Ég hleyp fyrir... Bjarni Karlsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Um helgina tók ég þátt í stærstu guðsþjónustu ársins, Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem meira en 14 þúsund hlauparar og annað eins af stuðningsfólki tók þátt í þágu bættrar heilsu og aukins réttlætis. Sjálfur hljóp ég fyrir Pieta – forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, sem eru ein af 180 félagasamtökum sem voru með í áheitasöfnun að þessu sinni. Meðfram hlaupaleiðinni stóð brosandi fólk. Einn stóð á tröppum húss síns og lék á saxófón, bílskúrsbönd léku á gangstéttum, fólk sló trommur og blés í flautur. Á Lindarbrautinni stóð sveittum hlaupurum svalandi regnúði til boða, börn söfnuðu „fimmum“ og er á leið voru boðnir fram drykkir, bananar, sætindi, melónur og margs konar fínerí sem grípa mátti á stökkinu. Fulltrúar alls kyns velgerðar- og mannréttindasamtaka sem áttu sína spretthörðu fulltrúa hvöttu mannskapinn til dáða og yfir öllu ríkti gleði, umhyggja og samstaða. Um miðbik hlaupsins var ég lengi með mann fyrir framan mig sem hljóp vel og á baki hans stóð „Ég hleyp fyrir Baldur Tý og Baldvin Ara með von um lækningu“. Svo seig hann lengra en nöfn bræðranna ungu settust að í hjartanu á mér. Ég bið þess að þeir fái bata og ég veit að við biðjum þess öll. Harðsperrurnar líða úr skrokknum en ilmurinn í sálinni mun vara lengi. Það er mögnuð reynsla að taka þátt í slíku fjöldaákalli og samstöðuyfirlýsingu þar sem berskjöldun mannlegrar tilveru er viðurkennd og henni lýst um leið og þrá okkar allra eftir heilsu og réttlæti er blygðunarlaust tjáð með manneskjulegheitum og gleði. Með þátttökunni í Reykjavíkurmaraþoninu voru einstaklingar, fjölskyldur, vinahópar, félög og fyrirtæki að segja: Okkur stendur ekki á sama. Við höldum hvert með öðru og viljum að heilsa og réttlæti sé hlutskipti allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Um helgina tók ég þátt í stærstu guðsþjónustu ársins, Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem meira en 14 þúsund hlauparar og annað eins af stuðningsfólki tók þátt í þágu bættrar heilsu og aukins réttlætis. Sjálfur hljóp ég fyrir Pieta – forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, sem eru ein af 180 félagasamtökum sem voru með í áheitasöfnun að þessu sinni. Meðfram hlaupaleiðinni stóð brosandi fólk. Einn stóð á tröppum húss síns og lék á saxófón, bílskúrsbönd léku á gangstéttum, fólk sló trommur og blés í flautur. Á Lindarbrautinni stóð sveittum hlaupurum svalandi regnúði til boða, börn söfnuðu „fimmum“ og er á leið voru boðnir fram drykkir, bananar, sætindi, melónur og margs konar fínerí sem grípa mátti á stökkinu. Fulltrúar alls kyns velgerðar- og mannréttindasamtaka sem áttu sína spretthörðu fulltrúa hvöttu mannskapinn til dáða og yfir öllu ríkti gleði, umhyggja og samstaða. Um miðbik hlaupsins var ég lengi með mann fyrir framan mig sem hljóp vel og á baki hans stóð „Ég hleyp fyrir Baldur Tý og Baldvin Ara með von um lækningu“. Svo seig hann lengra en nöfn bræðranna ungu settust að í hjartanu á mér. Ég bið þess að þeir fái bata og ég veit að við biðjum þess öll. Harðsperrurnar líða úr skrokknum en ilmurinn í sálinni mun vara lengi. Það er mögnuð reynsla að taka þátt í slíku fjöldaákalli og samstöðuyfirlýsingu þar sem berskjöldun mannlegrar tilveru er viðurkennd og henni lýst um leið og þrá okkar allra eftir heilsu og réttlæti er blygðunarlaust tjáð með manneskjulegheitum og gleði. Með þátttökunni í Reykjavíkurmaraþoninu voru einstaklingar, fjölskyldur, vinahópar, félög og fyrirtæki að segja: Okkur stendur ekki á sama. Við höldum hvert með öðru og viljum að heilsa og réttlæti sé hlutskipti allra.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun