýja þjálfaranum og hvernig hann virkar.“ „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Ari Freyr Skúlason. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði undan farið. Ísland mætir Sviss ytra í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Landsliðið hefur verið við æfingar í Austurríki í vikunni. „Þetta er spennandi verkefni. Mjög erfitt en við erum búnir að vinna okkur þetta inn á síðustu árum og ég vil frekar spila þessa leiki heldur en fara inn í einhverja æfingaleiki,“ sagði Ari við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum ekki unnið þá marga síðustu árin svo ég kýs þetta frekar.“ Ari er á mála hjá belgíska liðinu Lokeren en hann hefur ekki fengið mikið að spila undan farið. „Ég er ekki búinn að fá mínútur í síðustu leikjum sem er mjög skrítið. Ég hef ekki verið í þessari stöðu í nokkur ár og er nýtt fyrir mér. En fótboltinn er svona og maður þarf bara að berjast.“ Ari á æfingu með landsliðinu í gærvísir/arnarHörður Björgvin Magnússon tók sæti Ara í stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu síðustu misseri en miðað við æfingar liðsins í þessari viku má ætla að Ari gæti byrjað leikinn gegn Sviss á laugardag. „Ég vona það. Ég fer í hvert einasta landsliðsverkefni með þá hugsun að byrja leikinn en svo er það undir þjálfurunum komið hvern þeir velja.“ „Vonandi, ég er klár í slaginn og gíra mig þannig upp.“ Leikurinn á laugardaginn er sá fyrsti undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem tók við liðinu fyrir mánuði síðan. „Það er skrítið ef við förum að breyta öllu kerfinu en við höldum í það góða og gott að fá ferskleika inn í þetta og aðeins nýja taktík.“ „Ég þekkti hann ekki neitt en fylgdist með sænska landsliðinu og vissi aðeins hvað hann hafði gert með sínum liðu.“ Aðspurður hvað Ísland þurfi að gera til þess að ná í sigur í þessum leik gegn Sviss var svar Ara einfalt „Vinna.“ „Við viljum vinna alla leiki en við þurfum að halda okkar skipulagi og sýna hversu góðir við erum. Við vorum ekki í okkar besta formi á HM.“ „Við trúum á okkur og vitum nákvæmlega hvað við getum gert. Það verður mjög spennandi að sjá hvað við gerum með nýja þjálfaranum og hvernig hann virkar.“ „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Ari Freyr Skúlason.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira