Hollustuhlaup Guðmundur Brynjólfsson skrifar 20. ágúst 2018 06:30 Ég leit aðeins til Reykjavíkur í fyrradag, rétt um miðjan daginn, þegar síðustu svínfeitu kerlingarnar voru að renna sér fótskriðu, í eigin lýsi, í mark í einhverri hlaupavegalengd sem var þeim ofviða. Lærin á þeim eins og ormétin fírkantstré, dragandi rass og keppi. Álengdar, hvetjandi, stóðu stútungs karlar í andnauð, pungsveittir með blóðrisa geirvörtur, þrútnir af áreynslu með síma á lofti að mynda sjálfa sig með þátttökupening um háls og skúturnar sínar sem stundu sig yfir marklínuna. Til léttis því fólki sem hafði snemma í vor, líklega í ölæði, tekið að sér að snara peningum yfir hálsinn á hlaupadýrunum. Lækjargatan var eins og óeirðasvæðið við Alþingishúsið á þingsetningardegi, eða fjármarkaður í Stratford-upon-Avon; járngrindur í skipulagðri óreiðu, til þess að stía í sundur fólki og fénaði, sárfættum hlaupaköttum og gangandi lífsstílslausum skríl sem kann ekki að hlaupa – nema þá í spik, eða á sig. Þau börn, sem foreldrar höfðu ekki þvingað til hlaupa, stóðu og horfðu í forundran á þessa orgíu og svipuðust um eftir bannmerki í umhverfinu; einhverju tákni um að þessi ósköp væru þeim forboðin – líkt og ljótu myndirnar í sjónvarpinu sem þau eru hrakin frá með harðri hendi. Sjúkrabílar óku á ofsahraða eftir gangstéttum, því götur voru að mestu lokaðar, með deyjandi hlaupagikki sem ekki höfðu kunnað fótum sínum forráð – og alls ekki hugsun sinni – í viðleitni til að styðja gott málefni. Andrúmsloftið mettað líkamslykt og útblæstri neyðarbifreiða – og manna. Veitingamenn báru stóla og borð út í herlegheitin svo fólk gæti setið þar og þjórað þangað til púðurlyktin síðar um kvöldið kæfði mannaþefinn. Ég ók heim til að mæla blóðsykurinn í kettinum – og fitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég leit aðeins til Reykjavíkur í fyrradag, rétt um miðjan daginn, þegar síðustu svínfeitu kerlingarnar voru að renna sér fótskriðu, í eigin lýsi, í mark í einhverri hlaupavegalengd sem var þeim ofviða. Lærin á þeim eins og ormétin fírkantstré, dragandi rass og keppi. Álengdar, hvetjandi, stóðu stútungs karlar í andnauð, pungsveittir með blóðrisa geirvörtur, þrútnir af áreynslu með síma á lofti að mynda sjálfa sig með þátttökupening um háls og skúturnar sínar sem stundu sig yfir marklínuna. Til léttis því fólki sem hafði snemma í vor, líklega í ölæði, tekið að sér að snara peningum yfir hálsinn á hlaupadýrunum. Lækjargatan var eins og óeirðasvæðið við Alþingishúsið á þingsetningardegi, eða fjármarkaður í Stratford-upon-Avon; járngrindur í skipulagðri óreiðu, til þess að stía í sundur fólki og fénaði, sárfættum hlaupaköttum og gangandi lífsstílslausum skríl sem kann ekki að hlaupa – nema þá í spik, eða á sig. Þau börn, sem foreldrar höfðu ekki þvingað til hlaupa, stóðu og horfðu í forundran á þessa orgíu og svipuðust um eftir bannmerki í umhverfinu; einhverju tákni um að þessi ósköp væru þeim forboðin – líkt og ljótu myndirnar í sjónvarpinu sem þau eru hrakin frá með harðri hendi. Sjúkrabílar óku á ofsahraða eftir gangstéttum, því götur voru að mestu lokaðar, með deyjandi hlaupagikki sem ekki höfðu kunnað fótum sínum forráð – og alls ekki hugsun sinni – í viðleitni til að styðja gott málefni. Andrúmsloftið mettað líkamslykt og útblæstri neyðarbifreiða – og manna. Veitingamenn báru stóla og borð út í herlegheitin svo fólk gæti setið þar og þjórað þangað til púðurlyktin síðar um kvöldið kæfði mannaþefinn. Ég ók heim til að mæla blóðsykurinn í kettinum – og fitna.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar