Formaður Eflingar vill að lægstu laun verði skattfrjáls Kristín Ýrr Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2018 19:08 Samflot fjölmennustu verkalýðsfélaga landsins auka líkur á árangri í komandi kjaraviðræðum, að mati formanns Eflingar sem vill að lægstu laun verði undanþegin skatti. Hann skorar á félög innan Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambands Íslands að fara saman fram í komandi kjaraviðræðum. Útlit er fyrir harðar kjaraviðræður þegar fjöldi kjarasamninga losnar um áramótin. Í gær fól stjórn Eflingar-stéttarfélags formanni sínum að kanna grundvöll fyrir samstarfi við VR í komandi kjaraviðræðum. „Ég var í morgun á formannafundi Starfsgreinasambandsins og þar flutti ég þeim fregnir af því að á stjórnarfundi hjá Eflingu í gær var samþykkt einróma ályktun um það að öll félögin innan sambandsins leituðu eftir samstarfi við VR eða félögin innan Landssambands verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verði þetta að veruleika mun meginþorri vinnuafls á almennum vinnumarkaði standa saman í komandi kjarabaráttu. Sólveig segir það styrkja stoðir verkalýðshreyfingarinnar. Hún segist vilja sjá lægstu laun alveg skattfrjáls en félögin telja bæði að láglaunafólk beri alltof mikla skattbyrgði á herðum sér. Hluti af sameiginlegum kröfum þeirra er að persónuafsláttur verði hækkaður og að stjórnvöld endurskoði barna- og vaxtabótakerfið. „Ef að við förum fram sameinuð þá er þetta gríðarlega stór og kröftugur hópur. Ég get ekki betur heyrt en að það sé samhljómur í því að sækja sterkt og markvisst fram á ríkisvaldið til að ganga í að lagfæra skattkerfið, bótakerfið, húsnæðsmálin og allt þetta sem brennur helst á okkar félagsmönnum. Ef af þessu verður þá eru líkur okkar á því að ná árangri þeim mun meiri og betri,” segir hún. Kjaramál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Samflot fjölmennustu verkalýðsfélaga landsins auka líkur á árangri í komandi kjaraviðræðum, að mati formanns Eflingar sem vill að lægstu laun verði undanþegin skatti. Hann skorar á félög innan Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambands Íslands að fara saman fram í komandi kjaraviðræðum. Útlit er fyrir harðar kjaraviðræður þegar fjöldi kjarasamninga losnar um áramótin. Í gær fól stjórn Eflingar-stéttarfélags formanni sínum að kanna grundvöll fyrir samstarfi við VR í komandi kjaraviðræðum. „Ég var í morgun á formannafundi Starfsgreinasambandsins og þar flutti ég þeim fregnir af því að á stjórnarfundi hjá Eflingu í gær var samþykkt einróma ályktun um það að öll félögin innan sambandsins leituðu eftir samstarfi við VR eða félögin innan Landssambands verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verði þetta að veruleika mun meginþorri vinnuafls á almennum vinnumarkaði standa saman í komandi kjarabaráttu. Sólveig segir það styrkja stoðir verkalýðshreyfingarinnar. Hún segist vilja sjá lægstu laun alveg skattfrjáls en félögin telja bæði að láglaunafólk beri alltof mikla skattbyrgði á herðum sér. Hluti af sameiginlegum kröfum þeirra er að persónuafsláttur verði hækkaður og að stjórnvöld endurskoði barna- og vaxtabótakerfið. „Ef að við förum fram sameinuð þá er þetta gríðarlega stór og kröftugur hópur. Ég get ekki betur heyrt en að það sé samhljómur í því að sækja sterkt og markvisst fram á ríkisvaldið til að ganga í að lagfæra skattkerfið, bótakerfið, húsnæðsmálin og allt þetta sem brennur helst á okkar félagsmönnum. Ef af þessu verður þá eru líkur okkar á því að ná árangri þeim mun meiri og betri,” segir hún.
Kjaramál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira