Fótbolti

Ajax í góðri stöðu í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Ajax, þar á meðal Daley Blind, fagna í kvöld.
Leikmenn Ajax, þar á meðal Daley Blind, fagna í kvöld. vísir/getty
Ajax er í góðum málum eftir fyrri leikinn gegn Dyamo Kyiv í forkeppni Meistaradeildarinnar en Ajax vann fyrri leik liðanna 3-1.

Donny van de Beek kom Ajax strax yfir á annarri mínútu en fjórtán mínútum síðar jafnaði Tomasz Kedziora.

Ajax náði þó að skora tvö mörk áður en að hálfleik kom. Hakim Ziyech kom Ajax í 2-1 og Dusan Tadic, fyrrum leikmaður Southampton, skoraði þriðja markið.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Ajax því í fínandi málum fyrir síðari leikinn í Úkraínu en liðið sem vinnur þetta einvígi fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

AEK Aþena er einnig í góðum eftir 2-1 sigur á útivelli gegn ungverska liðinu Vidi FC. Young Boys og Dinamo Zagreb skildu svo jöfn, 1-1, er liðin mættust í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×