Formaður Eflingar vill að lægstu laun verði skattfrjáls Kristín Ýrr Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2018 19:08 Samflot fjölmennustu verkalýðsfélaga landsins auka líkur á árangri í komandi kjaraviðræðum, að mati formanns Eflingar sem vill að lægstu laun verði undanþegin skatti. Hann skorar á félög innan Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambands Íslands að fara saman fram í komandi kjaraviðræðum. Útlit er fyrir harðar kjaraviðræður þegar fjöldi kjarasamninga losnar um áramótin. Í gær fól stjórn Eflingar-stéttarfélags formanni sínum að kanna grundvöll fyrir samstarfi við VR í komandi kjaraviðræðum. „Ég var í morgun á formannafundi Starfsgreinasambandsins og þar flutti ég þeim fregnir af því að á stjórnarfundi hjá Eflingu í gær var samþykkt einróma ályktun um það að öll félögin innan sambandsins leituðu eftir samstarfi við VR eða félögin innan Landssambands verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verði þetta að veruleika mun meginþorri vinnuafls á almennum vinnumarkaði standa saman í komandi kjarabaráttu. Sólveig segir það styrkja stoðir verkalýðshreyfingarinnar. Hún segist vilja sjá lægstu laun alveg skattfrjáls en félögin telja bæði að láglaunafólk beri alltof mikla skattbyrgði á herðum sér. Hluti af sameiginlegum kröfum þeirra er að persónuafsláttur verði hækkaður og að stjórnvöld endurskoði barna- og vaxtabótakerfið. „Ef að við förum fram sameinuð þá er þetta gríðarlega stór og kröftugur hópur. Ég get ekki betur heyrt en að það sé samhljómur í því að sækja sterkt og markvisst fram á ríkisvaldið til að ganga í að lagfæra skattkerfið, bótakerfið, húsnæðsmálin og allt þetta sem brennur helst á okkar félagsmönnum. Ef af þessu verður þá eru líkur okkar á því að ná árangri þeim mun meiri og betri,” segir hún. Kjaramál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Samflot fjölmennustu verkalýðsfélaga landsins auka líkur á árangri í komandi kjaraviðræðum, að mati formanns Eflingar sem vill að lægstu laun verði undanþegin skatti. Hann skorar á félög innan Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambands Íslands að fara saman fram í komandi kjaraviðræðum. Útlit er fyrir harðar kjaraviðræður þegar fjöldi kjarasamninga losnar um áramótin. Í gær fól stjórn Eflingar-stéttarfélags formanni sínum að kanna grundvöll fyrir samstarfi við VR í komandi kjaraviðræðum. „Ég var í morgun á formannafundi Starfsgreinasambandsins og þar flutti ég þeim fregnir af því að á stjórnarfundi hjá Eflingu í gær var samþykkt einróma ályktun um það að öll félögin innan sambandsins leituðu eftir samstarfi við VR eða félögin innan Landssambands verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verði þetta að veruleika mun meginþorri vinnuafls á almennum vinnumarkaði standa saman í komandi kjarabaráttu. Sólveig segir það styrkja stoðir verkalýðshreyfingarinnar. Hún segist vilja sjá lægstu laun alveg skattfrjáls en félögin telja bæði að láglaunafólk beri alltof mikla skattbyrgði á herðum sér. Hluti af sameiginlegum kröfum þeirra er að persónuafsláttur verði hækkaður og að stjórnvöld endurskoði barna- og vaxtabótakerfið. „Ef að við förum fram sameinuð þá er þetta gríðarlega stór og kröftugur hópur. Ég get ekki betur heyrt en að það sé samhljómur í því að sækja sterkt og markvisst fram á ríkisvaldið til að ganga í að lagfæra skattkerfið, bótakerfið, húsnæðsmálin og allt þetta sem brennur helst á okkar félagsmönnum. Ef af þessu verður þá eru líkur okkar á því að ná árangri þeim mun meiri og betri,” segir hún.
Kjaramál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira