Barði mann með stálröri og henti honum upp á pallbíl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 18:17 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á þriðjudaginn mann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri í apríl 2016. Annar maður sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa ráðist á mann í heitum potti, dregið hann upp úr pottinum og barið hann ítrekað með barefli. Þá átti fórnarlamb árásarinnar að hafa úlnliðsbrotnað í árásinni. Þá var hinn dæmdi einnig ákærður fyrir að hafa, ásamt hinum meðákærða, sett þolandann aftan á pallbíl og keyrt með hann meðvitundarlausan upp í Fálkafell, þar sem þolandinn varð fyrir meiri barsmíðum og ofbeldi og var síðan skilinn eftir meðvitundarlaus þar til vegfarandi gekk fram á hann á tólfta tímanum. Í ákærunni segir að árásin hafi verið handrukkun í tengslum við fíkniefnaskuld. Báðir hinna ákærðu neituðu sök í málinu.Báðir mennirnir fundnir sekir um fíkniefnalagabrotÍ dómi málsins kemur fram að maðurinn er fundinn sekur um alla ákæruliði nema einn, en ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að maðurinn hefði sparkað í höfuð brotaþola eins og haldið var fram í ákærunni. Þá þótti ekki talið sannað að úlnliður þolanda hafi brotnað í átökunum. Hinn maðurinn, sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að hann hefði verið í slagtogi með hinum dæmda, þar sem ekkert vitnanna í málinu gat staðfest þá fullyrðingu þolandans með óyggjandi hætti. Þrátt fyrir að hafa verið sýknaður í líkamsárásarmálinu fékk hinn meðákærði eins mánaðar fangelsisdóm þar sem báðir hinna ákærðu voru dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot. Hinum dæmda var gert að greiða brotaþola eina milljón króna í miskabætur, en brotaþoli hafði áður farið fram á tvær milljónir króna.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Innlent Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á þriðjudaginn mann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri í apríl 2016. Annar maður sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa ráðist á mann í heitum potti, dregið hann upp úr pottinum og barið hann ítrekað með barefli. Þá átti fórnarlamb árásarinnar að hafa úlnliðsbrotnað í árásinni. Þá var hinn dæmdi einnig ákærður fyrir að hafa, ásamt hinum meðákærða, sett þolandann aftan á pallbíl og keyrt með hann meðvitundarlausan upp í Fálkafell, þar sem þolandinn varð fyrir meiri barsmíðum og ofbeldi og var síðan skilinn eftir meðvitundarlaus þar til vegfarandi gekk fram á hann á tólfta tímanum. Í ákærunni segir að árásin hafi verið handrukkun í tengslum við fíkniefnaskuld. Báðir hinna ákærðu neituðu sök í málinu.Báðir mennirnir fundnir sekir um fíkniefnalagabrotÍ dómi málsins kemur fram að maðurinn er fundinn sekur um alla ákæruliði nema einn, en ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að maðurinn hefði sparkað í höfuð brotaþola eins og haldið var fram í ákærunni. Þá þótti ekki talið sannað að úlnliður þolanda hafi brotnað í átökunum. Hinn maðurinn, sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að hann hefði verið í slagtogi með hinum dæmda, þar sem ekkert vitnanna í málinu gat staðfest þá fullyrðingu þolandans með óyggjandi hætti. Þrátt fyrir að hafa verið sýknaður í líkamsárásarmálinu fékk hinn meðákærði eins mánaðar fangelsisdóm þar sem báðir hinna ákærðu voru dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot. Hinum dæmda var gert að greiða brotaþola eina milljón króna í miskabætur, en brotaþoli hafði áður farið fram á tvær milljónir króna.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Innlent Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00