Fá að nota vörumerki Icelandic til næstu sjö ára Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2018 05:59 Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding. Fréttablaðið/Sigtryggur Stjórnendur High Liner Foods, stærsta sjávarútvegsfélags í Norður-Ameríku, hafa endurnýjað samning við vörumerkjafélagið Icelandic Trademark Holding um nýtingarrétt á vörumerkinu „Icelandic Seafood“ til næstu sjö ára. Íslenska ríkið, sem fékk fyrr á árinu afhenta alla hluti í vörumerkjafélaginu, mun fá í sinn hlut þóknanagreiðslur upp á tugi milljóna króna á ári á grundvelli samningsins. Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding, segir það vilja beggja félaga að stórefla útflutning á íslenskum sjávarafurðum. „Samningurinn miðar að því að auka sölu á íslenskum sjávarafurðum undir vörumerkinu í Bandaríkjunum og Kanada. High Liner Foods hefur tekið miklum breytingum síðan starfsemi Icelandic í Bandaríkjunum var seld til félagsins árið 2011 og margfaldast að stærð. Í samstarfi okkar felast því góð tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til þess að koma vörum sínum á framfæri.“ Sara Lind tekur einnig fram að samkvæmt samningnum verði aðeins seldar vörur af íslenskum uppruna undir vörumerkinu. Samningar tókust í apríl síðastliðnum en norður-ameríska félagið hefur frá árinu 2011 átt nýtingarrétt að vörumerkinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Samkvæmt nýja samningnum mun High Liner Foods greiða íslenska ríkinu, sem eiganda Icelandic Trademark Holding, þóknun upp á 1,5 prósent af heildsöluverðmætum þeirra afurða sem seldar verða undir vörumerkinu „Icelandic Seafood“ í Bandaríkjunum og Kanada. Nema þóknanagreiðslurnar að lágmarki tugum milljóna króna á ári, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en til viðbótar skuldbindurnorðurameríska félagið sig til þess inna af hendi lágmarksgreiðslu til ríkisins, óháð sölu sjávarafurða. Icelandic Trademark Holding, sem var áður í eigu Framtakssjóðs Íslands, var stofnað til þess að halda utan um markaðssetningu vörumerkisins ásamt þjónustu við leyfishafa. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Stjórnendur High Liner Foods, stærsta sjávarútvegsfélags í Norður-Ameríku, hafa endurnýjað samning við vörumerkjafélagið Icelandic Trademark Holding um nýtingarrétt á vörumerkinu „Icelandic Seafood“ til næstu sjö ára. Íslenska ríkið, sem fékk fyrr á árinu afhenta alla hluti í vörumerkjafélaginu, mun fá í sinn hlut þóknanagreiðslur upp á tugi milljóna króna á ári á grundvelli samningsins. Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding, segir það vilja beggja félaga að stórefla útflutning á íslenskum sjávarafurðum. „Samningurinn miðar að því að auka sölu á íslenskum sjávarafurðum undir vörumerkinu í Bandaríkjunum og Kanada. High Liner Foods hefur tekið miklum breytingum síðan starfsemi Icelandic í Bandaríkjunum var seld til félagsins árið 2011 og margfaldast að stærð. Í samstarfi okkar felast því góð tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til þess að koma vörum sínum á framfæri.“ Sara Lind tekur einnig fram að samkvæmt samningnum verði aðeins seldar vörur af íslenskum uppruna undir vörumerkinu. Samningar tókust í apríl síðastliðnum en norður-ameríska félagið hefur frá árinu 2011 átt nýtingarrétt að vörumerkinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Samkvæmt nýja samningnum mun High Liner Foods greiða íslenska ríkinu, sem eiganda Icelandic Trademark Holding, þóknun upp á 1,5 prósent af heildsöluverðmætum þeirra afurða sem seldar verða undir vörumerkinu „Icelandic Seafood“ í Bandaríkjunum og Kanada. Nema þóknanagreiðslurnar að lágmarki tugum milljóna króna á ári, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en til viðbótar skuldbindurnorðurameríska félagið sig til þess inna af hendi lágmarksgreiðslu til ríkisins, óháð sölu sjávarafurða. Icelandic Trademark Holding, sem var áður í eigu Framtakssjóðs Íslands, var stofnað til þess að halda utan um markaðssetningu vörumerkisins ásamt þjónustu við leyfishafa.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira