Selt tæplega helming bréfa sinna í Arion Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2018 05:39 Arion banki var skráður á markað á öðrum ársfjórðungi ársins. Vísir/Eyþór Fjárfestingarfélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármann í gegnum eignarhaldsfélagið S121, hefur selt tæplega helming af hlutabréfunum sem félagið fékk úthlutað í hlutafjárútboði Arion banka fyrir um tveimur mánuðum. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Arion banka mánudaginn 20. ágúst, sem Markaðurinn hefur séð, áttu Stoðir um 0,37 prósent af heildarútgefnum bréfum bankans en markaðsvirði hlutarins er um 650 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfanna. Eins og Markaðurinn hefur greint frá fékk félagið samtals 12 milljónir hluta úthlutaðar í bankanum í útboðinu í júní og varð þannig stærsti íslenski einkafjárfestirinn í hluthafahópnum með 0,6 prósenta hlut. Félagið Snæból, sem er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hefur nær fjórfaldað eignarhlut sinn í Arion banka á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá skráningu bankans, samkvæmt áðurnefndum hluthafalista. Félagið á nú 0,38 prósenta hlut í bankanum, að virði um 680 milljónir króna, en það fékk úthlutaðan um 0,1 prósents hlut í útboðinu. Félagið Sigla, í eigu viðskiptafélaganna Finns Reyrs og Tómasar Kristjánssonar, fer jafnframt með 0,06 prósenta hlut í Arion banka en samanlagður eignarhlutur Snæbóls og Siglu er metinn á um 800 milljónir króna. Eins og Markaðurinn hefur áður upplýst skráðu Stoðir sig fyrir í kringum 100 milljónum hluta í hlutafjárútboði bankans, eða sem jafngildir um 7,5 milljörðum króna miðað við útboðsgengi, en fékk sem fyrr segir aðeins 12 milljónir hluta úthlutaðar í bankanum. Eiga Stoðir, sem eru stærsta fjárfestingarfélag landsins með liðlega 18 milljarða króna í eigið fé, nú ríflega 7 milljónir hluta í Arion.Gildi bætt lítillega við sig Samkvæmt hluthafalista Arion banka hefur lífeyrissjóðurinn Gildi bætt við sig 2 milljónum hluta í bankanum frá útboði bankans og þá hafa lífeyrissjóðirnir Birta og Stapi einnig aukið lítillega við sinn hlut. Átta af stærstu lífeyrissjóðum landsins var úthlutað ríflega 3 prósenta hlut í útboðinu. Þá hafa sjóðir í stýringu Íslandssjóða minnkað aðeins við sig í Arion banka undanfarið en sjóðirnir eiga nú 0,43 prósenta hlut borið saman við 0,7 prósenta hlut í kjölfar útboðsins um miðjan júní síðastliðinn. Sjóðirnir fóru fyrst inn í hluthafahóp bankans í febrúar en juku við hlut sinn í útboðinu. Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hefur jafnframt haldið áfram að minnka við eignarhlut sinn í Arion banka. Sjóðurinn fer nú með 8,67 prósenta hlut og hefur þannig selt hátt í 0,8 prósent af hlutafé bankans eftir að bankinn var skráður á hlutabréfamarkað. Fyrir skráningu átti vogunarsjóðurinn 12,44 prósenta hlut.Gengið hækkað um 22 prósent Við lokun markaða í gær nam hlutabréfaverð Arion banka 91,2 krónum á hlut og var um 22 prósentum hærra en í útboði bankans í júní þegar Kaupþing og Attestor seldu um 29 prósenta hlut á genginu 75 fyrir samtals um 39 milljarða króna. Kaupendur að bréfunum voru að stærstum hluta erlendir fjárfestingarsjóðir á meðan íslenskir fjárfestar – almenningur, fagfjárfestar og lífeyrissjóðir – fengu aðeins að kaupa samanlagt um 9 prósenta hlut. Nokkurrar óánægju gætti á meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboði bankans, þar sem eftirspurnin reyndist margföld, en þeir fengu almennt aðeins á bilinu 10 til 30 prósent af þeim hlut sem þeir höfðu óskað eftir að kaupa. Voru ýmis dæmi um einkafjárfesta sem fengu ekki nein bréf úthlutuð í bankanum þótt þeir hefðu skráð sig fyrir háum fjárhæðum. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, viðurkenndi í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði að bankinn hefði viljað að Kaupþing, seljandi bréfanna, hefði úthlutað stærri hlut til íslenskra fjárfesta. Ákvörðun um að gera það ekki hefði „truflað viðskiptasamband bankans eitthvað“ og væri „neikvæður vinkill á annars mjög vel heppnuðu útboði“. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Salan á Arion banka Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármann í gegnum eignarhaldsfélagið S121, hefur selt tæplega helming af hlutabréfunum sem félagið fékk úthlutað í hlutafjárútboði Arion banka fyrir um tveimur mánuðum. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Arion banka mánudaginn 20. ágúst, sem Markaðurinn hefur séð, áttu Stoðir um 0,37 prósent af heildarútgefnum bréfum bankans en markaðsvirði hlutarins er um 650 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfanna. Eins og Markaðurinn hefur greint frá fékk félagið samtals 12 milljónir hluta úthlutaðar í bankanum í útboðinu í júní og varð þannig stærsti íslenski einkafjárfestirinn í hluthafahópnum með 0,6 prósenta hlut. Félagið Snæból, sem er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hefur nær fjórfaldað eignarhlut sinn í Arion banka á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá skráningu bankans, samkvæmt áðurnefndum hluthafalista. Félagið á nú 0,38 prósenta hlut í bankanum, að virði um 680 milljónir króna, en það fékk úthlutaðan um 0,1 prósents hlut í útboðinu. Félagið Sigla, í eigu viðskiptafélaganna Finns Reyrs og Tómasar Kristjánssonar, fer jafnframt með 0,06 prósenta hlut í Arion banka en samanlagður eignarhlutur Snæbóls og Siglu er metinn á um 800 milljónir króna. Eins og Markaðurinn hefur áður upplýst skráðu Stoðir sig fyrir í kringum 100 milljónum hluta í hlutafjárútboði bankans, eða sem jafngildir um 7,5 milljörðum króna miðað við útboðsgengi, en fékk sem fyrr segir aðeins 12 milljónir hluta úthlutaðar í bankanum. Eiga Stoðir, sem eru stærsta fjárfestingarfélag landsins með liðlega 18 milljarða króna í eigið fé, nú ríflega 7 milljónir hluta í Arion.Gildi bætt lítillega við sig Samkvæmt hluthafalista Arion banka hefur lífeyrissjóðurinn Gildi bætt við sig 2 milljónum hluta í bankanum frá útboði bankans og þá hafa lífeyrissjóðirnir Birta og Stapi einnig aukið lítillega við sinn hlut. Átta af stærstu lífeyrissjóðum landsins var úthlutað ríflega 3 prósenta hlut í útboðinu. Þá hafa sjóðir í stýringu Íslandssjóða minnkað aðeins við sig í Arion banka undanfarið en sjóðirnir eiga nú 0,43 prósenta hlut borið saman við 0,7 prósenta hlut í kjölfar útboðsins um miðjan júní síðastliðinn. Sjóðirnir fóru fyrst inn í hluthafahóp bankans í febrúar en juku við hlut sinn í útboðinu. Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hefur jafnframt haldið áfram að minnka við eignarhlut sinn í Arion banka. Sjóðurinn fer nú með 8,67 prósenta hlut og hefur þannig selt hátt í 0,8 prósent af hlutafé bankans eftir að bankinn var skráður á hlutabréfamarkað. Fyrir skráningu átti vogunarsjóðurinn 12,44 prósenta hlut.Gengið hækkað um 22 prósent Við lokun markaða í gær nam hlutabréfaverð Arion banka 91,2 krónum á hlut og var um 22 prósentum hærra en í útboði bankans í júní þegar Kaupþing og Attestor seldu um 29 prósenta hlut á genginu 75 fyrir samtals um 39 milljarða króna. Kaupendur að bréfunum voru að stærstum hluta erlendir fjárfestingarsjóðir á meðan íslenskir fjárfestar – almenningur, fagfjárfestar og lífeyrissjóðir – fengu aðeins að kaupa samanlagt um 9 prósenta hlut. Nokkurrar óánægju gætti á meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboði bankans, þar sem eftirspurnin reyndist margföld, en þeir fengu almennt aðeins á bilinu 10 til 30 prósent af þeim hlut sem þeir höfðu óskað eftir að kaupa. Voru ýmis dæmi um einkafjárfesta sem fengu ekki nein bréf úthlutuð í bankanum þótt þeir hefðu skráð sig fyrir háum fjárhæðum. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, viðurkenndi í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði að bankinn hefði viljað að Kaupþing, seljandi bréfanna, hefði úthlutað stærri hlut til íslenskra fjárfesta. Ákvörðun um að gera það ekki hefði „truflað viðskiptasamband bankans eitthvað“ og væri „neikvæður vinkill á annars mjög vel heppnuðu útboði“.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Salan á Arion banka Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira