Hægt að öðlast gráðu í tölvuleikjagerð á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2018 20:00 Nýtt nám á háskólastigi í tölvuleikjagerð er farið af stað hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á námið einnig á framhaldsskólastigi. Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum. Háskólanámið er unnið í samstarfi við norskan skóla þar sem boðið er uppá B.S. nám í tölvuleikjagerð og hófu fyrstu nemarnir nám í síðustu viku. Tölvuleikjagerð í dag snýst ekki einvörðungu um forritun og kóðun. „Þetta er ansi víðfeðmt og tekur til ýmissa greina eins og skipulagningu, verkefnastjórnunar, tónlistar, sögu, íslensku og ensku. Þetta eru allar þessar kjarnagreinar og valfög og meira til þannig að það er ekki nóg fyrir þig að kunna að sitja við tölvuna og forrita þú þarft að skipuleggja leikinn,“ segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður markaðs- og alþjóðamála, hjá Keili. Nær engin takmörk eru fyrir því hvað hægt sé að gera í tölvuleikjagerð heldur snýst námið um að vinna úr og þróa hugmyndir. Keilir stefnir að því að bjóða upp á námið á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs og hefur undirbúning staðið yfir síðastliðin fjögur ár.Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum.Vísir/gettyNámið er háð því að Menntamálaráðuneytið samþykki áætlanir skólans en með nýju námsbrautinni verða innleiddir nýir kennsluhættir til stúdentsprófs þar sem stuðst verður við reynslu skólans af vendinámi, en þar er hefðbundinni kennslu snúið við og þá skipa sjálfstæð vinnubrögð nemandans háan sess í náminu. Arnbjörn segir mikla möguleika vera fyrir hendi að loknu námi. „Þessi grein er orðin það stór að þetta er farið að velta meira en kvikmyndaiðnaðurinn á heimsvísu,“ segir Arnbjörn. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og hafa Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og CCP lýst stuðningi við námsbrautina. Arnbjörn segir að eftirspurnin eftir náminu hafi aðallega komið úr atvinnulífinu og nú þegar hafa fimmtíu manns sýnt áhuga á að hefja tölvuleikjanám.Getur maður orðið ríkur af þessu?„Múltímilljóner, en skiptir það öllu máli? Er þetta ekki það sem hugurinn, eða það sem þú hefur áhuga á að nema. Síðan kemur góð atvinna í kjölfarið,“ segir Arnbjörn. Leikjavísir Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Nýtt nám á háskólastigi í tölvuleikjagerð er farið af stað hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á námið einnig á framhaldsskólastigi. Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum. Háskólanámið er unnið í samstarfi við norskan skóla þar sem boðið er uppá B.S. nám í tölvuleikjagerð og hófu fyrstu nemarnir nám í síðustu viku. Tölvuleikjagerð í dag snýst ekki einvörðungu um forritun og kóðun. „Þetta er ansi víðfeðmt og tekur til ýmissa greina eins og skipulagningu, verkefnastjórnunar, tónlistar, sögu, íslensku og ensku. Þetta eru allar þessar kjarnagreinar og valfög og meira til þannig að það er ekki nóg fyrir þig að kunna að sitja við tölvuna og forrita þú þarft að skipuleggja leikinn,“ segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður markaðs- og alþjóðamála, hjá Keili. Nær engin takmörk eru fyrir því hvað hægt sé að gera í tölvuleikjagerð heldur snýst námið um að vinna úr og þróa hugmyndir. Keilir stefnir að því að bjóða upp á námið á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs og hefur undirbúning staðið yfir síðastliðin fjögur ár.Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum.Vísir/gettyNámið er háð því að Menntamálaráðuneytið samþykki áætlanir skólans en með nýju námsbrautinni verða innleiddir nýir kennsluhættir til stúdentsprófs þar sem stuðst verður við reynslu skólans af vendinámi, en þar er hefðbundinni kennslu snúið við og þá skipa sjálfstæð vinnubrögð nemandans háan sess í náminu. Arnbjörn segir mikla möguleika vera fyrir hendi að loknu námi. „Þessi grein er orðin það stór að þetta er farið að velta meira en kvikmyndaiðnaðurinn á heimsvísu,“ segir Arnbjörn. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og hafa Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og CCP lýst stuðningi við námsbrautina. Arnbjörn segir að eftirspurnin eftir náminu hafi aðallega komið úr atvinnulífinu og nú þegar hafa fimmtíu manns sýnt áhuga á að hefja tölvuleikjanám.Getur maður orðið ríkur af þessu?„Múltímilljóner, en skiptir það öllu máli? Er þetta ekki það sem hugurinn, eða það sem þú hefur áhuga á að nema. Síðan kemur góð atvinna í kjölfarið,“ segir Arnbjörn.
Leikjavísir Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira