Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 13:08 Fjöldi fólks hefur ákveðið að sleppa bólusetningum fyrir sig eða börn sín vegna falsks áróðurs ýmis konar kuklara undanfarin ár. Vísir/Getty Á fjórða tug manna lét lífið af völdum mislinga í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Fjöldi mislingatilfella í álfunni hefur slegið met en sérfræðingar rekja fjölgun smita afleiðingu af því að færri láti nú bólusetja sig eða börnin sín en áður. Alls hafa fleiri en 41.000 manns greinst með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrra voru tilfellin 23.927 og 5.273 árið áður. Dauðsföllin eru 37 talsins það sem af er árinu. Langflest tilfellin hafa greinst í Úkraínu, alls rúmlega 23.000. Fleiri en þúsund tilfelli greindust í sex öðrum löndum: Frakklandi, Georgíu, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Serbía. Flest dauðsföll hafa verið í Serbíu, alls fjórtán. „Þessi hlutfallslega afturför sýnir að allir þeir sem eru ekki fullbólusettir eru viðkvæmir, óháð því hvar þeir búa og öll lönd verða að halda áfram að auka bólusetningartíðni og stoppa upp í göt í ónæmi,“ segir Nedret Emiroglu frá WHO. Fölsk bresk rannsókn sem gerð var fyrir tuttugu árum og tengdi einhverfu við MMR-bóluefni olli því að traust sumra á bólusetningum minnkaði. Andstæðingar bólusetninga vísa enn til hennar til að ala á ótta við bólusetningar þrátt fyrir að fjöldi rannsókna hafi hrakið niðurstöður bresks læknis. Læknirinn var fundin sekur um alvarlegt misferli í starfi vegna rannsóknarinnar og niðurstaðna hennar sem hann birti í læknaritinu Lancet árið 1998. Hann var sviptur lækningaleyfi í kjölfarið. Bólusetningar Georgía Heilbrigðismál Serbía Tengdar fréttir Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Á fjórða tug manna lét lífið af völdum mislinga í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Fjöldi mislingatilfella í álfunni hefur slegið met en sérfræðingar rekja fjölgun smita afleiðingu af því að færri láti nú bólusetja sig eða börnin sín en áður. Alls hafa fleiri en 41.000 manns greinst með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrra voru tilfellin 23.927 og 5.273 árið áður. Dauðsföllin eru 37 talsins það sem af er árinu. Langflest tilfellin hafa greinst í Úkraínu, alls rúmlega 23.000. Fleiri en þúsund tilfelli greindust í sex öðrum löndum: Frakklandi, Georgíu, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Serbía. Flest dauðsföll hafa verið í Serbíu, alls fjórtán. „Þessi hlutfallslega afturför sýnir að allir þeir sem eru ekki fullbólusettir eru viðkvæmir, óháð því hvar þeir búa og öll lönd verða að halda áfram að auka bólusetningartíðni og stoppa upp í göt í ónæmi,“ segir Nedret Emiroglu frá WHO. Fölsk bresk rannsókn sem gerð var fyrir tuttugu árum og tengdi einhverfu við MMR-bóluefni olli því að traust sumra á bólusetningum minnkaði. Andstæðingar bólusetninga vísa enn til hennar til að ala á ótta við bólusetningar þrátt fyrir að fjöldi rannsókna hafi hrakið niðurstöður bresks læknis. Læknirinn var fundin sekur um alvarlegt misferli í starfi vegna rannsóknarinnar og niðurstaðna hennar sem hann birti í læknaritinu Lancet árið 1998. Hann var sviptur lækningaleyfi í kjölfarið.
Bólusetningar Georgía Heilbrigðismál Serbía Tengdar fréttir Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28