Við erum á góðri vegferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2018 08:00 Hallbera er einn reynslumesti leikmaður íslenska liðsins vísir/vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir leikur sinn 97. landsleik þegar Ísland tekur á móti Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. Leikir íslenska kvennalandsliðsins hafa sjaldan ef aldrei verið af þessari stærðargráðu en með sigri tryggja Íslendingar sér farseðilinn til Frakklands þar sem HM fer fram að ári. „Andinn í hópnum er mjög góður eins og vanalega. Þetta er mjög skemmtilegur og samstilltur hópur og maður finnur að það er kraftur og trú í honum. Það stefna allir í sömu átt og það er gott að koma inn í þannig hóp,“ segir Hallbera í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa beðið lengi eftir leiknum gegn Þýskalandi. „Já, eftir að við komum okkur í þá stöðu að þetta yrði úrslitaleikur er maður búinn að bíða eftir honum. Það er mikil tilhlökkun og gaman að það sé komið að þessu,“ segir Hallbera. Öll athyglin hefur beinst að Þýskalandsleiknum en þremur dögum síðar mætir Ísland Tékklandi á Laugardalsvellinum. Sá leikur gæti reynst mikilvægur vinni Íslendingar ekki Þjóðverja á morgun. En er hættulegt að einblína svona mikið á annan leikinn frekar en hinn? „Við vitum alveg að við erum að fara að spila tvo leiki. Tékkaleikurinn gæti líka orðið úrslitaleikur en eins og staðan er núna gætum við komist á HM í næsta leik. Það er alveg eðlilegt að einbeitingin fari á hann. Við tökum bara einn leik fyrir í einu, þessi klassíska setning.“ Leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins hafa ítrekað að liðið muni spila til sigurs gegn Þýskalandi. Jafntefli yrðu hins vegar góð úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland á þriðjudaginn til að tryggja sér sæti á HM. „Við búumst ekki við því að stjórna ferðinni og það liggur á okkur og ef staðan er 0-0 eftir 90 mínútur tökum við jafntefli. Að sama skapi verða þær ekki sáttar með það. Jafntefli heldur okkur inni í þessu,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland fyrri leikinn gegn Þýskalandi, 2-3. Síðan þá hafa Þjóðverjar skipt um þjálfara og náð vopnum sínum á nýjan leik. Hallbera segir erfitt að meta það hvort þýska liðið sé sterkara núna en það var fyrir ári. „Ég átta mig ekki alveg á því. Þótt það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eru þær með það sterkan hóp að annar mjög góður leikmaður kemur inn. Breiddin hjá Þýskalandi er fáránlega mikil. Þjóðverjar eru alltaf með eitt af bestu liðum í heimi,“ sagði Hallbera. En er íslenska liðið betra en fyrir ári? „Það er góð spurning. Við erum á góðri vegferð. Við höfum fengið nýja leikmenn inn á meðan aðrir hafa dottið út. Hópurinn er fljótur að samstilla sig og slípa sig saman. Við erum allar klárar í verkefnið.“ Uppselt er á leikinn á laugardaginn og það er því ljóst að áhorfendametið á kvennalandsleik á Laugardalsvelli verður slegið. „Það er ótrúlega gaman,“ sagði Hallbera. „Það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er stemming á vellinum. Þetta gefur okkur auka kraft þótt aðaleinbeitingin verði á leiknum og hvað við ætlum að gera inni á vellinum.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir leikur sinn 97. landsleik þegar Ísland tekur á móti Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. Leikir íslenska kvennalandsliðsins hafa sjaldan ef aldrei verið af þessari stærðargráðu en með sigri tryggja Íslendingar sér farseðilinn til Frakklands þar sem HM fer fram að ári. „Andinn í hópnum er mjög góður eins og vanalega. Þetta er mjög skemmtilegur og samstilltur hópur og maður finnur að það er kraftur og trú í honum. Það stefna allir í sömu átt og það er gott að koma inn í þannig hóp,“ segir Hallbera í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa beðið lengi eftir leiknum gegn Þýskalandi. „Já, eftir að við komum okkur í þá stöðu að þetta yrði úrslitaleikur er maður búinn að bíða eftir honum. Það er mikil tilhlökkun og gaman að það sé komið að þessu,“ segir Hallbera. Öll athyglin hefur beinst að Þýskalandsleiknum en þremur dögum síðar mætir Ísland Tékklandi á Laugardalsvellinum. Sá leikur gæti reynst mikilvægur vinni Íslendingar ekki Þjóðverja á morgun. En er hættulegt að einblína svona mikið á annan leikinn frekar en hinn? „Við vitum alveg að við erum að fara að spila tvo leiki. Tékkaleikurinn gæti líka orðið úrslitaleikur en eins og staðan er núna gætum við komist á HM í næsta leik. Það er alveg eðlilegt að einbeitingin fari á hann. Við tökum bara einn leik fyrir í einu, þessi klassíska setning.“ Leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins hafa ítrekað að liðið muni spila til sigurs gegn Þýskalandi. Jafntefli yrðu hins vegar góð úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland á þriðjudaginn til að tryggja sér sæti á HM. „Við búumst ekki við því að stjórna ferðinni og það liggur á okkur og ef staðan er 0-0 eftir 90 mínútur tökum við jafntefli. Að sama skapi verða þær ekki sáttar með það. Jafntefli heldur okkur inni í þessu,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland fyrri leikinn gegn Þýskalandi, 2-3. Síðan þá hafa Þjóðverjar skipt um þjálfara og náð vopnum sínum á nýjan leik. Hallbera segir erfitt að meta það hvort þýska liðið sé sterkara núna en það var fyrir ári. „Ég átta mig ekki alveg á því. Þótt það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eru þær með það sterkan hóp að annar mjög góður leikmaður kemur inn. Breiddin hjá Þýskalandi er fáránlega mikil. Þjóðverjar eru alltaf með eitt af bestu liðum í heimi,“ sagði Hallbera. En er íslenska liðið betra en fyrir ári? „Það er góð spurning. Við erum á góðri vegferð. Við höfum fengið nýja leikmenn inn á meðan aðrir hafa dottið út. Hópurinn er fljótur að samstilla sig og slípa sig saman. Við erum allar klárar í verkefnið.“ Uppselt er á leikinn á laugardaginn og það er því ljóst að áhorfendametið á kvennalandsleik á Laugardalsvelli verður slegið. „Það er ótrúlega gaman,“ sagði Hallbera. „Það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er stemming á vellinum. Þetta gefur okkur auka kraft þótt aðaleinbeitingin verði á leiknum og hvað við ætlum að gera inni á vellinum.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira