Svona er samband Þjóðadeildarinnar og EM í fótbolta 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 17:45 Íslenska landsliðið hefur komist inn á tvö stórmót í röð. Vísir/Getty Þjóðadeildin hófst í gær og fyrsti leikur íslenska landsliðsins er í Sviss á morgun. Næsta stórmót er hins vegar Evrópumótið árið 2020 þar sem úrslitakeppnin verður spiluð út um alla Evrópu. En hvernig tengjast þessar tvær keppnir? Undankeppni EM 2020 verður með sama sniði og síðustu undankeppnir EM. Liðin verða dregin í tíu riðla með fimm eða sex liðum í hverjum riðli. Efstu tvö liðin í hverjum tryggja sér síðan sæti á EM en hin eru ekki alveg úr leik.24 hours to the UEFA #NationsLeague kicks off! What is it? Let us explain... pic.twitter.com/JcAOPEkQ6P — UEFA Nations League (@UEFAEURO) September 5, 2018Það sem kannski breytist varðandi undankeppnina er að hún verður spiluð á skemmri tíma eða frá mars til nóvember 2019. Eftir undankeppni hafa 20 af 24 liðum tryggt sér sæti á EM 2020 en fjögur sæti eru þá ennþá laus. Hér kemur Þjóðadeildin inn. Allar deildirnar fjórar, A, B, C og D fá eitt sæti á EM hvert. Liðin sem hafa ekki tryggt sig inn á EM fá annað möguleika á EM-sæti í sérstöku umspili á milli þeirra fjögurra efstu liða í hverri deild í Þjóðadeildinni sem eru ekki komin með farseðil á EM. Það er ekkert beint umspil á milli liðanna sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðli en þau eru líkleg til að komast í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Sextán þjóðir komast í umspilin um síðustu fjögur sætin, fjögur landslið úr hverri deild.The UEFA #NationsLeague gives smaller associations the chance to be among the elite at @UEFAEURO How does EURO qualifying work? This video explains everything https://t.co/HUNNa5a2Rapic.twitter.com/YYwSzjgBxy — UEFA (@UEFA) September 6, 2018Mistakist íslenska landsliðinu að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina á næsta ári er nokkuð öruggt að liðið fær sæti í þessu umspili. Mótherjarnir væru þá þær þrjár þjóðir sem eru með bestan árangur af þeim sem eru ekki búnar að tryggja sér EM sætið. Umspilin fara fram í mars 2020 þar sem verða spiluð undanúrslit og svo úrslit og eitt landsliðið úr hverju umspili kemst inn á EM. Það þyðir að eitt landslið úr D-deildinni fær sæti á EM en mjög ólíklegt er þær þjóðir komist í gegnum sjálfa undankeppnina. Færeyingar eiga þannig í fyrsta sinn raunhæfa möguleika á sæti á stórmóti en þeir þurfa þá að hafa betur í þessu umspili á móti þjóðum eins og Aserbaídsjan. Makedóníu, Hvíta-Rússlandi, Georgíu, Armeníu, Lettlandi, Lúxemborg, Kasakstan, Moldóvu, Liechtenstein, Möltu, Andorra. Kósóvó, San Marínó eða Gíbraltar. Það má í raun líta á umspil Þjóðadeildarinnar sem einhvers konar öryggisventil fyrir þær þjóðir í A-deild og B-deild sem komast ekki í gegnum undankeppnina og svo nýtt óvænt tækifæri fyrir lið úr C-deild og D-deild til að komast inn á stórmót. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem skýrir þetta enn frekar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Þjóðadeildin hófst í gær og fyrsti leikur íslenska landsliðsins er í Sviss á morgun. Næsta stórmót er hins vegar Evrópumótið árið 2020 þar sem úrslitakeppnin verður spiluð út um alla Evrópu. En hvernig tengjast þessar tvær keppnir? Undankeppni EM 2020 verður með sama sniði og síðustu undankeppnir EM. Liðin verða dregin í tíu riðla með fimm eða sex liðum í hverjum riðli. Efstu tvö liðin í hverjum tryggja sér síðan sæti á EM en hin eru ekki alveg úr leik.24 hours to the UEFA #NationsLeague kicks off! What is it? Let us explain... pic.twitter.com/JcAOPEkQ6P — UEFA Nations League (@UEFAEURO) September 5, 2018Það sem kannski breytist varðandi undankeppnina er að hún verður spiluð á skemmri tíma eða frá mars til nóvember 2019. Eftir undankeppni hafa 20 af 24 liðum tryggt sér sæti á EM 2020 en fjögur sæti eru þá ennþá laus. Hér kemur Þjóðadeildin inn. Allar deildirnar fjórar, A, B, C og D fá eitt sæti á EM hvert. Liðin sem hafa ekki tryggt sig inn á EM fá annað möguleika á EM-sæti í sérstöku umspili á milli þeirra fjögurra efstu liða í hverri deild í Þjóðadeildinni sem eru ekki komin með farseðil á EM. Það er ekkert beint umspil á milli liðanna sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðli en þau eru líkleg til að komast í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Sextán þjóðir komast í umspilin um síðustu fjögur sætin, fjögur landslið úr hverri deild.The UEFA #NationsLeague gives smaller associations the chance to be among the elite at @UEFAEURO How does EURO qualifying work? This video explains everything https://t.co/HUNNa5a2Rapic.twitter.com/YYwSzjgBxy — UEFA (@UEFA) September 6, 2018Mistakist íslenska landsliðinu að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina á næsta ári er nokkuð öruggt að liðið fær sæti í þessu umspili. Mótherjarnir væru þá þær þrjár þjóðir sem eru með bestan árangur af þeim sem eru ekki búnar að tryggja sér EM sætið. Umspilin fara fram í mars 2020 þar sem verða spiluð undanúrslit og svo úrslit og eitt landsliðið úr hverju umspili kemst inn á EM. Það þyðir að eitt landslið úr D-deildinni fær sæti á EM en mjög ólíklegt er þær þjóðir komist í gegnum sjálfa undankeppnina. Færeyingar eiga þannig í fyrsta sinn raunhæfa möguleika á sæti á stórmóti en þeir þurfa þá að hafa betur í þessu umspili á móti þjóðum eins og Aserbaídsjan. Makedóníu, Hvíta-Rússlandi, Georgíu, Armeníu, Lettlandi, Lúxemborg, Kasakstan, Moldóvu, Liechtenstein, Möltu, Andorra. Kósóvó, San Marínó eða Gíbraltar. Það má í raun líta á umspil Þjóðadeildarinnar sem einhvers konar öryggisventil fyrir þær þjóðir í A-deild og B-deild sem komast ekki í gegnum undankeppnina og svo nýtt óvænt tækifæri fyrir lið úr C-deild og D-deild til að komast inn á stórmót. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem skýrir þetta enn frekar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira