Við erum á góðri vegferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2018 08:00 Hallbera er einn reynslumesti leikmaður íslenska liðsins vísir/vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir leikur sinn 97. landsleik þegar Ísland tekur á móti Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. Leikir íslenska kvennalandsliðsins hafa sjaldan ef aldrei verið af þessari stærðargráðu en með sigri tryggja Íslendingar sér farseðilinn til Frakklands þar sem HM fer fram að ári. „Andinn í hópnum er mjög góður eins og vanalega. Þetta er mjög skemmtilegur og samstilltur hópur og maður finnur að það er kraftur og trú í honum. Það stefna allir í sömu átt og það er gott að koma inn í þannig hóp,“ segir Hallbera í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa beðið lengi eftir leiknum gegn Þýskalandi. „Já, eftir að við komum okkur í þá stöðu að þetta yrði úrslitaleikur er maður búinn að bíða eftir honum. Það er mikil tilhlökkun og gaman að það sé komið að þessu,“ segir Hallbera. Öll athyglin hefur beinst að Þýskalandsleiknum en þremur dögum síðar mætir Ísland Tékklandi á Laugardalsvellinum. Sá leikur gæti reynst mikilvægur vinni Íslendingar ekki Þjóðverja á morgun. En er hættulegt að einblína svona mikið á annan leikinn frekar en hinn? „Við vitum alveg að við erum að fara að spila tvo leiki. Tékkaleikurinn gæti líka orðið úrslitaleikur en eins og staðan er núna gætum við komist á HM í næsta leik. Það er alveg eðlilegt að einbeitingin fari á hann. Við tökum bara einn leik fyrir í einu, þessi klassíska setning.“ Leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins hafa ítrekað að liðið muni spila til sigurs gegn Þýskalandi. Jafntefli yrðu hins vegar góð úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland á þriðjudaginn til að tryggja sér sæti á HM. „Við búumst ekki við því að stjórna ferðinni og það liggur á okkur og ef staðan er 0-0 eftir 90 mínútur tökum við jafntefli. Að sama skapi verða þær ekki sáttar með það. Jafntefli heldur okkur inni í þessu,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland fyrri leikinn gegn Þýskalandi, 2-3. Síðan þá hafa Þjóðverjar skipt um þjálfara og náð vopnum sínum á nýjan leik. Hallbera segir erfitt að meta það hvort þýska liðið sé sterkara núna en það var fyrir ári. „Ég átta mig ekki alveg á því. Þótt það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eru þær með það sterkan hóp að annar mjög góður leikmaður kemur inn. Breiddin hjá Þýskalandi er fáránlega mikil. Þjóðverjar eru alltaf með eitt af bestu liðum í heimi,“ sagði Hallbera. En er íslenska liðið betra en fyrir ári? „Það er góð spurning. Við erum á góðri vegferð. Við höfum fengið nýja leikmenn inn á meðan aðrir hafa dottið út. Hópurinn er fljótur að samstilla sig og slípa sig saman. Við erum allar klárar í verkefnið.“ Uppselt er á leikinn á laugardaginn og það er því ljóst að áhorfendametið á kvennalandsleik á Laugardalsvelli verður slegið. „Það er ótrúlega gaman,“ sagði Hallbera. „Það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er stemming á vellinum. Þetta gefur okkur auka kraft þótt aðaleinbeitingin verði á leiknum og hvað við ætlum að gera inni á vellinum.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir leikur sinn 97. landsleik þegar Ísland tekur á móti Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. Leikir íslenska kvennalandsliðsins hafa sjaldan ef aldrei verið af þessari stærðargráðu en með sigri tryggja Íslendingar sér farseðilinn til Frakklands þar sem HM fer fram að ári. „Andinn í hópnum er mjög góður eins og vanalega. Þetta er mjög skemmtilegur og samstilltur hópur og maður finnur að það er kraftur og trú í honum. Það stefna allir í sömu átt og það er gott að koma inn í þannig hóp,“ segir Hallbera í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa beðið lengi eftir leiknum gegn Þýskalandi. „Já, eftir að við komum okkur í þá stöðu að þetta yrði úrslitaleikur er maður búinn að bíða eftir honum. Það er mikil tilhlökkun og gaman að það sé komið að þessu,“ segir Hallbera. Öll athyglin hefur beinst að Þýskalandsleiknum en þremur dögum síðar mætir Ísland Tékklandi á Laugardalsvellinum. Sá leikur gæti reynst mikilvægur vinni Íslendingar ekki Þjóðverja á morgun. En er hættulegt að einblína svona mikið á annan leikinn frekar en hinn? „Við vitum alveg að við erum að fara að spila tvo leiki. Tékkaleikurinn gæti líka orðið úrslitaleikur en eins og staðan er núna gætum við komist á HM í næsta leik. Það er alveg eðlilegt að einbeitingin fari á hann. Við tökum bara einn leik fyrir í einu, þessi klassíska setning.“ Leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins hafa ítrekað að liðið muni spila til sigurs gegn Þýskalandi. Jafntefli yrðu hins vegar góð úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland á þriðjudaginn til að tryggja sér sæti á HM. „Við búumst ekki við því að stjórna ferðinni og það liggur á okkur og ef staðan er 0-0 eftir 90 mínútur tökum við jafntefli. Að sama skapi verða þær ekki sáttar með það. Jafntefli heldur okkur inni í þessu,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland fyrri leikinn gegn Þýskalandi, 2-3. Síðan þá hafa Þjóðverjar skipt um þjálfara og náð vopnum sínum á nýjan leik. Hallbera segir erfitt að meta það hvort þýska liðið sé sterkara núna en það var fyrir ári. „Ég átta mig ekki alveg á því. Þótt það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eru þær með það sterkan hóp að annar mjög góður leikmaður kemur inn. Breiddin hjá Þýskalandi er fáránlega mikil. Þjóðverjar eru alltaf með eitt af bestu liðum í heimi,“ sagði Hallbera. En er íslenska liðið betra en fyrir ári? „Það er góð spurning. Við erum á góðri vegferð. Við höfum fengið nýja leikmenn inn á meðan aðrir hafa dottið út. Hópurinn er fljótur að samstilla sig og slípa sig saman. Við erum allar klárar í verkefnið.“ Uppselt er á leikinn á laugardaginn og það er því ljóst að áhorfendametið á kvennalandsleik á Laugardalsvelli verður slegið. „Það er ótrúlega gaman,“ sagði Hallbera. „Það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er stemming á vellinum. Þetta gefur okkur auka kraft þótt aðaleinbeitingin verði á leiknum og hvað við ætlum að gera inni á vellinum.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira