Hvað gat Kaninn gert? Þorvaldur Gylfason skrifar 23. ágúst 2018 06:00 Stokkhólmur – Svíar lögðu niður herskyldu 2010, svo friðvænlegt sýndist þeim ástandið í álfunni. Sænski herinn varð þá atvinnuher, þ.e. her sem enginn þurfti lengur að ganga í gegn vilja sínum. Frelsi undan herskyldu var og er enn meginreglan í Evrópu. Herir Breta og Frakka, hryggjarstykkið í vörnum álfunnar, eru atvinnuherir þar eð herskylda var afnumin í Bretlandi 1963 og Frakklandi 2001. Þjóðverjar afnámu herskyldu 2011 þótt hún sé heimiluð í stjórnarskrá landsins. Herir Danmerkur og Noregs eru atvinnuherir að langmestu leyti. Finnland hefur þá sérstöðu að finnskir karlmenn 18 ára og eldri þurfa að gegna herskyldu í næstum heilt ár og vera síðan reiðubúnir til herþjónustu. Konur eru velkomnar í finnska herinn þótt herskyldan nái ekki til þeirra. Nábýlið við Rússa, vetrarstríðið 1939-1940 og framhaldsstríðið 1941-1944 bregða birtu á þessa sérstöðu Finna.Breytt viðhorf Svíar tóku aftur upp herskyldu 2017. Það voru viðbrigði. Sænska ríkisstjórnin gaf þá skýringu á breytingunni að Rússar létu ófriðlega. Þeir höfðu innlimað Krímskaga 2014 – ólöglega segja Svíar, Nató, Úkraínustjórn o.fl., löglega segja Rússar. Nokkru áður hafði Viktor Yanukovych, forseti landsins, horfið skyndilega frá að staðfesta frágengið samkomulag um viðskipti Úkraínu við ESB, hrakizt úr embætti og flúið til Rússlands þar sem hann hefur haldið sig síðan. Hann bíður nú dóms fyrir landráð í heimalandi sínu. Forsetabústað hans með einkadýragarði, gullklósettum o.fl. hefur verið breytt í safn. Úkraína er gerspillt. Forseti landsins nú, Petro Poroshenko, var í Panama-skjölunum, en þar fundust að vísu mun færri Úkraínumenn en Íslendingar. Borgarastríð með aðild Rússa geisar enn í austur-hluta Úkraínu. Áður höfðu Rússar ráðizt á Georgíu 2008. Rússneskar herþotur höfðu rofið lofthelgi Svíþjóðar og flogið hættulega nærri farþegaflugvélum SAS. Sænska leyniþjónustan sagðist einnig vita um árásir Rússa á tölvukerfi í Svíþjóð, sams konar árásir og Eistar höfðu orðið fyrir. Almenningur í Svíþjóð virtist líta málið sömu augum og stjórnvöld. Meiri hluti sænskra kjósenda 2014 var skv. skoðanakönnunum orðinn hlynntur inngöngu Svíþjóðar í Nató.Hver ber sökina? Mönnum ber ekki saman um skýringuna á þessum skyndilegu umskiptum. Sumir kenna Rússum um eða réttara sagt Pútín forseta og mönnum hans. Aðrir skella skuldinni á Kanann. Árin eftir 1991 þegar Kommúnistaflokkurinn missti völdin í Sovétríkjunum og landið leystist upp í frumeindir sínar, 15 sjálfstæð ríki, þóttust margir sjá hilla undir framfarir og frið í stað kalds stríðs og stöðnunar þar eystra. Margir töldu líklegt að Rússar og aðrar þjóðir sem kommúnisminn hafði haldið í fjötrum fátæktar hlytu að fagna nýfengnu frelsi með því að semja sig að háttum þeirra þjóða – Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Þýzkaland o.s.frv. – sem höfðu náð miklu betri árangri með markaðsbúskap og lýðræði. Hugsunin var að nýfrjálsar þjóðir hlytu að neyta lags. Til að flýta fyrir þeirri niðurstöðu kölluðu sumir eftir nýrri Marshall-aðstoð handa Rússum o.fl. í ljósi reynslunnar af því hvernig Evrópa var reist úr rústum heimsstyrjaldarinnar síðari eftir 1945.Versnandi samskipti Bandaríkjastjórn hlýddi ekki þessu kalli. Sumir töldu að Kaninn kærði sig ekki um að hjálpa Rússum, betra þætti að hafa Rússland veikt. Rússar létu þetta ekki á sig fá framan af en þeir segja nú margir að þeir hafi smám saman komizt að þeirri niðurstöðu að Kaninn væri ósannfærandi samherji. Rússar fordæmdu sprengjuárásir Nató á Júgóslavíu 1999 og sögðu þær brjóta gegn alþjóðalögum. Nató-ríkin sögðu árásirnar löglegar og nauðsynlegar til að stöðva þjóðarmorð. Rússum mislíkaði einnig að Eystrasalts- og Austur-Evrópuríkjum skyldi veitt innganga í Nató. Kaninn á einfalt svar við því atriði: Allar þessar þjóðir óskuðu eftir inngöngu. Það var ekki hægt að hafna umsóknum þeirra eftir það sem á undan var gengið. Samband Bandaríkjanna og Rússlands er að sumu leyti verra nú en í kalda stríðinu. Afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 – nauðvörn, myndu margir Rússar segja – spilla ástandinu og það gera einnig morð á rússneskum blaðamönnum, stjórnarandstæðingum o.fl. og meðfylgjandi efnahagsþvinganir gegn Rússum í mótmælaskyni af hálfu Bandaríkjastjórnar. Bandaríkjamenn kalla Rússland þjófræðisríki og benda á ríkidæmi Pútíns forseta, Medvedevs forsætisráðherra o.fl. stjórnmálamanna og vina þeirra. Æ fleiri Bandaríkjamenn orða einnig eigið land við fáveldi (e. oligarchy) enda hefur lýðræði í Bandaríkjunum hrakað undangengin ár. Mörgum þykja horfurnar ískyggilegar.Það sést langar leiðir Trump Bandaríkjaforseti sætir rannsókn fyrir samskipti sín við Rússa, samskipti sem John Brennan fv. forstjóri leyniþjónustunnar CIA kallar næsta bæ við landráð. Aðrir benda á að Trump forseti hafi verið í slagtogi með rússnesku mafíunni í meira en 30 ár. Enn aðrir segja: Hlustið og horfið á manninn! Hann er eins og Berlusconi. Það sést á honum langar leiðir að hann er gangster. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Stokkhólmur – Svíar lögðu niður herskyldu 2010, svo friðvænlegt sýndist þeim ástandið í álfunni. Sænski herinn varð þá atvinnuher, þ.e. her sem enginn þurfti lengur að ganga í gegn vilja sínum. Frelsi undan herskyldu var og er enn meginreglan í Evrópu. Herir Breta og Frakka, hryggjarstykkið í vörnum álfunnar, eru atvinnuherir þar eð herskylda var afnumin í Bretlandi 1963 og Frakklandi 2001. Þjóðverjar afnámu herskyldu 2011 þótt hún sé heimiluð í stjórnarskrá landsins. Herir Danmerkur og Noregs eru atvinnuherir að langmestu leyti. Finnland hefur þá sérstöðu að finnskir karlmenn 18 ára og eldri þurfa að gegna herskyldu í næstum heilt ár og vera síðan reiðubúnir til herþjónustu. Konur eru velkomnar í finnska herinn þótt herskyldan nái ekki til þeirra. Nábýlið við Rússa, vetrarstríðið 1939-1940 og framhaldsstríðið 1941-1944 bregða birtu á þessa sérstöðu Finna.Breytt viðhorf Svíar tóku aftur upp herskyldu 2017. Það voru viðbrigði. Sænska ríkisstjórnin gaf þá skýringu á breytingunni að Rússar létu ófriðlega. Þeir höfðu innlimað Krímskaga 2014 – ólöglega segja Svíar, Nató, Úkraínustjórn o.fl., löglega segja Rússar. Nokkru áður hafði Viktor Yanukovych, forseti landsins, horfið skyndilega frá að staðfesta frágengið samkomulag um viðskipti Úkraínu við ESB, hrakizt úr embætti og flúið til Rússlands þar sem hann hefur haldið sig síðan. Hann bíður nú dóms fyrir landráð í heimalandi sínu. Forsetabústað hans með einkadýragarði, gullklósettum o.fl. hefur verið breytt í safn. Úkraína er gerspillt. Forseti landsins nú, Petro Poroshenko, var í Panama-skjölunum, en þar fundust að vísu mun færri Úkraínumenn en Íslendingar. Borgarastríð