Æ, og skammastu þín svo Þórlindur Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Eitt af óteljandi sköpunarverkum Þórhalls Sigurðssonar, Ladda, er karakterinn Eiríkur Fjalar sem varð frægur í íslensku sjónvarpi á níunda áratugnum. Eiríkur var kúnstugur náungi sem sameinaði í sjálfum sér gríðarlegt óöryggi en um leið takmarkalausa trú á því að hann hefði allt sem þarf til þess að verða að stórstjörnu. Hann var því ekki bara fyndinn karakter heldur líka mjög raunalegur. Það var ekki annað hægt en að halda með honum en á sama tíma var ómögulegt að hafa nokkra minnstu trú á honum. Honum var margt til lista lagt, en líklega er hann einna þekktastur fyrir nokkur lög sem hann söng og urðu fræg. Eftirminnilegast er lagið „Skammastu þín svo“ sem er íslensk staðfærsla á laginu „Shaddab your Face“ eftir John Dolce, og alveg eins og með raddir Strumpanna þá er listaverkið tilkomumeira í túlkun Ladda en upprunalegri útgáfu. Lagið fjallar um ungan Eirík Fjalar sem elur með sér drauma um að verða stór listamaður á einhverju sviði í söng eða kvikmyndagerð og hann sér fyrir sér daginn þegar hann verður frægur og lífið kemst í lag. Og þótt þessir draumar, eða órar, Eiríks Fjalar um að slá í gegn séu auðvitað bæði fyndnir og hlægilegar fyrir þá sem vissu hversu takmarkaður hann var—þá er mikill harmur í laginu líka, sem fór ef til vill fram hjá þeim sem kynntust laginu sem börn.Það leka niður tár Það kemur nefnilega fram í laginu að Eiríkur ólst ekki beinlínis upp við hvetjandi og nærandi umhverfi. Þvert á móti syngur hann um það að þegar hann var smár, með ljóst og liðað hár, hafi mamma hans iðulega og oft hundskammað hann fyrir að stara upp í loft, og velt því fyrir sér af hverju honum gengi miklu verr í skóla, heldur en honum Óla—sem líklega hefur verið nágranni eða vinur hins lánlitla Eíríks. Og Eiríkur fékk ekki mikla samúð heldur yfir því að geta ekki staðist væntingar móður sinnar; og falla ekki nægilega vel að þeim staðalímyndum sem þóttu eftirsóknarverðastar. „Ertu eitthvað sár, það leka niður tár,“ segir mamma hans í ögrandi stríðnistóni, áður en hún segir honum að hann geti með stórátaki umflúið eðli sitt, „þú getur þessu breytt“, segir hún og ítrekar að hann megi svo vita að hann sé ekki eins og fólk er flest. „Og skammastu þín svo.“ Skömmin misnotuð Það er ömurlegt að skammast sín. En þótt skömmin sé leiðinleg og jafnvel sársaukafull, þá er ekki þar með sagt að hún sé gagnslaus frekar en aðrar tilfinningar. Félagsfræðingar telja meira að segja að skömmin sé einhver mikilvægasta tilfinningin sem mannfólkið hefur þróað með sér. Innbyggðir áttavitar um hvað sé rétt og rangt eru nauðsynlegir til þess að samfélög gangi sæmilega án stöðugs eftirlits og ógnunar um refsingar. Þegar maður gerir eitthvað af sér þá er gott að maður skammist sín, líði illa—og lofi sjálfum sér og öðrum að gera aldrei svona aftur. Og þar sem skömmin er svona sterk tilfinning, sem jafnvel heltekur huga fólks, þá hafa óprúttnir menn í gegnum tíðina gjarnan komist upp á lag með að afbaka tilfinninguna og beita henni í þveröfugum tilgangi. Þá er reynt að fá fólk til að skammast sín, ekki bara út af því hvað það gerir heldur fyrir hvað það er. Hollusta fólks við sturlaða leiðtoga í sértrúarsöfnuðum er til að mynda oftast grundvölluð á því að brjóta fórnarlömbin niður með skömm. Bæling og feluleikir Börn er látin skammast sín fyrir að finnast gott að borða hor úr nefinu, þótt allir fullorðnir viti að það sé ekki endilega slæmt á bragðið. Strákar og stelpur skammast sín og fara í felur með sitthvað í eðlilegri líkamsstarfsemi á unglingsárum. Og víða er skömmin notuð til að kúga konur. Þær eiga að skammast sín yfir útliti sínu, náttúru og líkama. Samkynhneigðir áttu að skammast sín fyrir sitt innsta eðli þangað til fyrir örstuttu hér á landi—og þurfa ekki bara að skammast sín í felum heldur beinlínis að flýja undan ofbeldi víða í heiminum. Skömmin er notuð til þess að halda fólki í skefjum, því bæling, lygi, feluleikur og sálarpína munu til lengdar draga máttinn úr þeim sem með henni lifa. Og verst af öllu er vitaskuld skömmin yfir því sem þú getur ekki umflúið eða breytt—eins og segir í texta Veturliða Guðnasonar: „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Hvað verður um mig, ef það sem ég er, er bölvað eða bannað?“ Sem betur fer hefur samfélagið á Vesturlöndum hreyfst mjög hratt í áttina frá fordómum í garð fólks á grundvelli kyns og kynhneigðar. Það eiga allir rétt á því að vera þeir sjálfir—og fólk þráir ekki „hrós eða vorkunn“ fyrir þann einfalda rétt að vera það sjálft. Þakklæti eða skömm Í vikunni gekk um netið skjal sem á uppruna sinn í jafnréttisstarfi Reykjavíkurborgar. Þar er að finna lista yfir ýmiss konar forréttindi sem sagt er að karlmenn, hvítt fólk, gagnkynhneigðir, sískynhneigðir, ófatlaðir og Íslendingar njóta. Á listanum var margt efnislega ágætt, upplýsandi og vel meint—og eflaust er það einstaklingum hollt að velta því stundum fyrir sér í þakklæti ef lífið hefur af einskærri heppni veitt þeim góð tækifæri til þess að blómstra. En svona listi getur líka haft þau áhrif að kynda undir óverðskuldaða skömm meðal þeirra sem falla af einskærri heppni í þessa svokölluðu forréttindahópa. Ekkert er unnið með því, því það hjálpar ekki þeim sem áður voru að ástæðulausu látnir skammast sín að nú þurfi einhverjir aðrir að bera skömm sem þeir eiga sjálfir enga sök á. Væri ekki nær að ala upp virðingu, þakklæti og skyldurækni þannig að fólk sé ólíklegra til þess að rugla saman hæfileikum sínum og einskærri heppni? Og væri ekki nær að halda áfram á þeirri braut að furðufuglarnir og undantekningarnar—eins og Eiríkur Fjalar—þurfi ekki að biðjast afsökunar á sjálfum sér heldur njóti sín til fulls í víðsýnu og fjölbreytilegu samfélagi þar sem allir hafa sama rétt til að sækjast eftir lífshamingju í sátt við lög og aðra menn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Eitt af óteljandi sköpunarverkum Þórhalls Sigurðssonar, Ladda, er karakterinn Eiríkur Fjalar sem varð frægur í íslensku sjónvarpi á níunda áratugnum. Eiríkur var kúnstugur náungi sem sameinaði í sjálfum sér gríðarlegt óöryggi en um leið takmarkalausa trú á því að hann hefði allt sem þarf til þess að verða að stórstjörnu. Hann var því ekki bara fyndinn karakter heldur líka mjög raunalegur. Það var ekki annað hægt en að halda með honum en á sama tíma var ómögulegt að hafa nokkra minnstu trú á honum. Honum var margt til lista lagt, en líklega er hann einna þekktastur fyrir nokkur lög sem hann söng og urðu fræg. Eftirminnilegast er lagið „Skammastu þín svo“ sem er íslensk staðfærsla á laginu „Shaddab your Face“ eftir John Dolce, og alveg eins og með raddir Strumpanna þá er listaverkið tilkomumeira í túlkun Ladda en upprunalegri útgáfu. Lagið fjallar um ungan Eirík Fjalar sem elur með sér drauma um að verða stór listamaður á einhverju sviði í söng eða kvikmyndagerð og hann sér fyrir sér daginn þegar hann verður frægur og lífið kemst í lag. Og þótt þessir draumar, eða órar, Eiríks Fjalar um að slá í gegn séu auðvitað bæði fyndnir og hlægilegar fyrir þá sem vissu hversu takmarkaður hann var—þá er mikill harmur í laginu líka, sem fór ef til vill fram hjá þeim sem kynntust laginu sem börn.Það leka niður tár Það kemur nefnilega fram í laginu að Eiríkur ólst ekki beinlínis upp við hvetjandi og nærandi umhverfi. Þvert á móti syngur hann um það að þegar hann var smár, með ljóst og liðað hár, hafi mamma hans iðulega og oft hundskammað hann fyrir að stara upp í loft, og velt því fyrir sér af hverju honum gengi miklu verr í skóla, heldur en honum Óla—sem líklega hefur verið nágranni eða vinur hins lánlitla Eíríks. Og Eiríkur fékk ekki mikla samúð heldur yfir því að geta ekki staðist væntingar móður sinnar; og falla ekki nægilega vel að þeim staðalímyndum sem þóttu eftirsóknarverðastar. „Ertu eitthvað sár, það leka niður tár,“ segir mamma hans í ögrandi stríðnistóni, áður en hún segir honum að hann geti með stórátaki umflúið eðli sitt, „þú getur þessu breytt“, segir hún og ítrekar að hann megi svo vita að hann sé ekki eins og fólk er flest. „Og skammastu þín svo.“ Skömmin misnotuð Það er ömurlegt að skammast sín. En þótt skömmin sé leiðinleg og jafnvel sársaukafull, þá er ekki þar með sagt að hún sé gagnslaus frekar en aðrar tilfinningar. Félagsfræðingar telja meira að segja að skömmin sé einhver mikilvægasta tilfinningin sem mannfólkið hefur þróað með sér. Innbyggðir áttavitar um hvað sé rétt og rangt eru nauðsynlegir til þess að samfélög gangi sæmilega án stöðugs eftirlits og ógnunar um refsingar. Þegar maður gerir eitthvað af sér þá er gott að maður skammist sín, líði illa—og lofi sjálfum sér og öðrum að gera aldrei svona aftur. Og þar sem skömmin er svona sterk tilfinning, sem jafnvel heltekur huga fólks, þá hafa óprúttnir menn í gegnum tíðina gjarnan komist upp á lag með að afbaka tilfinninguna og beita henni í þveröfugum tilgangi. Þá er reynt að fá fólk til að skammast sín, ekki bara út af því hvað það gerir heldur fyrir hvað það er. Hollusta fólks við sturlaða leiðtoga í sértrúarsöfnuðum er til að mynda oftast grundvölluð á því að brjóta fórnarlömbin niður með skömm. Bæling og feluleikir Börn er látin skammast sín fyrir að finnast gott að borða hor úr nefinu, þótt allir fullorðnir viti að það sé ekki endilega slæmt á bragðið. Strákar og stelpur skammast sín og fara í felur með sitthvað í eðlilegri líkamsstarfsemi á unglingsárum. Og víða er skömmin notuð til að kúga konur. Þær eiga að skammast sín yfir útliti sínu, náttúru og líkama. Samkynhneigðir áttu að skammast sín fyrir sitt innsta eðli þangað til fyrir örstuttu hér á landi—og þurfa ekki bara að skammast sín í felum heldur beinlínis að flýja undan ofbeldi víða í heiminum. Skömmin er notuð til þess að halda fólki í skefjum, því bæling, lygi, feluleikur og sálarpína munu til lengdar draga máttinn úr þeim sem með henni lifa. Og verst af öllu er vitaskuld skömmin yfir því sem þú getur ekki umflúið eða breytt—eins og segir í texta Veturliða Guðnasonar: „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Hvað verður um mig, ef það sem ég er, er bölvað eða bannað?“ Sem betur fer hefur samfélagið á Vesturlöndum hreyfst mjög hratt í áttina frá fordómum í garð fólks á grundvelli kyns og kynhneigðar. Það eiga allir rétt á því að vera þeir sjálfir—og fólk þráir ekki „hrós eða vorkunn“ fyrir þann einfalda rétt að vera það sjálft. Þakklæti eða skömm Í vikunni gekk um netið skjal sem á uppruna sinn í jafnréttisstarfi Reykjavíkurborgar. Þar er að finna lista yfir ýmiss konar forréttindi sem sagt er að karlmenn, hvítt fólk, gagnkynhneigðir, sískynhneigðir, ófatlaðir og Íslendingar njóta. Á listanum var margt efnislega ágætt, upplýsandi og vel meint—og eflaust er það einstaklingum hollt að velta því stundum fyrir sér í þakklæti ef lífið hefur af einskærri heppni veitt þeim góð tækifæri til þess að blómstra. En svona listi getur líka haft þau áhrif að kynda undir óverðskuldaða skömm meðal þeirra sem falla af einskærri heppni í þessa svokölluðu forréttindahópa. Ekkert er unnið með því, því það hjálpar ekki þeim sem áður voru að ástæðulausu látnir skammast sín að nú þurfi einhverjir aðrir að bera skömm sem þeir eiga sjálfir enga sök á. Væri ekki nær að ala upp virðingu, þakklæti og skyldurækni þannig að fólk sé ólíklegra til þess að rugla saman hæfileikum sínum og einskærri heppni? Og væri ekki nær að halda áfram á þeirri braut að furðufuglarnir og undantekningarnar—eins og Eiríkur Fjalar—þurfi ekki að biðjast afsökunar á sjálfum sér heldur njóti sín til fulls í víðsýnu og fjölbreytilegu samfélagi þar sem allir hafa sama rétt til að sækjast eftir lífshamingju í sátt við lög og aðra menn?
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun