Bakgrunnur þeirra sem komi að íþróttastarfi verði skoðaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2018 14:35 Óskar Þór Ármannsson formaður starfshópsins, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hafdís Inga Hinriksdóttir sem sat í starfshópnum. Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir.Tillögur hópsins voru kynntar ríkisstjórninni í morgun og á blaðamannafundi fyrr í dag. Verkefni hópsins var skila ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.Íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna í janúar síðastliðnum og fylgdi með henni undirskriftalisti og nafnlausar reynslusögur. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 íþróttakonur úr mörgum íþróttagreinum. 62 frásagnir kvenna úr heimi íþróttanna af valdaójafnvægi, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi fylgdu yfirlýsingunni sem bar yfirskriftina Jöfnum leikinn.Óháður aðili verði til staðar sem geti tekið við ábendingum um ofbeldi og óæskilega hegðun Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að til staðar sé óháður aðili sem geti tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg, að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi og að unnið sé markvisst í jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar.Þá er einnig lögð áhersla á það að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið, kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi og kynni fyrir þeim þær reglur sem gilda í starfinu. Sé vafi til staðar vegna einstaklings sem fyrirhugað er að ráða eða fá til starfa sem sjálfboðaliða er mikilvægt að horfa fyrst og fremst til hagsmuna iðkenda.Upptöku frá blaðamannafundinum þar sem tillögur starfshópsins voru kynntar má sjá hér fyrir neðanÍ tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda hafi verið sett í öndvegi við vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla. Þá segir einnig að tillögurnar snerti ýmsa aðila er koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi, svo sem íþróttahreyfinguna, æskulýðsfélögin, sveitarfélög og stjórnvöld. Að mati starfshópsins er mikilvægt að þessir aðilar séu samtaka um aðgerðir á þessu sviði. Næstu skref verði að kynna tillögur þessar betur fyrir þeim er málið varðar, svo sem forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar og á vettvangi sveitarfélaganna.Starfshópinn skipuðu: Auður Inga Þorsteinsdóttir, tilnefnd af UMFÍ Ása Ólafsdóttir, tilnefnd af ÍSÍ Elísabet Pétursdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Guðni Olgeirsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Hafdís Inga Hinriksdóttir, tilnefnd af hópi íþróttakvenna Heiðrún Janusardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Jóna Pálsdóttir tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Óskar Þór Ármannsson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Valgerður Þórunn Bjarnadóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir.Tillögur hópsins voru kynntar ríkisstjórninni í morgun og á blaðamannafundi fyrr í dag. Verkefni hópsins var skila ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.Íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna í janúar síðastliðnum og fylgdi með henni undirskriftalisti og nafnlausar reynslusögur. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 íþróttakonur úr mörgum íþróttagreinum. 62 frásagnir kvenna úr heimi íþróttanna af valdaójafnvægi, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi fylgdu yfirlýsingunni sem bar yfirskriftina Jöfnum leikinn.Óháður aðili verði til staðar sem geti tekið við ábendingum um ofbeldi og óæskilega hegðun Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að til staðar sé óháður aðili sem geti tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg, að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi og að unnið sé markvisst í jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar.Þá er einnig lögð áhersla á það að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið, kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi og kynni fyrir þeim þær reglur sem gilda í starfinu. Sé vafi til staðar vegna einstaklings sem fyrirhugað er að ráða eða fá til starfa sem sjálfboðaliða er mikilvægt að horfa fyrst og fremst til hagsmuna iðkenda.Upptöku frá blaðamannafundinum þar sem tillögur starfshópsins voru kynntar má sjá hér fyrir neðanÍ tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda hafi verið sett í öndvegi við vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla. Þá segir einnig að tillögurnar snerti ýmsa aðila er koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi, svo sem íþróttahreyfinguna, æskulýðsfélögin, sveitarfélög og stjórnvöld. Að mati starfshópsins er mikilvægt að þessir aðilar séu samtaka um aðgerðir á þessu sviði. Næstu skref verði að kynna tillögur þessar betur fyrir þeim er málið varðar, svo sem forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar og á vettvangi sveitarfélaganna.Starfshópinn skipuðu: Auður Inga Þorsteinsdóttir, tilnefnd af UMFÍ Ása Ólafsdóttir, tilnefnd af ÍSÍ Elísabet Pétursdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Guðni Olgeirsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Hafdís Inga Hinriksdóttir, tilnefnd af hópi íþróttakvenna Heiðrún Janusardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Jóna Pálsdóttir tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Óskar Þór Ármannsson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Valgerður Þórunn Bjarnadóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15