með aðild Rússa geisar enn í austur-hluta Úkraínu. Áður höfðu Rússar ráðizt á Georgíu 2008. Rússneskar herþotur höfðu rofið lofthelgi Svíþjóðar og flogið hættulega nærri farþegaflugvélum SAS. Sænska leyniþjónustan sagðist einnig vita um árásir Rússa á tölvukerfi í Svíþjóð, sams konar árásir og Eistar höfðu orðið fyrir. Almenningur í Svíþjóð virtist líta málið sömu augum og stjórnvöld. Meiri hluti sænskra kjósenda 2014 var skv. skoðanakönnunum orðinn hlynntur inngöngu Svíþjóðar í Nató.Hver ber sökina? Mönnum ber ekki saman um skýringuna á þessum skyndilegu umskiptum. Sumir kenna Rússum um eða réttara sagt Pútín forseta og mönnum hans. Aðrir skella skuldinni á Kanann. Árin eftir 1991 þegar Kommúnistaflokkurinn missti völdin í Sovétríkjunum og landið leystist upp í frumeindir sínar, 15 sjálfstæð ríki, þóttust margir sjá hilla undir framfarir og frið í stað kalds stríðs og stöðnunar þar eystra. Margir töldu líklegt að Rússar og aðrar þjóðir sem kommúnisminn hafði haldið í fjötrum fátæktar hlytu að fagna nýfengnu frelsi með því að semja sig að háttum þeirra þjóða – Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Þýzkaland o.s.frv. – sem höfðu náð miklu betri árangri með markaðsbúskap og lýðræði. Hugsunin var að nýfrjálsar þjóðir hlytu að neyta lags. Til að flýta fyrir þeirri niðurstöðu kölluðu sumir eftir nýrri Marshall-aðstoð handa Rússum o.fl. í ljósi reynslunnar af því hvernig Evrópa var reist úr rústum heimsstyrjaldarinnar síðari eftir 1945.Versnandi samskipti Bandaríkjastjórn hlýddi ekki þessu kalli. Sumir töldu að Kaninn kærði sig ekki um að hjálpa Rússum, betra þætti að hafa Rússland veikt. Rússar létu þetta ekki á sig fá framan af en þeir segja nú margir að þeir hafi smám saman komizt að þeirri niðurstöðu að Kaninn væri ósannfærandi samherji. Rússar fordæmdu sprengjuárásir Nató á Júgóslavíu 1999 og sögðu þær brjóta gegn alþjóðalögum. Nató-ríkin sögðu árásirnar löglegar og nauðsynlegar til að stöðva þjóðarmorð. Rússum mislíkaði einnig að Eystrasalts- og Austur-Evrópuríkjum skyldi veitt innganga í Nató. Kaninn á einfalt svar við því atriði: Allar þessar þjóðir óskuðu eftir inngöngu. Það var ekki hægt að hafna umsóknum þeirra eftir það sem á undan var gengið. Samband Bandaríkjanna og Rússlands er að sumu leyti verra nú en í kalda stríðinu. Afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 – nauðvörn, myndu margir Rússar segja – spilla ástandinu og það gera einnig morð á rússneskum blaðamönnum, stjórnarandstæðingum o.fl. og meðfylgjandi efnahagsþvinganir gegn Rússum í mótmælaskyni af hálfu Bandaríkjastjórnar. Bandaríkjamenn kalla Rússland þjófræðisríki og benda á ríkidæmi Pútíns forseta, Medvedevs forsætisráðherra o.fl. stjórnmálamanna og vina þeirra. Æ fleiri Bandaríkjamenn orða einnig eigið land við fáveldi (e. oligarchy) enda hefur lýðræði í Bandaríkjunum hrakað undangengin ár. Mörgum þykja horfurnar ískyggilegar.Það sést langar leiðir Trump Bandaríkjaforseti sætir rannsókn fyrir samskipti sín við Rússa, samskipti sem John Brennan fv. forstjóri leyniþjónustunnar CIA kallar næsta bæ við landráð. Aðrir benda á að Trump forseti hafi verið í slagtogi með rússnesku mafíunni í meira en 30 ár. Enn aðrir segja: Hlustið og horfið á manninn! Hann er eins og Berlusconi. Það sést á honum langar leiðir að hann er gangster.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun